Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.06.1997, Page 17

Bjarmi - 01.06.1997, Page 17
Margrét Salvör Sigurðardóttir, Sigurður Bjarni Gíslason og Heiðrún Kjartansdóttir. KRUNG hefur hist vikulega frá því í haust. Hvað er hér á ferðinni? Mér lék for- vitni á að vita hvers konar hópur KRUNG væri og bað þrjá meðlimi hópsins, þau Sigurð Bjarna Gíslason, Margréti Salvöru Sigurðar- dóttur og Heiðrúnu Kjartansdóttur, að sitja fyrir svörum. Fyrir hvað stendur KRUNG? KRUNG er skammstöfun fyrir kristni- boðsferð unga fólksins. Þetta er hug- mynd sem kemur frá Sambandi ís- lenskra kristniboðsfélaga með Kjartan Jónsson í broddi fylkingar. Síðastliðið haust var auglýst eftir fólki á aldrinum 18-25 áura sem hefði áhuga á að fara til Kenýu í ágúst 1997. Spennandi tilboð sem erfitt var að sleppa. Hvað er spennandi viðferð af þessu tagi? Sigurði Bjama flnnst framandi að fara til Afríku og viðurkennir að ferðin væri ekki jafn spennandi ef farið væri til Innlit til Noregs eða annars lands sem er áþekkt íslandi. Honum og Margréti Salvöru finnst spennandi að fara og upplifa allt það sem þau hafa eingöngu heyrt um hingað til, fá að sjá með eigin augum lífið í Afríku. Heiðrún er nú kunnugri líflnu þar úti. Hún hefur búið þar í 12 ár ásamt foreldrum sínum sem eru kristniboðar. Hennar svar er á þessa leið: Mig langar til að fara heim, og mér finnst spennandi að taka þátt í kristni- boðinu með heimamönnum. Hver er tilgangurinn meðferðinni? Að taka þátt í kristniboði. Við munum fara með heimamönnum til staða þar sem Guðs orð hefur ekki heyrst áður, við fáum að taka þátt í frumheijastarfi. Eins kynnumst við starfinu sem nú þegar er í gangi og að sjálfsögðu landinu sjálfu. í þessa ferð fara tíu ungmenni ásamt fararstjórum. Hópurinn hefur verið í ströngum undirbúningi í allan vetur. Þau KRUNG hafa fræðst um grundvöll kristinnar trúar og átt gott samfélag. Þau hafa lært ýmislegt um Kenýa, bæði land og þjóð. Þau hafa fengist aðeins við tungumál heimamanna, swahili, og hafa nú þegar lært að telja upp í tíu og geta sagtjá og nei. Það er vonandi að þau viti við hveiju þau eru að segjajá og nei þegar þau koma út. Svonaferð hlýtur að kosta mikla peninga! Hver borgar brúsann? Við fjármögnum ferðina sjálf. Við erum búin að reyna ýmislegt. Við höfum selt kökur, almanök o.m.fl. Sótt hefur verfð um styrki til ýmissa fyrirtækja og eins var listakvöld með fjölbreyttu efni í apríl. Þetta er mjög mikil vinna og enn er nokkuð í það að endar nái saman. Ferðin stendur yfvr í þrjár vikur. Hvað Þórunn Elídóttir hlakkar þú mest til varðandiferðina? Margrét Salvör: Að upplifa stemmn- inguna og fólkið. Við sjáum svo oft myndir af kristnum mönnum frá Afríku sem eru svo glaðir. Ég hlakka til að dvelja á meðal þeirra. Heiðrún: Veðrið heillar og fólkið. Ég hlakka mikið til að koma aftur þangað sem ég bjó, sjá alla staðina aftur og dýralífið. Sigurður Bjarni: Að kynnast fólkinu. Ég held að það sé mikill munur á því hversu alvarlega fólk tekur þvi að fylgja Kristi eftir, þar úti og hér heima. Ég vonast líka til að geta tekið þátt í gleði fólksins og hamingju. Eins og fram hefur komið þá er þetta ekki eingöngu skemmtiferð heldur ferð sem hefur tilgang, ferð með tækifæri til að hitta og starfa með kristnum syst- kinum sem eiga annan bakgrunn en sama frelsara. Ég óska KRUNG Guðs blessunar og spyr hvort að það sé eitt- hvað að lokum. Við viljum biðja fólk um að biðja íyrir KRUNG, biðja fyrir undirbúningnum og ferðinni sjálfri. Þau kveðja síðan á swahili og segja: „Kwaheri.” Ég svara að bragði: „Hakuna matata."

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.