Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.06.1997, Side 26

Bjarmi - 01.06.1997, Side 26
Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup Saga um Mér þótti fróðlegt að lesa viðtalið við Magnús Eiríksson i síðasta tbl. Bjarma og sendi honum góða kveðju. Langamma hans, Ólöf Jónsdóttir frá Emmubergi á Skógar- strönd, var sóknarbam mitt í Hallgríms- sókn og varð náinn vinur. Hún var Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup. sérlega vel gefin, minnug og margfróð og einlæg, heilshugar trúkona. í trúarlífi sínu bjó hún að áhrifum fósturforeldra sinna. Hún var tökubarn hjá þeim en naut ástríkis. Og heimilisguðræknin setti varanlegt mót á viðhorf hennar. í viðtalinu minntist Magnús á sviplegt fráfall sonar hennar og nefnir blað, sem hún fann og veitti henni huggun. Þessa sögu skrifaði ég upp eftir henni fyrir löngu, ásamt þeim texta, sem var á blað- inu, og vil nú biðja Bjarma að birta hann. Stefán hét drengurinn hennar, sem týndist (á 11. ári eða orðinn 11), var að fara austur í Rangárvallasýslu með bónda einum, sem hafði ráðið hann sem vikadreng eða smala um sumarið. Fleiri vom með í förinni. Við Fóvelluvötn (norðan Sandskeiðs) var áð, eins og venja var. Síðla nætur var drengurinn sendur til að sækja hestana. Rigning var og dimmviðri. Þetta var 4. júlí. Drengurinn kom ekki aftur. Eitthvað mun hafa dreg- ist, að samferðamenn færu að huga að honum, en síðan var gerð mikil leit, árangurslaus. Mörgum mánuðum síðar fannst lík Stefáns norðan i Lyklafelli. Ólöf og maður hennar áttu heima í Hafnarfirði, þegar þetta gerðist. Síðari hluta vetrar eftir slysið kom hún út sem oftar. Gola var eða vindur allsnarpur. Kona ein kemur út úr nálægu húsi í sömu svifum og steypir rusli í ösku- tunnu en laust blað fýkur þaðan í veg fýrir Ólöfu og hún gripur það upp. Blað- ið var gulnað og óhreint, virtist vera úr bókarkveri í áttablaðabroti, og þar á var skráð ljóð, Móðursorg, svo hljóðandi: Sit ég í skammdegisskugga, skelfur minn þróttur, sorgin mig leitt hefur lengi, lundin er grátin. Sjúkleiki hjarta mitt hrellir, hreystin erþorrin, vinirnir fœkkandi fara, fallvölt er gleðin. Smáharnið, sál minnar sálar, signt hefur dauðinn, augun hin hládjúpu brostin, harnsgleðin horfin. A kinnunum frostrósir fœðast, fölur er svipur, höndin er hœtt sínum tökum, hjartað er stirðnað. Gröfin þín geigvœnleg bíður, grœt ég þig sáran, veiklast og visna í moldu vonirnar mínar. I þér var auður minn fólginn, æskuna hélt ég sterkari dauða og dómi, Drottinn, mér brást það. Hvar er sú von, sem mér verði viðlíka fögur? Hvar er sú huggun, er hressi hugsjúkan anda? Hvar erþað Ijós, er mér lýsi langvinnar nœtur? Hver ætli bjóði mér bindi um blóðuga sárið? Von mín skal vera í Drottni, valdhafa lífsins, huggun í honum, semfæddist heiminum dauða, Ijós það, sem lausnarinn kveikti, lýsi mér veginn, hönd hans, er sjúkleikum sinnti, sárin mín grœðir. Þannig var ljóðið, sem ég skrifaði upp eftir Ólöfu, og saga þess. Hún sagðist hafa fengið mikla huggun við þessa óvæntu sendingu. Enginn hefði sent sér huggunar- eða samúðarljóð, en þetta barst upp í fang hennar með undarleg- um hætti og gaf henni mikinn styrk. Hún var ekki í vafa um, að Guð hefði sent sér þessa kveðju. En aldrei kvaðst hún hafa fengið því svarað, hver hefði ort þetta og hefði hún þó eftir megni reynt að grennslast eftir þvi. Getur ein- hver lesandi upplýst það?

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.