Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.1997, Side 23

Bjarmi - 01.03.1997, Side 23
þeim sem hann sendi inn á heimili þeirra. Daglega urðu þau vitni að bæna- svörum. Þannig hófst L'Abri og í hverri viku komu fleiri og fleiri inn á heimili þeirra til að gista og ræða um Guð, lífið og tilveruna. Alls staðar að kom ungt fólk. Flestir voru námsmenn frá háskól- unum í Sviss og nágrannalöndunum; Frakklandi, Ítalíu, Þýskalandi og Bret- landi. Þetta voru einstaklingar frá mörg- um þjóðum, af mörgum trúarbrögðum og „ismum". Fljótlega varð Schaeffer- hjónunum það ljóst að hér var ekki lengur um prívat fjölskyldulíf að ræða. Þetta var erfitt líf, en Edith Schaeffer segir í bókinni sinni um L'Abri að þau hefðu ekki beðið um auðvelt líf, heldur raunverulegt líf með Guði, um Guðs samfélag sem sýnilegan veruleika. Lífið á L'Abri L'Abri miðstöðvar eru víðs vegar um heiminn. Tvær eru í Bandaríkjunum, auk Schaeffer-námsstofnunarinnar. í Evrópu er L'Abri í Svíþjóð, Hollandi, Sviss og Englandi. Nýlega hefur verið stofnað L'Abri i Kóreu. Á L'Abri kemur fólk sem hefur þörf iýrir að komast burt frá sínu venjulegu umhverfi til þess að gefa spumingum sínum gaum og skoða svörin. Þetta eru einstaklingar frá öllum heimshomum, fólk á öllum aldri. Sumir gista fáeina daga og aðrir allt að þremur mánuðum. Margir sem koma eru þrosk- aðir, kristnir menn sem vilja læra meira. Sumir em ekki kristnir og koma til að leita að svömm við spumingum. Svo er stór hópur sem kemur til þess að reyna að leysa úr eigin persónulegum vanda- málum hvort sem þau eru vitsmuna- legs, andlegs, tilfinningalegs eða sið- ferðislegs eðlis. Hver og einn fær eigin leiðbeinanda í sínu námi og til þess að ræða persónu- leg málefni. Ekkert ákveðið námsefni er lagt fyrir, heldur er öllum frjálst að stúdera eigin áhugasvið. Nemendumir hafa til umráða stórt safn af kasettu- spólum með fyrirlestrum og safn af L'Abri bókum. Á matmálstímum, sem eru inni á heimili starfsfólksins, eru umræður og tækifæri til spurninga. Fjórir klukkutímar á dag eru ætlaðir fyrir námið, og í fjóra klukkutíma er vinnutími. Þá þarf að þrífa, gera við, rækta garðinn, elda mat o.s.frv. Þó að verkefnin séu mörg er þetta líka mikil- vægur tími til að hugsa, ræða málin og kynnast betur. Hér gefst tækifæri að lifa það sem verið er að læra og þjóna hvert öðm. Grundvallarviðhorf Á L'Abri er lögð mikil áhersla á kristna trú sem sannleika. Þar er haldið fram að það sem Biblían segir samræmist veruleikanum eins og hann er. Kristin trú er ekki bara lífstíll, ekki bara andleg upplifun, ekki einn af mörgum trúar- legum valmöguleikum, heldur er kristin trú sannleikurinn um það sem er. Þessi staðhæfing leiðir af sér tvær áherslur. í fyrsta lagi að það verður að taka spum- ingar alvarlega og ræða þær heiðarlega. Ef kristin trú er sannleikurinn, stenst hún vitsmunalega og er hægt að rök- ræða. Áhersla er lögð á mikilvægi þess að hugsa málin til botns og finna full- nægjandi svör. í öðm lagi, ef kristin trú er sannleikurinn, skiptir trúin máli íyrir allt lífið og ekki bara fyrir takmarkað andlegt svið. Þannig snertir kristin lífs- skoðun viðskipti, stjómmál, vísindi, sál- fræði, listir o.s.frv. Það er þýðingarmikið að þróa kristna hugsun og biblíulegt sjónarhom á öllum sviðum lífsins. Á L Abri er mikil áhersla lögð á hugs- un, en hið vitsmunalega er ekki eina markmiðið. Frá upphafi hefur L'Abri viljað bera vitni um tilvist hins persónu- lega Guðs, ekki bara með rökræðum, heldur gegnum raunvemleika i trúar- lífinu, breytta einstaklinga og bæna- svör. Hið yfirnáttúrulega er raunveru- leiki. Guð er ekki heimspekileg hug- mynd eða guðfræðilegt hugtak, heldur lifandi Guð sem lætur sig heiminn varða og stendur við loforð sín.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.