Bjarmi - 01.06.1997, Side 5
„Sem biskup vil
Rætt við sr. Auöi Eir Vilhjálmsdöttur
Auður Eir Vilhjálmsdóttir er
fædd í Reykjavík 21. apríl
1937. Við gefum henni orðið:
„Foreldrar mínir eru Inga Árnadóttir
húsfreyja og Vilhjálmur Þ. Gíslason
úvarpsstjóri. Ég á tvö systkini, Þór sem
er dómari og býr í Luxembourg og Yrsu
Ingibjörgu sem er aðalgjaldkeri hjá
Siglingastofnun. Þegar ég fæddist var
pabbi skólastjóri Verslunarskólans við
Grundarstíg og ég ólst þar upp. Þaðan
er örstutt niður á Amtmannsstíg þar
sem starf KFUM og K stóð í miklum
blóma. Ég byrjaði að mæta þar, íyrst í
sunnudagaskólanum og svo fram eftir
öllum aldri. Ég fór líka í messur með
pabba til séra Bjarna í Dómkirkjunni,
bara stutta stund í einu. Allt þetta mót-
aði mig, vonandi tii lífstíðar. Ég hef
trúað á Jesú frá þvi ég man eftir mér og
ræktað trú mína frá blautu barnsbeini.
Kannski fór ég þó fyrst að starfa innan
þjóðkirkjunnar þegar ég vígðist prestur
safnaðanna í Súgandafirði árið 1974.
Maður minn er Þórður Örn Sigurðsson,
sem fyrr var latínukennari í MR og síðar
starfsmaður Evrópuráðsins í Strass-
bourg þar sem við bjuggum í nokkur ár.
Hann er nú framkvæmdastjóri hjá flug-
málastjórn. Síðan 1978 hef ég verið
prestur í Rangárvallaprófastdæmi,
þjóna þremur söfnuðum Kirkjuhvols-
prestakalls og hef prestsetur í Þykkva-
bæ. Ég tók embættispróf í árið 1962. Ég
starfaði í kvenlögreglunni í Reykjavík
með guðfræðináminu og í tíu ár eftir
það og tók líka mikinn þátt í starfmu í
KFUK og skólahreyfingunni samhliða
guðfræðináminu. Ég starfaði síðar sem
æskulýðsleiðtogi í Hjálpræðishernum í
Reykjavík. Allt þetta var mér afar gagn-
legt. Ég hef verið við framhaldsnám bæði
við Háskólann í Strassbourg og Modum
Bad í Noregi, ráðið mér einkakennara
og lagt mig eftir guðfræði og tengslum
hennar við daglegt líf. Ég hef staðið fyrir
biblíuleshópum bæði í prestakalli minu
og í Reykjavík og stofnaði Kvenna-
kirkjuna með fleiri konum árið 1993. Ég
hef skrifað bók um kvennaguðfræði sem
heitir Vinátta Guðs og kom út á vegum
Kvennakirkjunnar 1994.“
Hvers vegn gefurðu kost á þér til
biskupsembættisins?
„Biskup getur haft mörg meginmarkmið
og manneskjan sem velst til að verða
biskup getur valið sér þau markmið, því
af svo mörgu er að taka. Ég sjálf kýs að
velja mér það verkefni sem ég tel núna
að þurfi helst að sinna innan kirkjunn-
ar og lýtur að þjónum hennar, prestun-
um. Ég vil vinna að því að bæta kjör
þeirra til mikilla muna og sinna skipu-
lagi prestsembættisins og auka sálgæslu
þeim til handa. Hvort kemur þetta inn á
annað og leysir hitt. Hvorugur þessara
þátta er í nægilega góðu lagi og brýnt að
bæta úr. Ég tel að ef þeim verður sinnt
sem skyldi leysi það svo ótalmörg önnur
mál innan kirkjunnar. Þessu verður
best lýst með því að segja að ég muni
sem biskup verða prestur prestanna."
Hvað á að einkenna góðan biskup að
þínu mati?
„í þeim efnum vil ég hafa orðin í Lúkasi
22:24-26 að leiðarljósi. Þar segir að þau
sem vilji stjóma eigi vissulega að stjóma,
en þau eigi að gera það með því að
þjóna. Þetta segir okkur að stjórnand-
inn á að greiða þeim leið sem njóta
stjómunarinnar til að vinna sitt verk og
stjóma sjálf sínum störfum."
Ég vil vinna að pví að bæta kjör prestanna til
mikilla muna og sinna skipulagi prestsembættisins
og auka sálgæslu peim til handa.