Bjarmi - 01.06.1997, Qupperneq 14
I
„Dreifa þarf valdi
biskups"
Rætt við sr. Sigurð Sigurðarson
Sigurður Sigurðarson er vígslu-
biskup í Skálholti. Hann var
íyrst spurður um uppruna sinn
og bakgrunn.
„Ég heiti Sigurður Sigurðarson og er
fæddur í Hraungerði í Flóa 30. maí
1944. Foreldrar mínir voru sr. Sigurður
Pálsson, sem þá var prestur þar, og
Stefanía Gissurardóttir. Ég er það
fimmta af sjö bömum þeirra. Ég var tólf
ára gamall þegar við íluttumst að Sel-
fossi, þar sem ég ólst upp eftir það. Ég
er alinn upp við mikla trúrækni á
bemskuheimili mínu og því kom það af
sjálfu sér að maður leiddi hugann að
Guði. Þegar ég var um það bil níu ára
gamall þurfti ég að takast á við mjög
alvarlegar samviskukvalir. Ég taldi mig
hafa breytt rangt og bað Guð að íyrir-
gefa mér en smám saman varð mér
erfiðara og erfiðara að biðjast fyrir,
þangað til ég leitaði með þetta til móður
minnar, sem sagði mér að það væri rétt
að leita fyrirgefningar Guðs en ég yrði
líka að sættast við mennina. Ástæður
þessara samviskukvala læt ég liggja
milli hluta en í þeim hlaut ég ákveðinn
trúarþroska sem ég hef búið að.
Sem unglingur aðstoðaði ég föður
minn við safnaðarstarf á Selfossi og lít
svo á að þá hafi ég farið að sinna kirkju-
legum málum. Ég varð stúdent frá MR
1965 og fór þá í guðfræðideildina. Árið
1971 útskrifaðist ég þaðan og sótti um
Selfossprestakall sem þá var að losna.
Þar hlaut ég kosningu og var vigður 19.
desember sama ár. Ég þjónaði Selfoss-
prestakalli óslitið í tuttugu og tvö ár að
því undanskildu að ég fór utan til náms
1980-’81. Árið 1994 varð ég vígslu-
biskup í Skálholti. Eiginkona mín er
Arndís Jónsdóttir kennari og eigum við
tvö böm, Stefaníu og Jón Magnús."
Mörg hæf biskupsefni
Hvers virði er trúin þér og hvemig
rækirðu hana?
„Mér finnst erfitt að hafa mörg orð um
það. Allan minn starfsferil hef ég starfað
sem prestur og maður skyldi ætla að
trúin sé manni nokkurs virði. Ég gæti
ekki hugsað mér lífið án trúarinnar. Ég
ræki trúna íyrst og fremst í helgihaldi
kirkjunnar og svo gleymi ég ekki að lesa
bænirnar mínar.”
Hvers vegna gefurðu kost á þér?
„Fyrst og fremst vegna þess að til mín
hafa komið ýmsir aðilar og farið þess á
leit við mig. Mér er það hins vegar full-
ljóst að það em afar margir prestar og
guðfræðingar í kirkjunni sem gætu tek-
ist á við þetta embætti og miklu fleiri en
við sem nefnd emm til sögunnar í þessu
biskupskjöri."
Biskup sem ræður of
miklu verður eins konar
páfi
Hvaða kostumjinnst þér að biskup ætti
að vera búinn?
„Meginhlutverk biskupsins hlýtur að
vera fólgið í þvi sem Jesús sagði við Pét-
ur, að leiða hjörðina. Biskupinn verður
að stuðla að friði og einingu innan
kirkjunnar. Meðal annars á það að koma
fram í prédikun hans. Það er ekki svo
lítið hlutverk þvi við stöndum frammi
fyrir því sama hér og annars staðar í
heiminum að kirkjan hér er ekki svo
mikið að klofna í aðrar deildir heldur er
hún að sundrast.
Kirkjan verður að taka alvarlega á
skipulagsmálum sínum. Þar er af mörgu
að taka. Fýrir mig er nærtækast að nefna
að ég sit hér í Skálholti sem vígslu-
biskup. Sú biskupsstaða er í raun mála-
miðlun sem gerð var á sínum tíma milli
þeirra sem vildu skipta biskupsdæminu
í þrennt og þeirra sem ekki vildu skipta
þvi í þrennt. Útkoman er eitt biskups-
dæmi en þrír biskupar. Ég tel það skipta
miklu máli fyrir kirkjuna að þessi
biskupsembætti verði öll samvirkari en
verið hefur, hvort sem við skiptum
Meginhlutverk biskupsins hlýtur að vera fólgið í pví
að leiða hjörðina.