Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.06.1997, Qupperneq 6

Bjarmi - 01.06.1997, Qupperneq 6
Við verðum að gefa öðrum það olnbogarými sem við ætlum sjálfum okkur Hver er kjami kristirmar trúar að þínum skilningi? „Kjami kristinnar trúar felst í upprisu Jesú Krists frá dauðum. Guð sem skap- ar kom til að verða frelsari sköpunar- innar. Jesús er Guð sem kom. Á hveij- um degi kemur Guð til að skapa og frelsa og kallar okkur til að skapa og frelsa með sér. Upprisa Jesú var og er raunveruleg upprisa frá dauðum. Fyrir hana eignumst við eilíft líf og hennar vegna eigum við alltaf möguleikana á að líf okkar breytist úr vonleysi í von, úr ósigri í sigur og úr sorg í gleði. Upprisan var og hún er hérna og núna. Ég vil mæta þeim sem syrgja og örvænta með von upprisunnar. Ég hef séð hvernig þessi boðskapur gefur þeim von. Varð- andi spíritisma og aðrar spekúlasjónir segi ég: „Látum það fara lönd og leið. Treystum því að Jesús er upprisinn og við munum eignast nýtt líf, eilíft líf íyrir trúna." Hvert er kennivald. Biblíunnar í trúar- og siðferðilegum efnum að þínu áliti? „Við íslendingar erum kristin þjóð og bæði sem þjóð og einstaklingar byggjum við skoðanir okkar á orðum Biblíunnar. En eins og við öll vitum þá geta þær skoðanir verið mismunandi. Það er hverjum og einum mikilvægt að móta sína skoðun og halda henni eftir því sem honum eða henni finnst ástæða til og gefa öðrum olnbogarými til hins sama. Þetta er sú glíma sem við verðum að heyja. Ef við ætlum að búa saman, það er að segja í sömu kirkju, þá verð- um við að ætla öðrum sama rými og við ætlum sjálfum okkur.“ Eru tiljleiri leiðir til hjálpræðis en trúin á Jesú Krist? Hvað með önnur trúarbrögð? „Ég hef starfað í stjórnarnefnd Lúth- erska heimssambandsins og kynnst þar fólki sem hefur verið í samræðum við fólk af öðrum trúarbrögðum. Þetta fólk segir að Guð sem kom í Jesú sé Guð allrar mannkynssögunnar og enginn annar Guð sé til. Við eigum að nálgast heiminn eins og Guð nálgaðist heiminn í Kristi. Kristnir menn eiga að vitna um að Guð elskar heiminn og að vald Jesú muni sigra vald dauðans og illskunnar. Um þetta verðum við að vitna gagnvart öðrum trúarbrögðum og treysta þvi að það er bara Guð sem er til. Satan er til, en ég tel ekki að hann standi á bak við önnur trúarbrögð. Við eigum fyrst og fremst að vera boðberar okkar kristnu trúar, það svar nægir mér.“ Betri kjör prestanna bæta hag kirkjunnar Hver eru helstu vandamál íslensku þjóðkirkjunnar og hvaða úrlausnarefni eru brýnust? „Ég tel, eins og ég sagði, að helsta vandamálið sé kjör prestanna og að margt muni breytast ef þeim verður breytt. Skipulag kirkjunnar er rangt og prestar líða fyrir það og þá öll kirkjan. Prestar sækja til þéttbýlisins og hafa líka ástæður til þess. En þau eiga að hafa möguleika á að efla starfsgleði sína í hinum litlu prestaköllum úti um land- ið. Kirkjan á að bera virðingu íyrir starf- inu þar svo prestar geti unað þar. Prest- ar eru merkileg stétt, þau kunna ýmis- legt sem engir aðrir kunna, þau eru alls staðar úti um landið og þetta er ómetanlegt. Eins og menntun þeirra er háttað vantar samt ýmsa félagsþætti í hana og það þarf að bæta, annað hvort með breyttu námi í guðfræðideildinni eða skipulegri símenntun sem þarf alla vega að koma á. Með henni læra prest- arnir betur að svara hinum ýmsu spurningum daglegs lífs sem fólkið í söfnuðunum þarf að fá svör við. Fólk verður að geta fundið uppsprettu trúar- innar hjá kirkjunni og fá þar kraft til daglegs lífs. Kirkjan er í fjötrum hefð- anna og hún heldur sér allt of mikið í því að vera „hefðakirkja“. Nú þarf að snúa við blaðinu og gera hana að meiri „starfskirkju". Við þurfum að halda áfram. Því fer fjarri að ég sé að segja að kirkjan sé óalandi og óferjandi, en margt sem gerist í kirkjunni er óalandi og óferjandi og ef hún ekki athugar gang sinn getur margt farið illa. Kirkjan verður að mæta þeim á nýjan hátt sem hún hefur hingað til vanrækt, einkum konum. Hún þarf að vekja máls á stöðu kvenna, ekki bara innan kirkjunnar, heldur i þjóðfélaginu öllu. í ritningar- versum og bænum hefur kirkjan hingað til ekki ávarpað konur nema fjarska lítillega. í Biblíunni, einkum í bréfum Nýja testamentisins, eru áheyrendur og lesendur oftast ávarpaðir sem „bræður". Það er hins vegar deginum ljósara að þessir textar eru ætlaðir báðum kynj- um. Orð eru svo máttug. Þegar alltaf er talað í karlkyni, þar með að kirkjufólk er alltaf ávarpað í karlkyni, þá hefur það gífurleg áhrif. Þetta málfar ýtir undir þær hugmyndir að karlar séu æðri en konur. Þettar eru hlutir sem við verðum að horfast í augu við og taka alvarlega. Ég vil að kirkjan kvenkenni Guð, jafnframt því sem hún karlkennir hann. Margt fólk segir að þetta skipti engu máli, að Guð sé yfir það hafinn að vera karl- eða kvenkenndur. En það segir að það skipti ekki máli svo lengi sem við bara tölum um Guð í karlkyni. Ef þetta skiptir raunverulega ekki máli þá ætti þetta fólk eins að geta sætt sig við að talað sé um Guð i kvenkyni. Það er einfaldlega ekki rétt að þetta skipti ekki máli. í Kvennakirkjunni segjum við „hún Guð“. Ég veit að þetta biýtur allar mál- fræðireglur, en ég kann ekki aðrar leiðir til að koma þessu til skila. Við tölum þannig um þrenninguna að hún sé Guð sem skapar, Guð sem frelsar og Guð sem helgar." Er opin og víðfeðm þjóðkirkja í þeirri hættu að taka ekki afstöðu til mála og bjóða heim sífelldum málamiðlunum? „Ég spyr: „Hver á að móta skoðanir og stefnumál kirkjunnar? Eiga að vera til einhver apparöt sem gefa út yfirlýsingar um hvað kirkjunni finnst í hinum ýmsu málum?“ Ég tel að svo eigi ekki að vera nema þá á mjög hógværan máta. Ég er ekki að segja að innan kirkjunnar eigi að ríkja tóm lognmolla í skoðanaskipt- um. Mér íinnst að kirkjan ætti að efna til umræðu um þau mál sem eru í deigl- unni og þarf að ræða í þjóðfélaginu og Fólk verður að geta fundið uppsprettu trúarinnar hjá kirkjunni ogfá par kraft til daglegs lífs.

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.