Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.03.1997, Qupperneq 25

Bjarmi - 01.03.1997, Qupperneq 25
vitund og eiginleika einstaklingsins með þvi að fjarlægja allar andlegar eða sál- rænar hindranir. Þær eru íyrst og fremst bældar tilfinningar eða minningar, m.a. frá íyrri tilveruskeiðum, sem geymdar eru í undirmeðvitundinni og leiða oft af sér óskynsamleg viðbrögð og hegðun. Þannig eru mótbyr og erfiðleikar í lífi fólks gjarnan útskýrðir sem afleiðing atvika á fyrri tilveruskeiðum þess. Með því að fjarlægja eða hreinsa í burtu minningar og tilfinningar sem byggja á slíkri reynslu uppgötvar fólk sinn sanna persónuleika og nær fullu valdi yfir efni, orku, rúmi og tíma. Vísindatrúin býr yfir tækninni til þess og kennir fólki hvemig það á að fara að. Meðferðin fer fram undir handleiðslu leiðbeinanda sem spyr spurninga og hlustar. Jafn- framt er notað mælitæki sem nemur rafræn viðbrögð húðarinnar. Markmiðið er að hreinsa hugann af sálrænum við- brögðum og hindrunum sársaukafullra tilfmninga og reynslu. Auk þess, sem að framan greinir, hefur okkúltismi tengst vísindatrúnni og hugmyndir um geim- vemr, andleg „ferðalög" í tíma og rúmi bæði milli alda, tilvemskeiða og stjömu- kerfa. Tákn vísindakirkjunnar er kross en ekki í sama skilningi og í kristninni heldur er litið á krossinn sem fornt trúartákn þar sem Jrvertréð táknar efnið og hið lóðrétta andann. Stofnandinn L. Ron Hudbbard lést árið 1986, 74 ára að aldri. Hann hafði þá eytt síðustu tveim árum ævi sinnar á afskekktum risabúgarði í Kaliforníu. Heber C. Jentzch tók við sem leiðtogi safnaðarins eftir hann. Heimildir: • The New Encyclopædia Britannica, 10. bindi, 15. útg. 1989, Chicago. • Larson, B. 1989. Larson's New Book of Cults. Tyndale House Publishers, Inc. Wheaton, lllinois. • McGuire, M. B. 1992. Religion: The Social Context. Wadswod Publishing Company, Belmont, California. • Moos, K. 1989. Scientology: Videnskab eller svindel. Havmágen, Silkeborg. • Time Magazine, no. 4, 27. janúar 1997. • Morgunblaðið 24. desember 1995, 1. október 1996, 23. október 1996 og 10. janúar 1997. BOKASKAPURINN Titill: One to One - How to share your faith with a friend Höfundur: Michael Green Útgefandi: Moorings Publishers Undir fjögur augu w Amm saman hafa kristniboðar frá Vesturlöndum ferðast til þriðja heimsins til að boða trúna á Jesú Krist. Sú mynd sem íbúar þessara landa fengu af Vesturlöndum var sú að þar bjó kristið fólk. En nú er orðið svo að kristniboðar frá þriðja heiminum eru famir að koma til okkar til að segja okkur frá Jesú. Það er áfall íyrir þetta fólk að uppgötva og sjá hve þjóðfélag okkar er orðið afhelgað (secularised), eins og það sé mögulegt að trúa alls ekki á neitt. Bókin „One to One“ fjallar um það hvemig við getum leitt vini okkar til trúar á Jesú Krist í þessu þjóðfélagi sem við lifum í. Við þurfum ekki að bíða eftir einhverjum sérstökum kristilegum viðburði til að geta vitnað um trú okkar, á hveijum degi fáum við tækifæri til þess. Öll eigum við ættingja, vini, samstarfsmenn og samferðafólk sem ekki þekkir Jesú. f bókinni em okkur gefnir ýmsir hagnýtir punktar um það hvemig nálgast má þetta fólk með orð Guðs. Að brúa bilið á milli kirkjunnar og umheimsins er veigamikill þáttur. í heiminum en ekki af heiminum, eins og Jesús sagði. Það er mikilvægt að mæta fólki eins og það er og þar sem það er. Þegar þetta hefur tekist er komið að þvi að brúa bilið á milli fólksins og Guðs. Þá mun reyna á það hvort við treystum Guði og hans orði. Getur lif okkar og háttemi borið vitni urn þann Guð sem við þekkjum? Það er mjög mikilvægt íyrir okkur að þekkja fagnaðarerindið. Það er til lítils að vekja áhuga einhvers á þvi ef við getum ekki útskýrt það fyrir honum. Við þurfum ekki að vera útlærðir guðfræðingar til þess að þekkja boðskap Jesú. Við þurfum að vera viss um það hvers vegna við trúum á hann og af hveiju það er mikilvægt að fólk finni þann veg sem liggur til hans. Við getum ekki búið til trú hjá neinum en Guð hefur ákveðið að nota okkur til þess að hjálpa til. Við fáum að njóta þeirra forréttinda að sjá fólk snúa sér til Guðs. Þegar það hefur gerst þá er mikilvægt að við séum til staðar fyrir þann einstakling sem hefur eignast nýtt líf í Jesú. Vegna þess að við erum mannleg þá hættir okkur til að gera mistök þegar við boðum orð Guðs. Höfundur tiltekur nokkur algeng mistök sem við gætum lent í og fjallar einnig um það hvernig við getum forðast þau. Bókin er ætluð sem hjálp og uppörvun til handa þeim sem vilja koma öðrum til trúar. Á við og dreif í henni eru dæmi frá höfundi og útskýringar á þvi sem hann er að tala um. Bókin er þvi aðgengileg og góð lesning. „Fjöldatrúboð er ekki besta leiðin, en það virðist vera sú leið sem Guð hejur gejið mér að Jara í trúboði, og ég verð að vera henni trúr. Besta leiðin í trúboði er sú þegar tvær manneskjur tala saman og önnur leiðir hina til Jesú. “ Billy Graham.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.