Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.06.1997, Blaðsíða 24
Karl Jónas Gíslason Lifi ég ekki framar? Eg er krossfestur með Kristi. Sjálfur lifi ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. Lífinu, sem ég lifi nú hér á jörð, lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig“ (Gal. 2,20). í samfélaginu í dag heyrum við mikið talað um að leggja rækt við sinn innri mann, hið innsta „ég“. Spumingin, sem leitað hefur á huga minn um langan tíma, er: Hvert er svar Biblíunnar og Karl Jónas Gíslason er starfsmaður Sambands íslenskra kristniboðsfélaga. kristinnar trúar við þessari leit manns- ins að sjálfum sér? Páll segir: „Ég er krossfestur með Kristi.“ Þessi staðhæfing er sönn og rétt, því ég er í Kristi dáinn því hann dó dauðanum sem ég átti skilið. En þýðir það að ég hætti að vera ég? Er ég þá orðinn algjörlega eitt með Kristi? Er ég ekki lengur til? Alls ekki þvi Páll heldur áfram og segir: „Lífinu, sem ÉG lifi . lifi ÉG.“ Ég lifi. Það er ekki bara Kristur, sem lifir í mér, heldur liíi ég líka sjálfur. Persóna mín, minn innsti maður, er eilíf hvort sem ég lifi með eða án Guðs. Þó Kristur og ég verðum í trúnni eitt, þá leysist ég ekki upp til þess að sameinast guðdóminum. Ég dey ekki svo að „ég“ hætti að vera til. Alls ekki, það var Guð sjálfur sem skapaði mig og mitt „ég“. Hann vill ekki losna við mig. Guð elskar mig og dó íyrir mig. Hann dó ekki til að geta haft samfélag við sjálfan sig heldur til að geta haft samfélag við mig. Hann vill því alls ekki að ég hætti að vera til. Bænin: „Guð, taktu burt „ég-ið“, minn innsta mann, þannig að ég sjálfur hverfi," er röng. Ef Guð tæki „mig" burt, hvern ætti hann þá að elska? Dó Kristur íyrir sjálfan sig? „Elskaðu náungann!“ er eitt af því sem við heyrum oft predikað - eða rétt- ara sagt að við elskum ekki náungann sem skyldi. Getur það verið að mér takist ekki að elska náungann vegna þess að mér tekst ekki að elska sjálfan mig? Jesús sagði ekki: „Elska skaltu náungann meira en sjálfan þig.“ Nei, hann sagði: „Elska skaltu náungann EINS OG sjálfan þig.“ Að vera sjálfs- elskur, eigingjam, er rangt. Já, það er synd. En að elska sjálfan sig er ekki það sama. Getur maður, sem ber enga virð- ingu fyrir sjálfum sér, borið virðingu fyrir öðrum? Það að krossfesta sjálfan sig, gefa sjálfan sig Guði og afneita sjálfum sér hans vegna þýðir ekki að ég eigi að fyrirlíta sjálfan mig! Þvert á móti. Hvernig get ég sett sjálfan mig ofar Guði? Ef Guð elskar mig, á ég þá að fyrirlíta sjálfan mig? Hið gagnstæða við stolt mitt og eigingirni er ekki fyrirlitning á sjálfum mér heldur það að færa augu mín frá sjálfum mér yfir á Guð. „Ég lifi, en samt ekki ég heldur Kristur í mér.“ Jesús sagði að við ættum að elska Guð af öllum „sjálfum okkur” og því næst náungann eins og okkur sjálf. Ég sem kristinn á því að elska Guð og sjálfan mig. Þá fyrst get ég elskað náungann á réttan hátt, nefnilega með þeim kærleika sem ég hef öðlast í Kristi. Margt kristið fólk er tilbúið að játa vald Guðs yfir öllu í lífi sínu nema sín- um innsta manni, sínu „ég-i". Guð ríkir þannig yfir öllu nema hinum innsta manni. Sama fólk er jafnvel tilbúið að vinna fyrir Guð, biðja til hans og vitna um hann. Meira að segja er það tilbúið að prédika og kenna um hann með tungum manna og engla. Það getur fært miklar fómir, jafnvel liðið píslarvættis- dauða. Sá sem þannig hefur ekki gefið Guði sitt innsta „ég“ er tilbúinn að gera margt og mikið til þess eins að halda völdum í sínu eigin lífi. Hann getur unnið mörg verk fyrir Guð og gengið mörg skref fyrir hann en tekst samt ekki að stíga hið endanlega skref til þess að gefast Guði algerlega á vald. Hið síðasta skref að krossi Krists reynist of

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.