Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.1997, Qupperneq 3

Bjarmi - 01.06.1997, Qupperneq 3
Lýst eftir því sem heilagt er Afhelgun er hugtak sem heyrist annað slagið og er það þá notað um þá þróun að menningarlífið, samfélagið og stofnanir þess losni smám saman undan forsjá og áhrifum kristni og kirkju. Sem dæmi má nefna skóla og vísindi, heilsugæslu og félagsþjónustu. Þetta hefur verið að gerast hér á landi eins og víðast á Vesturlöndum og þróunin heldur áfram. Sumum finnst ef til vill að nú séu fá svið eftir. Sem dæmi má nefna að helgidagalöggjöf verður sífellt lýmri og verslanir og skemmtistaðir eru opnir nánast óháð því hvaða dagur er. Þá virðist fólki fátt vera heilagt og sjálfsagt mál að spauga með það sem áður þótti ekki við hæfi að setja í samband við grín og glens. í sjálfu sér er ekkert óeðlilegt við það að ýmsir þættir samfélags- og menningar- lífs losni undan trúarlegri og kirkjulegri forsjá og það er engin ástæða til að ijúka til með lögsókn þótt einhver grínist með heilaga hluti. Hitt er umhugsunarverðara hvaða áhrif það hefur á líf fólks og samfélag ef ekkert fær lengur vera heilagt og allt er orðið einn allsheijar hvunndagur. Gamalt boðorð segir: „Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Sex daga skalt þú eríiða og vinna allt þitt verk, en sjöundi dagurinn er hvíldardagur helgaður Drottni Guði þínum“ (2. Mós. 20:8-10). Einhver kann að segja að þetta sé úrelt boðorð eða bara gert fyrir kirkjuna. Slík afstaða er mikil einföldun. Hvildardagurinn er hvorki til orðinn íyrir Guð eða kirkjuna. Hann er til fyrir mennina og vegna umhyggju Guðs. Allir þurfa á hvíld að halda frá erfiði sínu og allir þurfa á aðgreiningu að halda frá hvunndeginum. Og vilji fólk rækta trú sína þarf það á því að halda að sérstakur dagur sé tekinn frá fyrir það og helgaður Guði. Þess vegna þurfum við á áminningunni í boðorðinu gamla að halda. En við þurfum líka á aðgreiningu að halda á fleiri sviðum. Það er mikilvægt fyrir okkur sem einstaklinga og þjóð að allt sé ekki dregið niður á svið flatneskju eða gert að gamanmálum. Við þurfum m.ö.o. á því að halda að eitthvað sé heilagt þannig að við getum borið virðingu fyrir þvi. Nú er það vissulega svo að það er sama hversu mikið spaugarar heimsins grínast og hve ffatneskjan verður mikil, Guð verður aldrei gerður að háðung né dreginn niður í lágkúru. Hann er og verður heilagur Guð. En við getum skaðað okkur sjálf og samfélag okkar ef við köstum öllu sem heilagt er. Þá höfum við ekki lengur neitt sem við berum lotningu fyrir og þá er líka stutt í hrokann sem lítilsvirðir allt og alla, líka Guð. Orð Esekíels spá- manns eiga þá við um okkur: „Þeir hafa engan mun gjört á því, sem heilagt er og óheilagt, og eigi frætt um muninn á óhreinu og hreinu, og þeir hafa lokað augum sínum fyrir hvildardögum mínum, svo að ég vanhelgaðist meðal þeirra" (22:26). Það má ugglaust deila um það hvar þessi svokölluðu mörk eru en ætli þau komi ekki af sjálfu sér þegar við temjum okkur að bera virðingu fyrir þvi sem heilagt er? Kristilegt tímarit Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboðsfélaga. Ritsljóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Guðmundur Karl Brynjarsson, Henning Emil Magnússon, Kjartan Jónsson og Þórunn Elídóttir. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.700,- innanlands, kr. 3.200,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 500,-. Umbrot og útlit: SEM ER útgáfa. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. Prentun: Borgarprent. Efni: Staldrað við: Lýst eftir því sem heilagt er.......... 3 Hver verður næsti biskup yfir íslandi.. 4 - viðtöl við frambjóðendur: Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir........... 5 Sr. Gunnar Kristjánsson................. 8 Sr. Karl Sigurbjörnsson.................11 Sr. Sigurður Sigurðarson................14 Innlit: Hakuna matata..........................17 Einar Sigurbergur Arason: Alfa-námskeið..........................18 Skúti Svavarsson: Málvísindamaður í kristilegu æskulýðsstarti..............20 Henning Emil Magnússon: Hvað varð um allar hetjurnar?..........22 KarlJónas Gíslason: Lifi ég ekki framar?...................24 Dr. Sigurbjörn Einarsson: Saga um huggun.........................26 Verða engir islenskir kristniboðar i Eþiópíu á næsta ári?.................27 Á döfinni f sumar......................28 Á bænastund með Bruna..................30

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.