Bjarmi - 01.06.1997, Síða 7
Kirkjan ætti að efna til umræðu um pau mál sem
eru í deiglunni og parfað ræða í pjóðfélaginu og
hvetja pannig fólkið til að mynda sér skoðanir út frá
kjarnaatriðum kristinnar trúar.
hvetja þannlg fólkið til að mynda sér
skoðanir út frá kjarnaatriðum krist-
innar trúar. Kirkjan verður að hvetja
fólk til þess að lifa trú sina. En til þess
að við getunr lifað trú okkar verðum við
að hafa skoðun á því hvað það er sem
við ætlum að hafa sem leiðarljós í trú
okkar. Allar manneskjur eru mikil-
vægar. Skoðanir okkar allra eru mikil-
vægar og við megum ekki gera mismun
á þeim sem eiga að fá að segja og þeim
sem ekki eiga að fá að segja. En auð-
vitað er þetta miklu erfiðara verk heldur
en að setja upp apparöt sem segja:
„Þetta skal vera skoðun kirkjunnar." “
Hvert er hlutverk leikmanna og
leikmannahreyjlnga að þínu mati?
„Ég var sjálf í KFUK á ákaflega merki-
legum tímum. Það er sumt sem ég er
ekki sammála núna en það gerir ekkert
til. Til dæmis þótti það ekki gott að við
færum í bíó, en þetta er smáræði hjá
öllu því góða sem okkur var kennt. Það
var í KFUK sem ég heyrði þetta óendan-
lega mikla fagnaðarerindi að Jesús er
upprisan og lífið og það hef ég aldrei
efast um, aldrei nokkurn tíma. Leik-
mannahreyfingar innan kirkjunnar eru
gullinu dýrmætari og ég tel að það væri
gott íyrir kirkjuna og vonandi fyrir félög-
in að þær tengdust meira og á beinni
hátt starfi kirkjunnar. Það væri æskilegt
ef starf KFUM og K væri tengt söfn-
uðum, kirkjunni í viðkomandi hverfi.
Við ættum að starfa saman sem eitt aíl
eftir þvi sem okkur er unnt. En sé það
ekki unnt, eins og til dæmis sýnir sig í
þvi að sumar hreyfingar vilja fara úr
Þjóðkirkjunni, þá finnst mér að þær eigi
að fara í stað þess að reyna að semja sig
að einhverju sem þær vilja ómögulega
semja sig að. Þá geta þær fengið sitt
frelsi og við skulum virða það frelsi.
Hefur íslenska þjókirkjan einhverju
hlutverki að gegna við boðun kristinnar
trúar meðal annarra þjóða?
„Ég hef svo afskaplega lítið umgengist
fólk af öðrum trúarbrögðum og það litla
sem ég hef gert það þá hef ég ekki verið
að reyna að hafa nein áhrif á trú þess.
En ég þekki marga kristniboða sem
hafa farið til dæmis til Eþíópíu og
þekkja þessa sýn. Þau vita hvemig á að
mæta þessu fólki. Þau sjá og vita að
heiðindómurinn fjötrar þetta fólk. Ég
tek fullt mark á þvi sem kristniboðarnir
segja um fjötra heiðninnar og treysti
þeim til að vinna þetta verk.“
Hvemig þjóðkirkju vilt þú sjá við upphaf
nýrrar aldar?
„Ég vil sjá Þjóðkirkju sem hjálpar okkur
til að nota trú okkar í daglegu lífi og ég
tel að til þess þurfum við að opna kirkj-
urnar og að greiða prestunum betri veg
til hamingju í starfi sínu.“