Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.03.2000, Side 7

Bjarmi - 01.03.2000, Side 7
ar eóa hafa tilteknar skoóaðir og vinna þeim fylgi. Umburóarlyndi felur þannig einnig í sér réttinn til að vera þeirrar skoó- unar að aórir hafi rangt fyrir sér en þá er þaó líka gagnkvæmur réttur. A tímum afhelgunar og trúarbragðablöndu Afhelgun eða „sekúlarisering" er, eins og áóur er sagt, eitt einkenna nútímans. Þaó er í sjálfu sér eólilegt aó samfélagió og stofnanir þess séu lausar undan beinu valdi og forsjá kirkjunnar þannig að kirkjan sé ekki aó ráðskast með það sem hún hef- ur ekki beint meó aó gera. Um leið skapar það kirkjunni það hlutverk að vera gagn- rýnin rödd í samfélaginu sem þorir á grundvelli kristinna gilda og gildismats að taka á málefnum h'óandi stundar og þar er af nógu aó taka. Sumir eru t.d. þeirrar skoðunar aó afhelgunin hafi fyrst og fremst leitt til efnishyggju og að nú sé svo komið aó samfélagió sé á valdi eóa undir forsjá mammóns eða markaðshyggjunnar. Guð nútímans er mammón og fjármála- veldið og kauphallirnar „kirkjur" markaós- hyggjunnar. Boðskapur Jesú Krists í fjall- ræóunni um þjónustuna vió Guó og mammón á því erindi við samtímann. Kirkjan er meó öórum oróum kölluó til aó flytja spámannlegan boóskap á tímum af- helgunar og markaóshyggju: „Þér getið ekki þjónaó Guði og mammón" (Mt. 6:24). Trúarbragóablanda eða „synkretismi“ er annaó einkenni nútímans. Fjölhyggjan leióir það af sér aó fjölbreytt vióhorf standa hlió við hlió. Einstaklingarnir geta því valið þau viðhorf eóa sjónarmið sem þeim best líkar hverju sinni. I trúarlegu til- liti birtist þetta oft á þann hátt aó fólk vel- ur hugmyndir og viðhorf úr ólíkum trúar- brögóum og setur saman eigið lífsviðhorf eóa trú. Þannig má t.d. sjá trúarviðhorf einstaklings mótaó bæói af hugmyndum úr kristni og hindúasió eða af trú á Jesú Krist og endurholgun. Nú er hverjum manni frjálst aó móta lífsskoóun sína að eigin vild. Hlutverk kristinnar kirkju er hins vegar þaó að fræóa fólk um inntak kristinnar trú- ar þannig aó þaó kunni að greina hvaó er kristin trú og hvaó er eitthvaó allt annaó. Stundum er á þaó bent aó það sé mis- jafnt hvaó menn eigi við með orðunum kristin trú. Það er vissulega rétt að kristnir menn ióka trú sína á margvíslegan hátt og þarf ekki aó fara lengra en aó skoða guós- þjónustur nokkurra kristinna trúfélaga hér á landi til aó sjá það. Þaó er einnig rétt að nokkur áherslumunur er meóal kristinna trúfélaga í ýmsum efnum. Því má segja að um sé að ræóa vissa innri fjölhyggju í kristninni og er hún svo sem ekki ein á báti í því efni. Kjarni kristinnar trúar er þó sá sami aó skilningi allra þessara trúfélaga sem birtist í því aó þau játa trú á Guó föó- ur og skapara, Jesú Krist son Guðs og frels- ara og á heilagan anda Guðs. Jafnframt játa þau að trúin ájesú Krist gefi hlutdeild í hjálpræðisverki Guðs því fyrir hana öðlist menn fýrirgefningu syndanna og eilíft líf í guósríki. Á þetta hljóta kristnir menn aó leggja áherslu andspænis afhelgun, fjöl- hyggju og trúarbragðablöndu samtímans. I frumkristninni fluttu postularnir þennan boðskap: „Jesús er steinninn, sem þér, húsasmiðirnir, virtuó einskis, hann er oró- inn hyrningarsteinn. Ekki er hjálpræói í neinum öðrum. Og ekkert annaó nafn er mönnum gefió um víða veröld sem getur frelsaó oss“ (Post. 4:11-12). Kirkja Krists nú á dögum er send með sama boðskap. Þetta er sannleikurinn