Bjarmi - 01.06.1997, Page 10
Hvert er gildi upprisu Jesú í kristinni
trú? Hvemig getur kirkjan mætt
syrgjendum og dauðvona með þann
boðskap á tímum þegar dulhyggja,
spíritismi og miðilsfundir virðast standa
mörgum næst?
„Upprisan er megintákn í kristinni trú
ásamt krossinum. Hún er tákn vonar-
innar fyrir manninn, þeirrar vonar sem
nær út yfir gröf og dauða, en hún er
viðtækt tákn um vald Guðs yfir dauðan-
um í hvaða mynd sem hann birtist okk-
ur. Á tímum dulhyggju og spíritisma á
upprisan ekki greiða leið að hugarheimi
manna, hún stangast á við þá tvíhyggju
sem þetta tvennt byggist á. Munurinn
er talsverður guðfræðilega skoðað en ég
skal ekki segja hver hann er í hugum
þeirra sem velta hlutunum lítið fyrir
sér. Kjami málsins fyrir þeim er vafa-
laust sá að maðurinn lifi eftir dauðann.
Kirkjan má hins vegar ekki vanrækja
dulúðina, það verður til þess að þörf
manna fyrir dulúð og dulhyggju, sem á
sér langa hefð í kirkjunni, finnur sér
farveg utan hennar.“
Kirkjan á að vera
skapandi og mótandi
Hver eru helstu vandamál islensku
þjóðkirkjunnar ná um stundir og hvaða
árlausnarefni eru brýnust í því
sambandi?
„Kirkjan á við mörg vandamál að stríða
um þessar mundir en þau er mönnum
misjafnlega augljós; sumum finnst sjálf-
sagt allt í besta lagi. Ég hef verið prest-
ur í kirkjunni í um það bil aldarfjórðung
- vel að merkja allan tímann sem
sveitaprestur - og hef alltaf litið svo á að
kirkjan væri stöðnuð og í þörf fyrir
mikla endurnýjun og endurskipulagn-
ingu. Það gildir einkum um þrjú svið:
Skipulagslega er hún áratugum á eft-
ir. Sóknir jaðra við að vera mannlausar
sums staðar og prestaköll eru sum
alltof fámenn eða alltof fjölmenn. í öðru
lagi er kirkjan hugmyndafræðilega á
eftir, hún hefur ekki verið í sambandi
við menningarlífið í landinu sem skyldi
og hefur þar litla sem enga forystu og
skapandi listamenn eða þjóðfélagslegir
hugsjóna- og umbótamenn vænta sér
sjaldnast neins af kirkjunni og þá ekki
heldur af kristinni trú; heimspekin hef-
ur átt greiða leið inn á það svið sem
kirkjan sinnti ekki eins og henni bar. í
þriðja lagi er guðræknistíll kirkjunnar,
helgihald og hugtakanotkun í þörf fyrir
endumýjun."
Nær kirkjan til samtíðarinnar eða er hún
íJjötrum hefða, sbr. vaxandi fjölda
annarra trúfélaga?
„Ekki er auðvelt að svara því hvort
kirkjan nær til samtíðarinnar; í sumum
tilvikum gerir hún það mjög vel og jarð-
vegur er fyrir boðskap hennar, starf og
þjónustu enda er safnaðarstarf víða
mjög líflegt og margir söfnuðir hafa frá-
bæra starfsaðstöðu. En hins vegar má
einnig sýna fram á að boðunin nái ekki
sem skyldi til samtiðarinnar, við höfum
vanrækt prédikunina skelfilega og einn-
ig helgisiðina sem oft eru formið eitt.
Fjölmiðlaheimurinn er kirkjunni ennþá
ótrúlega framandi heimur. Þannig
mætti lengi telja. Sem prestur er ég hins
vegar sannfærður um að kirkjan flytur
erindi sem fólk þráir.“
Er íslenska þjóðkirkjan salt í þjóðlífinu
eða hefur saltið dofnað?
„Því miður verð ég að svara á þann veg
að hún er ekki það salt sem seltir né
það súrdeig sem sýrir allt deigið, af
henni geislar sjaldan skapandi kraftur
eða smitandi lífsgleði, hún hefur lítil
sem engin áhrif á þjóðmálaumræðuna
og þegar hún gerir það er það oft með
vafasömum hætti; sjáðu t.d umræðuna
um Spaugstofuna.“
Er opin og „viðfeðm“ þjóðkirkja í þeirri
hættu að taka ekki afstöðu til mála og
bjóða heim sífelldum málamiðlunum? Er
hún kirkja á forsendum fagnaðar-
erindisins eða sóknargjaldanna?
„Opin og víðfeðm þjóðkirkja er í sam-
ræmi við mína kirkjuhugsun. íslenska
þjóðkirkjan er samofin íslensku þjóðlífi
og hefur greiðan aðgang að því. En
þannig kirkja á sér aðra hlið sem við
höfum vanrækt og sú hlið er hin skap-
andi og mótandi kirkja sem hefur hug-
rekki til að ganga til samtals við sam-
tíma sinn, sem telur sig hafa þann boð-
skap að flytja sem ætti að móta mót-
endur samfélagsins, háa sem lága.
Kirkjan á aðeins að hafa eina forsendu
fyrir starfi sínu og það er fagnaðar-
erindið. Framhaldið ræðst af þvi hvemig
hún rækir það.“
Hvert er hlutverk leikmanna og
leikmannahreyfinga í kirkjunni að þínu
mati?
„Hlutverk leikmanna er mjög mikilvægt
og ég hef verið eindreginn baráttumaður
fyrir auknu starfi leikmanna í kirkjunni
alveg frá því ég kynntist þeim hlutum
erlendis þar sem ég hef starfað. En hér
hefur þetta oft farið út í umræðu um
völd og það er sorglegt. Leikmenn eiga
að hafa mikil áhrif og völd og stórt verk-
svið en þeir eiga ekki að ráða yfir prest-
unum, þeir eiga ekki að segja leiðtoga
safnaðarins hvernig hann á að boða
orðið eða leiða söfnuðinn. Hér þurfum
við að þjálfa okkur betur í samvinnu.
Leikmannahreyfingar ættu að vera sem
öflugastar.“
Hefur íslenska þjóðkirkjan einhverju
hlutverki að gegna við boðun kristinnar
trúar meðal annara þjóða?
„Já, miklu hlutverki. Það er sannfæring
mín að ríkar þjóðir eins og íslendingar
eigi að miðla af ríkidæmi sínu. Við
eigum að vera gjörendur orðsins hvar
sem við höfum tækifæri til og stuðla að
boðun trúarinnar, að fræðslu og líknar-
starfi, að baráttu fyrir mannúð og
mannréttindum meðal annarra þjóða
eftir þvi sem við framast getum."
Hvemig þjóðkirkju vilt þú sjá við upphaf
nýrrar aldar?
„Ég vil sjá þróttmikla þjóðkirkju sem
lifir í góðri sátt við þjóðina og býður
henni upp á fjölbreytt safnaðarstarf; ég
vil sjá þjóðkirkju sem sýnir í verki skap-
andi og litríkt, kristið samfélag og miðl-
ar í orði og verki boðskap trúarinnar
um nýtt líf, nýjan tilgang og nýtt sam-
félag. Þetta er draumsýn en að henni
ber að keppa."
Kirkjan á aðeins að hafa eina forsendu fyrir starfi
sínu og pað er fagnaðarerindið. Framhaldið ræðst af
þvíhvernig hún rækir pað."