Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 11

Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 11
„Kirkjan þarf að laera að gefa, fórna" Rætt við sr. Karl Sigurbjörnsson Karl Sigurbjörnsson er prestur í Hallgrímskirkju í Reykjavík. Hann var fyrst beðinn að segja svolítið frá sjálfum sér. „Ég er fæddur í Reykjavík 5. febrúar 1947, sjötti í röð átta systkina. Foreldrar mínir eru Magnea Þorkelsdóttir og Sigurbjörn Einarsson sem var kennari við guðfræðideild Háskólans þegar ég man fyrst eftir mér. Hann sinnti auk þess talsverðri prestsþjónustu sem íyrr- verandi prestur í Hallgrímssókn og af- leysingum; er það mikilvægur þáttur í bernskuminningum mínum. Kona mín er Kristín Guðjónsdóttir, bankastarfsmaður, frá Móhúsum á Stokkseyri. Við giftumst árið 1970 og eigum þijú böm, Ingu Rut, sem stundar nám við Kennaraháskólann, Rannveigu Evu, sem vinnur við gestamóttöku á hóteli, og Guðjón Davíð sem er á íyrsta ári í i'ramhaldsskóla." Trúin er ómissandi Hvemig vaknaði trúaráhuginn? „Helgar athafnir, giftingar og skirnir í litlu stofunni á Freyjugötu 17 voru hluti af hrynjandi daganna. Foreldrar okkar ólu okkur upp í „guðsótta og góðum sið- um“ - trúariðkun í formi borðbæna og kvöldbæna, biblíusögum, og kirkjuganga á sunnudögum var ómissandi sem og fundir í KFUM á sunnudagseftirmiðdög- um. Allt er þetta veganesti úr bernsk- unni sem hefur fylgt mér síðan. í raun- inni var trúaruppeldi mitt og þroski fremur áfallalítill og án stórkostlegs uppgjörs. Vissulega hefur maður gengið í gegnum krísur og átt sínar Jakobs- glímur og enn og aftur uppgötvað og þreifað á að Guð er trúr og auðugur að miskunn.“ Hvers virði er trú þín þér og hvemig rækirðu hana? „Trúin er ómissandi fyrir mér. Ég get ekki ímyndað mér líf án trúar. Þó er það ekki trú mín, sem skiptir mig mestu, heldur Drottinn. Hann er trúr. Trú er umfram allt það að þiggja náð Guðs, orð hans til leiðsagnar, og þiggja hand- leiðslu hans. Trúin er líka samfélag, samfélag við Guð og náungann. Trú er ekki það að hafa allt á hreinu, kunna réttu svörin, eiga réttu ráðin. En vita og treysta hvar það er að finna. Mér eru líka mikilvæg orð Jesú vlð Símon Pétur; Ég hef beðið fyrir þér að trú þín þrjóti ekki. Að vera borinn á bænarörmum er undursamleg náð. Ég finn mig líka bor- inn á bænarörmum góðs fólks og trúar- samfélags kirkjunnar. Ég leitast við að byrja hvern dag snemma með lestri Guðs orðs, gjaman samkvæmt lesskrá Biblíufélagsins, og eins eða fleiri Davíðssálma. Ég rejmi að lesa þá með það í huga að ég heyri þar lifandi rödd lifandi Guðs og lifandi fólks sem notið hefur vináttu hans og sam- íylgdar. Davíðssálmar hafa verið bæna- bók Guðs lýðs um árþúsundir, Jesús bað þá við móðurkné og kirkjan hans á öllum tímum sækir þangað styrk, leið- sögn, áminningu og ómælda huggun svo þar finnum maður sig í þessu sam- félagi trúarinnar. Eins er um tíðagjörð- ina sem er mér einnig mikilvæg. En ég leyni því ekki að það er ekkert einfalt, stundum jafnvel þó nokkuð flókið mál að halda uppi reglulegu bænalífi.“ Hvenær og hvers vegnafórstu að sinna kirkjulegum málefnum? Hvenærfórstu að axla ábyrgð í kirkjunni? „Ég sogast inn í þetta að vissu leyti. Ég ætlaði mér aldrei að verða prestur; taldi mig alls ekki mann til þess. Veigamikil ástæða fyrir því að ég ákvað að fara í guðfræði var að ég dvaldi sem skipti- nemi í Bandaríkjunum í eitt ár og kynntist þar frábærum prestum. Ég kynntist mjög lifandi kirkju þar sem þjónustan var í fyrirrúmi og ég varð þátttakandi í starfí hennar. Þama vakn- aði löngun til að þjóna kirkjunni. Ég fann köllun til að þjóna lúrkjunni og fór í guðfræðideildina að loknu stúdentsprófl árið 1967 og lauk prófi í janúar 1973. Ég var prestsvígður 4. febrúar sama ár til Vestmannaeyja. Ég get ekki ímyndað mér lífán trúar. Þó er pað ekki trú mín, sem skiptir mig mestu, heldur Drottinn.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.