sem hún hlýtur aó boóa á tímum þegar sannleikurinn er gerö- ur afstæóur. Hún getur ekki látiö fjölhyggj- una taka svo af sér ráðin að allt sé gert af- stætt, líka í guófræóinni. Kirkjan, skólinn og heimilin Hér hefur áöur verið vikið aó mikilvægi fræóslu um kristni og önnur trúarbrögó. Nú má spyrja hvert sé annars vegar hlut- verk skólans þegar litió er til þeirrar fræöslu og hins vegar kirkjunnar. Hlutverk kirkjunnar er eðlilega aó boða trúna og fræða um inntak hennar á forsendum kirkjunnar sem samfélags trúaóra. Um leió er þaó fólgió í hinum kristna boðskap aö bera viróingu fyrir öllum mönnum hver sem trú þeirra og menning er. Skólinn gegnir öðru hlutverki. Hann er ein þeirra stofnana samfélagsins sem er ekki lengur undir forsjá kirkjunnar. Hann getur því ekki haft þaó hlutverk aó boóa trú. En honum er samt sem áóur ætlað aö fræða um trú og trúarbrögð. Kennsla í kristnum fræðum og trúarbragðafræóum hlýtur því aó mióa aó því aó nemendur öðlist þekkingu á inntaki kristinnar trúar og ann- arra helstu trúarbragóa heims. Þannig get- ur skólinn hjálpaó ólíkum nemendum á tímum fjölhyggju og fjölmenningar aó átta sig á eigin rótum um leió og hann stuðlar aó þekkingu á trú og lífsviðhorfi þeirra sem eiga sér annan menningarlegan og trúar- legan bakgrunn. Þannig getur skólinn leitt til aukins skilnings, umburóarlyndis og víð- sýni. Jafnframt stuólar hann aó mótun heilbrigðar sjálfsmyndar meó því aó gefa nemendum tækifæri til að fást vió trúarleg og siðferðileg viðfangsefni sem tengjast leit fólks aó svörum vió spurningum um merk- ingu lífsins og sióræn gildi, svo vísaó sé í texta nýrrar námskrár í kristnum fræóum, siófræói og trúarbragóafræðum (s. 7). Kirkja og skóli eru þannig stofnanir meó ólíkt hlutverk sem vinna þó saman meó heimilunum að mótun sjálfsmyndar og lífsviðhorfs uppvaxandi kynslóóar. Þegar allt kemur til alls er það þó heimilið sem hefur mest áhrif á mótun sjálfsmyndar og trúarafstöóu. Rannsóknir hafa sýnt aö trú- arlegt uppeldi og iókun á heimilum er áhrifamesti þátturinn í trúarafstöðu fólks síóar á ævinni. Vilji foreldrar taka þaó al- varlega aó hafa látió skíra börn sín og skila hinum kristna trúararfi áfram til þeirra skiptir mestu aó saman fari trúarleg iókun og uppeldismótun heima fyrir og þátttaka í kirkjustarfi, ásamt fræóslu skólans. Á tím- um fjölhyggju þurfa kristin heimili aó taka trúaruppeldishlutverk sitt alvarlega. For- eldrar þurfa aó ióka trúna meó börnunum og kenna þeim innihald hennar þannig aó þau geti fótaó sig í flóru fjölhyggjunnar. Um leiö er aó sjálfsögðu mikilvægt aó börnin læri aö viróa hverja manneskju, sama hver trúarlegur og menningarlegur bakgrunnur hennar er. Þar gegna heimilin líka lykilhlutverki. Fjölhyggjan er fyrst og fremst áskorun fýrir kristið fólk um að taka trú sína alvar- lega. Hún er jafnframt áskorun fýrir kirkj- una að vinna markvisst að boðun fagnaó- arerindisins og fræóslu um kjarnaatriði kristninnar. Óljós trúarafstaóa og van- þekking á inntaki trúarinnar leióir til óör- yggis, afstöóuleysis og jafnvel trúarlegrar afstæóishyggju. Rökræóan vió samferóa- mennina byggist þá oft á vanþekkingu sem leiðir gjarnan til fordóma. Heilsteypt og ígrunduð kristin trúarafstaóa felur hins vegar í sér grundvöll til aó standa á og skapar forsendur til aó takast á við daglegt líf á tímum fjölhyggju og fjölmenningar. 7

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.