Bjarmi - 01.06.1997, Síða 27
Birna Jónsdóttir og Guðlaugur
Gíslason skrifa frá ráðstefnu
kristniboðanna í Eþíópiu.
Eftirfarandi pistill er að mestu endur-
sögn á bréfi þeirra hjóna.
Ef fram vindur sem horfir munu engir
íslenskir kristniboðar verða i Eþíópíu
frá miðju ári 1998. „Við hér úti viljum
gera það sem í okkar valdi stendur til
að efla áhuga á kristniboði. Hafi kristni-
boðsvinir hugmyndir um þetta vildum
við gjaman fá að heyra um það.“ Þetta
áhyggjuefni var til umræðu hjá íslensku
kristniboðunum í Eþíópíu á ráðstefnu
kristniboðanna, segir meðal annars í
bréfi hjónanna Birnu Jónsdóttur og
Guðlaugs Gíslasonar sem starfa sem
kristniboðar í S-Eþíópíu.
Árleg ráðstefna kristniboðanna í
Eþíópíu var haldin á sumardvalarstað
kristniboðsins í Awasa fyrir nokkru.
Slíkar samverur eru andleg mót kristni-
boðanna sem búa dreift um landið.
Þarna hittast þeir, fá langþráða upp-
byggingu í trúnni og sálusorgun og
ræða saman um kristniboðsstarfið.
Þetta er jafnframt aðalfundur kristni-
boðanna. 80 fullorðnir og 40 börn
dvöldust saman þessa daga. Vegna
fjöldans urðu margir að búa i tjöldum.
Þetta voru sannkallaðir hátiðisdagar.
Yfirskrift ráðstefnunnar var Veríð í mér
og var Norðmaðurinn Tormod
Engelsviken1 fenginn til að sjá um
biblíulestra á hverjum degi út frá líking-
unni um vínviðinn í 15. kafla
Jóhannesarguðspjalls.
Á sameiginlegum fundum voru gefnar
skýrslur um hinar mörgu greinar
kristniboðsstarfsins í Eþíópíu, sem
sumar eru 40 ára gamlar en aðrar 1 til
2 ára. Var m.a. rætt um fyrirhugað starf
á meðal Sómalíumanna við landamæri
Eþíópiu og Sómalíu. Skoðanir voru
skiptar um hvort staðsetja ætti kristni-
boða þar eða láta starfið vaxa smátt og
smátt út frá þeim stöðum sem liggja
næst þessu svæði. Ef siðari kosturinn
yrði valinn myndi það fólk sem kæmist
til trúar strax tengjast söfnuðum sem
yrðu þeim bakhjarl, en flestir íbúanna
við landamærin eru múhameðstrúar og
yrði hafnað af sínu fólki ef þeir snerust
til kristni.
Töluverður tími fór í umræður um
langa og ítarlega skýrslu um mat á
starfi kristniboðsins í Eþíópíu. (Segið
svo að kristniboðar vinni ekki faglega!)
Þar kom margt fram. Meðal annars var
lagt til að samskipti á milli yfirstjórnar
kristniboðsins og yfirstjómar lúthersku
kirkjunnar yrðu nánari.
Forseti suður-synódunnar talaði á
lokasamvem ráðstefnunnar. í máli sínu
vék hann sérstaklega að yfirstandandi
skiptingu synódunnar í þrennt, þ.e.
tvær synódur með aðalskrifstofum í
Awasa og Hagre Mariam og Bale sem
verkefnissvæði með aðalskrifstofu í
Dodolla. Þetta hefur ekki gengið átaka-
laust íyrir sig.
Ráðstefnunni lauk með söng ung-
lingakórsins sem fjallaði um þann eld
sem Jesús hefur kveikt í hjörtum læri-
sveina sinna. Hann býður okkur að
tendra hann úti um allan heim, allt til
endimarka jarðarinnar. Á miðju sviðinu
í salnum stóð trékross. Lítið kerti logaði
við hann. Á meðan söngurinn var sung-
inn tendruðu stúlkurnar eld á nýjum
kertum af litla kertinu og dreifðu um
salinn. Þetta var einföld en táknræn at-
höfn. „Ljósið er sótt til krossins. Þaðan
skal því dreift til endimarka jarðarinnar.
... Jesús hefur falið okkur að vinna
þetta verk. Ert þú sem lest þessi orð
virkur þátttakandi i þessu verkefni?"
Kristniboðarnir í Eþíópíu em slegnir
þungum harmi vegna morðsins á
dönsku hjúkrunarkonunni Janne
Pedersen sem var myrt á föstudaginn
langa. Skömmu síðar sprungu þrjár
sprengjur í höfuðborginni, Addis Abeba.
í kjölfar þeirra hefur verið hringt til
sænsks dagblaðs þar sem Svíum og
Norðmönnum í Addis Abeba er hótað líf-
láti. „Ekki er laust við að við séum óró-
leg vegna alls þessa. Við þörfnumst
fýrirbænar ykkar," segir í lok bréfsins.
1 Tormod Engelsviken er prófessor í
kristniboösfræöum viö Safnaðar-
háskólann í Osló og fyrrverandi kristni-
boöi í Eþíópíu. Hann hefur verið einn af
leiðtogum OASE-hreyfingarinnar í Noregi
um árabil og er einn af leiðtogum
Lausanne-hreyfingarinnar þar í landi.
Verða engir íslenskir
kristniboðar í Eþíópíu
á næsta ári?
Glöð börn í Addis Abeba, höfuðborg Eþíópíu.