Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.06.1997, Side 22

Bjarmi - 01.06.1997, Side 22
Henning Emil Magnússon Hvað varð um allar ... Eflaust áttu allir sér einhverja æskuhetju. Sjálfur átti ég nokkrar. Ég las ævisögu knattspymuhetjunnar Eusibio þrisvar sinnum og eins er til mynd í íjöl- skyldualbúminu þar sem ég skrýðist Supermanbol. Þegar á unglingsaldur er komið er ekki hægt að hylla ofurmenni lengur og margvísleg hálfgoð og gyðjur poppmenningarinnar taka við. Stúlkurnar elska þá, drengirnir likja eftir þeim. Lögmál af þessu tagi eru ríkjandi i unglingamenningunni. Tilbeiðsla unglinganna fer sjaldnast fram í kirkju. Hún á sér frekar stað í tónleikahöllinni, kvikmyndahúsinu eða fyrir framan sjónvarpsskjáinn. En hvænær sleppir hetjudýrkuninni? Erum við að leita að hetjum og hálf- goðum langt fram eftir aldri? Ég er ekki í nokkmm vafa um að við eigum okkur öll einhverjar fyrir- myndir, einhverjar hetjur sem við lítum upp til. Eins er ég hræddur um að við hættum ekki að velja okkur hetjur eftir rótleysi mótunaráranna heldur fýlgi þær okkur fram eftir aldri. Hvað með það? Er það eitthvað til að velta sér upp úr? Hafa þessar fyrirmyndir eitthvað að segja varðandi trúarlíf okkar? Hið hulda líf Einhver skemmtilegasta smásaga, sem ég hef lesið, var hluti af enskunámi mínu á framhaldsskólastigi. „The secret life of Walter Mitty“ eða „Hið hulda líf Walter Mitty“ fjallar um mann sem lifir riku lífi í huganum vegna þess að raun- veruleikinn er átakanlega litlaus. Ef hann sest undir stýri er hann fljótlega farinn að ímynda sér að hann sé stadd- Greinarhöfundur fyrir nokkrum árum. ur í orrustuflugvél í miðri heimstyrjöld og ef hann ekur fram hjá sjúkrahúsi er hann orðinn heimsins besti skurð- læknir. En alltaf er einhver til að koma honum niður á jörðina, einhver sem gefur honum samband við raunveru- leikann á ný. Konan hans biður hann um að hægja á bifreiðinni þegar hann er staddur í miðri kúlnahríð andstæð- inganna, lögregluþjónn bankar á rúðuna um svipað leyti og hann er að skera upp þjóðþekktan milljónamæring og biður hann að koma sér yfir, græna ljósið er fyrir löngu komið. Ég vil ekki saka neinn um að lifa sömu litleysuna og Walter Mitty en kemur ekki fyrir að við leysum taum ímyndunaraflsins og þeysumst út fyrir hversdagslega veggi vinnustaðarins sem orrustuflugmaður eða byltingarhetja þegar ekkert annað fangar athyglina? Við eigum mörg okkar hulda líf líkt og Walter Mitty og líkt og hann berum við okkur saman við óraunhæfar fyrirmyndir. Fyrirmyndin okkar er yfir- leitt lýtalaus. Við viljum feta í fótspor hetjunnar okkar og stundum tekst okkur bara nokkuð vel upp. En yfir i aðra sálma. Áhrif afturhvarfs Þegar einhver tekur trú þá breytist allt. Jesús endurlífgar, gefur tilgang og far- miða á þröngan veg. Hann sjálfur er vegurinn, sannleikurinn og lífið, ekki aðeins einn af mörgum möguleikum, ekki einn sannleikur af mörgum heldur hinn eini sannleikur. Sannleikurinn með stórum staf og ákveðnum greini. Ekki eitthvað loðið og óskilgreint heldur skýrt og greinilegt. Kristnir menn hafa yfirleitt mótaðar hugmyndir um það sem kalla má „sið- ferðilegu hliðina". Það er ákveðin breytni sem tekin er upp við aftur- hvarfið. Þráin eftir að líkjast Kristi og færast nær honum kviknar. Sú breytni stafar ekki af þrá eftir því að vinna ákveðinn verðlaunagrip sem síðar er hægt að sýna til marks um það að mað- ur eigi skilið eilíft líf. Menn eiga ekki eilíft líf skilið. Breytnin markast af því að vera verði keyptur og að vilja þakka fyrir sig án þess að geta greitt fyrir skuldina sem gefin hefur verið upp. „Siðferðilega hliðin“ á að mótast af því sem Kristur hefur gert íýrir óverðugan syndara. Hetjurnar... Það er forvitnilegt að sjá hvernig „sið- ferðilega hliðin" skarast við þær íýrir- myndir sem kristnir velja sér. Oft er mikill munur á þeim jarðvegi sem við sækjum fyrirmyndir okkar og siðferði úr. Það er ekki óalgengt að siðferðið byggist á boðorðunum 10 og fjallræðunni en fyrirmynd- imar komi úr allt annarri átt. Fyrir- myndin er kannski úr síðustu bíómynd- inni, sem viðkomandi sá, eða einhveiju samstofna. í raun má segja að siðferðis-

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.