Bjarmi - 01.06.1997, Page 8
„Eg vil sjá þróttmilcla
þjóðlcirlcjn sem lifir í
góðri sátt við þjóðina"
Rætt viö sr. Gunnar Kristjánsson
Gunnar Kristjánsson er prestur
á Reynivöllum í Kjós og próf-
astur í Kjalarnessprófasts-
dæmi. Hann var fyrst beðinn að segja
svolítið frá sjálfum sér.
„Ég hef búið hér á Reynivöllum í tæp
nítján ár ásamt konu minni Önnu M.
Höskuldsdóttur, kennara, og Höskuldi
stjúpsyni mínum, sem nú er reyndar
farinn að búa annars staðar. Ég fæddist
á Seyðisfirði 18. janúar 1945 þar sem
foreldrar mínir bjuggu um skeið vegna
starfs föður míns en hann var skipstjóri.
Móðir mín heitir Emma Guðmundsdóttir
en faðir minn hét Kristján Gunnarsson;
hann lést vorið 1969, þá var ég langt
kominn i guðfræðinámi við Háskóla
íslands.
Ég lauk guðfræðiprófi haustið 1970
og fór þá til framhaldsnáms við Boston
háskóla i Bandarikjunum, þar lauk ég
mastersprófi í trúfræði vorið 1971, var
síðan um tíma óvígður aðstoðarprestur i
lútherskum söfnuði í Minnesota. Ég
vígðist til Vallanessprestakalls haustið
1971 og þjónaði þar í fjögur ár, auk
þess hafði ég aukaþjónustu á Seyðisfirði
í tvö ár. Því næst bjuggum við í Þýska-
landi í þrjú ár þar sem ég skrifaði
doktorsritgerð á sviði kennimannlegrar
guðfræði um trúarleg viðhorf í Heims-
ljósi Halldórs Laxness. Ég var einnig
sóknarprestur í hálft ár í litlum bæ milli
Lúbeck og Hamborgar. Við ferðuðumst
mikið á þessum Þýskalandsárum, sótt-
um margar ráðstefnur og námskeið og
áttum þama verulega góð ár. Við kom-
um að Reynivöllum haustið 1978 og þar
höfum við verið síðan og kunnað vel við
okkur."
Alltaf verið trúhneigður
Hvemig vaknaði trúaráhugi þinn?
„Mér er sagt að ég hafi alltaf verið afar
trúhneigður og ekki var uppeldið til að
spilla fyrir. Svo bjó ég i bemsku nálægt
KFUM-húsinu í Laugarneshverfinu í
Reykjavík og fór að sækja þar fundi níu
ára og sótti þá eins og aðrir strákar í
hverfinu af miklum áhuga. Ég varð
síðar sveitarstjóri í KFUM og starfs-
maður í Vatnaskógi í þrjú heil sumur.
Ég sótti fundi í KSS ámm saman og var
þar í stjórn um tíma, einnig var ég
formaður Kristilegs stúdentafélags.
Þegar ég hóf nám í guðfræðideild
haustið 1965 fjarlægðist ég þessi félög
og yfirgaf þau alveg á fyrstu árum
mínum í guðfræðideildinni. Ástæður
vom sjálfsagt margar. Sá guðræknisstill
sem þar var iðkaður féll mér ekki en
það sem vó þó þyngst á metunum var
persónulegs eðlis. Það var alvarlegur
sjúkdómur yngri bróður míns sem vakti
sífellt þyngri og þyngri spurningar um
trú og tilgang í huga mínum. í ljósi
þessarar reynslu virtist mér guðfræðin á
Amtmannsstígnum heldur innhverf og
fjarlæg hinum trúarlegu spurningum
eins og þær koma fram í lífi fólks.“
Hvers virði er trú þín þér og hvemig
rækirðu hana?
„Trúin er svarið sem ég leitaði að við
spurningunni um tilgang. Hún veitir
mér hugrekki til að lifa og takast á við
lífið og styður mig til þess að horfast í
augu við hinar þungu spumingar lífsins
sem prestar verða oft að glíma við í
starfi sínu og í sínu eigin lífi eins og
aðrir.
Trúin er svarið sem ég leitaði að við spurningunni
um tilgang, hún veitir mér hugrekki til að lifa og
takast á við lífið.