Bjarmi - 01.06.1997, Side 12
Þaðan fór ég tll Hallgrímssafnaðar, árlð
1975.“
Hvers vegna gefurðu kost á þér til
biskupsembættis?
„Ég gekk til þjónustu við kirkjuna og
ann henni og hef notið margs af hennar
hálfu. Ég hef fundið i vaxandi mæli
væntingar til þess að ég gefi kost á mér
til þessa þjónustuhlutverks í kirkjunni
og álít það skyldu mína að bregðast
þeim ekki. Ég gef ekki kost á mér vegna
þess að ég telji mig hafa einhverja yfir-
burði. Ég tel reyndar ekki að það sé
fyrst og fremst sterkur leiðtogi sem
kirkjan þarf á að halda. Það eru ótal
góðir hlutir að gerast innan kirkjunnar
og við þurfum ekki að bíða eftir biskupi
til að framkvæma þá. Biskupinn, eins
og hver annar prestur, er kallaður til að
boða orðið, veita sakramentin, annast
sálgæslu, rannsaka ritningarnar og
biðja fyrir söfnuðinum. Þessir þættir
skipta meginmáli í þjónustunni."
Þjónandi kirkja
Hvaða málum vilt þú helst vinna
brautargengi ef þú verður biskup og
hvemig ætlar þú að koma þeimfram?
„Ég tel að mikilvægasta þjónusta kirkj-
unnar í samtímanum sé að vera biðj-
andi, boðandi og þjónandi. Þjónandi
kirkja leitast við að þjóna náunganum í
kærleika, að láta trúna bera ávexti í
verkum daglegs lífs í líknarþjónustu.
Meginhlutverk hennar er ekki að við-
halda sér sem stofnun, veija hagsmuni
sína í kerfinu, heldur að þjóna þeim
sem Kristur kom til að þjóna og gefa líf
sitt í sölurnar fyrir. Kirkja, sem tekur
ekki mark á skyldu sinni við að líkna
þjáðum hér og annars staðar, man ekki
eftir sínum minnsta bróður, bregst.
Líknarþjónusta er hluti af eríndi kirkj-
unnar. Hún er ekki alltaf Ijós í velferðar-
kerfi okkar hér á landi. Lúthersk kirkja
hefur lagt höfuðáherslu á samfélagslegar
skyldur, samhjálp og velferð. Kirkjan
verður að halda ríkisvaldinu við efnið í
þessum efnum. Nú stöndum við frammi
fyrir því að þrengt er að lítilmagnanum.
Hér þarf kirkjan að áminna og brýna
samfélagið og vera duglegri og djarfari
að koma til aðstoðar og hjálpar þar sem
vegið er að fólki. Sama er að segja um
kristniboð og hjálparstarf meðal fátæk-
ari þjóða. Hjálparstofnun kirkjunnar
vinnur mjög merkt starf en er alltof
veik. Þetta þarf að verða miklu öflugri
þáttur í lífi kirkjunnar. Kirkjan þarf að
læra að gefa, fórna. Við erum allt of
bundin af því að miðla fé sem er ósýni-
legt og kemur ekki frá okkur sjálfum.
Raunveruleg kærleiksþjónusta á sér
stað þegar maður finnur til.
Við þurfum að horfast í augu við að
við erum fólk á ferð. Við þurfum að ná
niðurstöðum um ýmsa vandasama
hluti. Ég vil stuðla að því að sú sam-
ræða fari fram innan kirkjunnar og á
milli kirkjunnar og samfélagsins sem
hún er hluti af. Ég held að það sé far-
sælt að leita sameiginlegra lausna og
niðurstöðu. Ég vil stuðla að því að
byggja brýr þar sem gjár eru á milli
hópa manna og einstaklinga. Á tímum
þegar æ fleiri missa sjónar á tilgangi
lífsins hefur kirkjan mikið verk að vinna
að ræða við samtíma sinn um það sem
máli skiptir og miðla með veru sinni, orð-
um og verki, trú á lífið og lífi í trúnni."
Hver er kjami kristinnar trúar að þínum
skilningi?
„Það er Jesús Kristur, krossfestur og
upprisinn.“
Hvert er kennivald Biblíunnar í trúar- og
siðferðisefnum að þínu áliti?
„Hún er Guðs heilög ritning, orð Guðs
til mannanna. Hún flytur okkur lögmál
og fagnaðarerindi. Hún er mælistikan í
siðferðisefnum. Umfram allt er hún
vitnisburður um Krist. Við lesum Biblí-
una með honum, í anda hans.“
Jesús sagði að hann væri vegurinn
sannleikurinn og lífið og að enginn kæmi
tilföðurins nemafyrir hann. Emfleiri
leiðir til hjálpræðis en trúin á hann?
Hvað um önnur trúarbrögð?
„Guð hefur lagt lögmálið í brjóst mann-
anna. Hann er alls staðar að verki í
mannlífinu. Orðin, „Ég er vegurinn,
sannleikurinn og lífið, enginn kemur til
föðurins nema fyrir mig“, má upplifa
sem lokandi orð en einnig opnandi sem
ljúka upp vegna þess að við finnum lög-
málið og lögmálsleiðina í öðrum trúar-
brögðum sem ekki er fær. Kristur kem-
ur með friðþægingu, sáttargjörð, fyrir-
gefningu syndanna og lýkur upp dyrun-
um til föðurins. Skylda okkar er að
boða og vera náunganum Kristur. Okk-
ur ber skylda til að boða hann um allan
heim sem veg til lífsins. Kristur er veg-
urinn, dyrnar. Hins vegar er það ekki
okkar að dæma hverjir verða hólpnir og
hverjir ekki. Skylda okkar er að boða.“
Hvert er gildi upprisu Jesú í kristinni
trú? Hvemig getur kirkjan mætt
syrgjendum og dauðvona með þann
boðskap á tímum þegar dulhyggja,
spíritismi og miðilsfundir virðast standa
mörgum næst?
„Sé Kristur ekki upprisinn, „þá er ónýt
prédikun vor og ónýt líka trú yðar“, eins
og Páll postuli segir. Kirkjan stendur og
fellur með því. Allt atferli hennar og líf
er meiningarlaust án upprisu Jesú
Krists. Það er ekkert nýtt að kirkjan eigi
undir högg að sækja með fagnaðar-
erindið. Orð krossins hefur alltaf verið
hneyksli og heimska.
Boðun upprisunnar og fagnaðarerind-
isins nær aldrei árangri ef orðið nær
ekki tökum á manni. Ástæða þess að
fólk laðast að spíritisma og þess háttar
er sú að það vantar á leiðsögnina og
fordæmi hins krístna manns. Menn eru
allt of uppteknir af þvi að leita að tung-
um manna og engla og trú sem færir
fjöll úr stað. En það sem vantar er hin
ágætari leið, að lifa kærleika Krists."
Hver em helstu vandamál islensku
þjóðkirkjunnar nú um stundir og hvaða
úrlausnarerefni eru brýnust í því
sambandi?
„Kirkjan á við ótal vandamál að stríða.
Við getum lesið bréfin til allra sjö safnað-
anna í Opinberunarbókinni og fundið
ýmislegt sem hittir beint í mark og á við
kirkjuna á íslandi. Hún er örugglega allt
of makráð og værukær og saltið í henni
hefur dofnað. Hún tendrar ekki og eldur-
inn í henni er kulnaður. En samt er
margt gott að gerast þar. Það er t.d.
mikill fjöldi fólks sem vill hlúa að henni.
Ég tel að mikilvægasta pjónusta kirkjunnar í sam-
tímanum sé að vera biðjandi, boðandi og pjónandi.