Bjarmi - 01.06.1997, Page 28
Á DÖFINNI í SUMAR • Á DÖFINNI í SUMAR • Á DÖF
Almenna mótió
í Vatnaskógi
27. - 29. júrfeí
Almenna, kristilega mótið í
Vatnaskógi verður í lok júni
eins og undanfarin ár. Ætlun-
in er að gefa því andlitslyftingu. Þar
mun ríkja mikill ferskleiki, sem þátttak-
endur munu án efa kunna vel að meta.
Tónlistarmaður frá
Noregi
Norski tónlistarmaðurinn Hans Inge
Fagervik mun koma sérstaklega til
íslands til að vera á mótinu. Hann er
þekktur fyrir tónlist sína bæði í Noregi
og víðar á Norðurlöndum. Hann leikur
tónlist íyrir börn og fullorðna og hefur
gefið út fjölda geisladiska. Hann mun
halda tónleika á föstudagskvöldið 27.
júní í Vatnaskógi og taka þátt i fjöl-
skyldusamkomu á laugardeginum 28.
og kvöldtónleikum sama dag, auk þess
sem hann mun e.t.v. koma fram á öðr-
um stundum mótsins.
Til þess að íslendingar fái notið tón-
listar hans sem best mun hann halda
tónleika í húsi KFUM & K við Holtaveg á
fimmtudagskvöld 26. júní og einnig á
sunnudagskvöld 29. júní kl. 20:30.
Aðgangsmiði mun kosta 500,- kr. Hans
Inge hefur komið tvisvar áður til íslands
og haldið tónleika.
Tónlist
Margs konar tónlistarkraftar munu
koma fram á mótinu t.d. kór KFUM &
K, bæði á samverustundunum og á
kvöldtónleikunum á laugardagskvöldið.
Tónleikunum mun ljúka með lofgjörðar-
stund.
Biblíufræðsla og útivist
Boðið verður upp á góða biblíufræðslu
og vandaða, íjölskylduvæna útidagskrá
á laugardeginum sem allir aldurshópar
geta notið. Börnin geta notað leiktæki
Vatnaskógar allt mótið.
Á sunnudeginum verður guðsþjón-
usta og kristniboðsstund með þátttöku
ungs fólks og mikilli tónlist.
Óvenjumikið úrval verður á bókaborð-
inu og verðið ótrúlega gott.
Unaðsleg náttúra Vatnaskógar er til-
valin til útiveru. Þar er hægt að njóta
einveru í kyrrð skógarins til bænar og
íhugunar. Kapellan verður opin og boðið
verður upp á sálusorgun og fyrirbænar-
þjónustu. Bænavakt verður allt mótið.
Gerum almenna mótið að ógleyman-
legri helgi þar sem allir fá að njóta sín
án tillits til aldurs. Biðjum Guð um að
blessa mótið og gefa gott veður. Hitt-
umst í Vatnaskógi og njótum samfélags-
ins.
Löngumýrarmótið 18. - 20. Júlí
Dagskrá verður með svipuðu sniði og
undanfarin ár. Hægt er að dvelja á skól-
anum og kaupa allan mat. Einnig er
hægt að tjalda og sjá um matinn sjálfur
eða kaupa einstakar máltíðir.
Falleg náttúra Skagafjarðar er góð
umgjörð um mótið.
Sr. Helgi Hróbjartsson, kristniboði
verður aðalræðumaður mótsins.
Innritun fer fram hjá Margréti Jóns-
dóttur á Löngumýri í síma 453 8116.
■Z8