Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.03.2000, Blaðsíða 9
Stóri/iitli (mikro/makro) I austrænum trúarbrögóum er mikið gert af því aó notast vió „analogíur" eóa heim- færslur. Þaó er aó telja hluti sem líkjast hvor öórum á einhvern hátt tengda eða skylda. Efvió beinum skilningarvitunum að hinum innra heimi okkar og berum hann saman vió umhverfió, líkist maóurinn á margan hátt alheiminum. I heimi analogí- unnar erum vió mennirnir geröir úr sama efni og alheimurinn, söm alheimnum, af því aó margt í okkur Ifkist honum. Þetta er tjáð innan jóga og hindúisma/búddisma, með því að kalla heiminn „hina stóru raunveru" (makro-cosmos) en manninn „hina litlu raunveru“ (mikro-cosmos). Maóur og heimur eru þannig spegilmynd hvor annars. Hægt er að setja þessa hugs- un upp í smá-jöfnu til skýringar og lítur hún þá þannig út: EF: makrocosmos = mikrocosmos OG: heimur = maóur ÞÁ ER: jörð = kjöt, bein vatn = blóð, slím, sæói eldur = hiti líkamans, ást/hatur loft = andardrátturinn rúm = samband okkar og tengsl vió umhverfió Þannig samsvarar ytri raunveran innri líkama mannsins. Súlan góóa sem myndar frumefnin fimm, stúpan, táknar þá ekki aóeins heiminn, heldur líka og ekki síst manninn sjálfan, frumefni mannsins. Til- gangur súlunnar er þannig að sýna okkur samhengi og markmió frumefnanna. Hún er vegferó um alheiminn (makrokosmos) eins og fyrr segir, en hún er sömuleiðis landabréf yfir manninn (mikrokosmos). Þegar frumefnin losna úr samhengi hvert við annaó gerast hörmungar og ógnir. Þau losna úr samhengi ef eitthvaó verður til þess að trufla orkustreymið - prana - er tengir þau saman. Margt getur valdió slíkri truflun og má þar nefna sjúkdóma, slys, mengun og aðra óáran. Þegar maðurinn tæðst aö samhenginu í heiminum með rányrkju, órétti og græögi, truflast orku- streymió. Þá farast heimarnir. Það eru hin raunverulegu ragnarök. Hlutverk trúar- bragóanna er að koma frumefnunum aftur i réttar skorður, að láta „harmoníu", „jin og jang“, „tao“, eða meö öórum orðum samhengi ríkja í heiminum. Hlutverkjóga er að sýna okkur leióina að samhenginu. Hlut- verk „jógans“, kennarans, er að kenna okk- ur aó rata leióina. Þýóing frumefnanna í jóga I hinum indversku Taittirya Upanishadarit- um frá því um 600 f.Kr. má lesa eftirfarandi um tiluró heimsins: „Frá Atman - Brahman kom rýmið. Frá rýminu kom loftió. Frá loftinu kom eldur- inn, frá eldinum kom vatnið, úr vatninu reis jöróin." Eða meö öórum orðum: Vegna flæðis hins guðlega Atman-Brahman niður og inn í heiminn veróa frumefnin til. Atman er hin' ópersónlulega alheimssál sem býr í algyóinu Brahman. Atman fellur inn í heiminn og við fallið skapast veröldin. Flæðið á upphafsitt á hinu andlega sviði og endar í hinu jaró- neska. Frumefnin fimm eru þannig mistengd hinu andlega, misfyllt hinu guð- lega. Því nær sem þau standa Atman, því fyrr sem Atman fýllti þau, því guðlegri eru þau. Ur því aó manneskjan er geró úr sömu efnum og alheimurinn hefur hún einnig myndast á sama sama hátt, við fall eóa niðurstreymi Atmans. Tökum eftir því hér að um flæði nióur á viö er að ræóa. Sköpun heimsins er neikvætt fyrirbrigði, fall frá hinu guólega til hins jarðneska. Jöróin og allt sem henni tilheyrir, þar á meðal líkami mannsins, er því botninn, það sem lengst stendur frá hinu guðlega. En maðurinn sem slíkur er myndaóur úr frumefnunum fimm, eins og alheimurinn. Munurinn á manni og steini er þá sá að steinninn er aðeins gerður úr frumefninu jöró en tilvist mannsins grundvallast á mörgum stigum, svióum, eða frumefnum. Maðurinn er því nær hinu guólega en steinninn. Steinninn er á leiðinni að verða mannlegur. Maðurinn er á leiðinni að veróa guðlegur. Það er takmark manns- ins, aó veróa guð. Maóurinn er því frum- efnasúlan holdi klædd. Endurholdgunin Endurholdgunin er hinn trúarlegi útgangs- punktur í jóga. Án endurholdgunar, ekkert jóga. Maóurinn er bundinn hinu jaröneska, bundinn karma, og þarf því að fæðast aftur og aftur. Þaó eru hin hræðilegu örlög, bæði samkvæmt hindúisma og búddisma eins og við höfum séð hér fyrr. Karmalögmálið er það lögmál sem stjórnar afleiðingum þess sem maðurinn gerir í hvert sinn er hann lifir. Karma er í raun samansafn alls þess sem maóurinn gerir. Geri maðurinn gott, fæðist hann í góðum málum í næsta lífi. Geri maóurinn illt, fæðist hann í vondum, jafn- vel í vfti. Um er aó ræóa hið fullkomna or- sakalögmál. Geri maóurinn „A“ í þessu lífi er afleiðingin „A“ í því næsta. Af því að maðurinn gerir eitthvað gott eða vont, end- urfæóist hann. Geri hann ekkert, hlýtur hann aó hætta aó fæóast. Menn geta að vísu fæðst mishamingjusamir eftir því hvernig karma þeirra lítur út en best er að þurfa alls ekki aö endurfæðast. Því sérhver fæóing er í raun fæóing til hrörnunar og dauóa. En hvernig má foróast endurfæóinguna? Við höfum séó nokkrar leiðir til þess hér áður. En fýrst og fremst er þaó gert meó því að stunda jóga. Jóga er aðferðin til þess aó ná stjórn á lífsneistanum, lífsaflinu, orkunni er streymir í gegnum alheiminn, og slökkva meó lífsneistanum lífsneistann. Leióin Þaó eru margar leióir (jóga) sem geta leitt manninn út úr hringrás endurfæðingarinn- ar. Viö getum nefnt nokkur dæmi: Endurholdgunin er hinn trúarlegi útgangs- punktur íjóga. An endurholdgunar, ekkert jóga. Maöurinn er bundinn hinu jarðneska, bundinn karma, og þarf því að fceðast aftur og aftur. Það eru hin hrceðilegu örlög ... 9

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.