Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.2000, Page 28

Bjarmi - 01.03.2000, Page 28
„Eru þetta allt sálmar?“ Rætt vió Hrönn Svansdóttir sem stofnaö hefur kristilegan tónlistarklúbb Hrönn Svansdóttir rekur tónlistarklóbbinn Hljóma. Kristileg tónlist hefur því mióur ekki verið mjög aðgengileg fyrir almenning undan- farin ár. Eftir aó Verslunin Jata hætti starfsemi hefur aðgengið ekki batnaó. Nú hefur Hrönn Svansdóttir hins vegar hleypt af stokkunum tónlistarklúbbi sem gerir fólki auðvelt að nálg- ast þessa tónlist. Hrönn mun vera meó fastan þátt í Bjarma þar sem hún kynnir kristilega tónlist fyrir lesendum blaðsins. Tónlistar- klúbburinn heitir Hljómar og vió leituðum til Hrannar til að kynnast þessum nýja klúbbi. Um hvað snýst þessi klóbbur? Hljómar er tónlistarklúbbur sem hefur það markmió að dreifa kristilegri tónlist á íslandi. Þaó gerum við með því að bjóða fólki aó ger- ast meólimir og þá fá þeir fréttabréf einu sinni í mánuói sem kynnir það nýjasta í innlendri og erlendri tónlist. Diskur mánaóarins er kynntur sérstaklega og hann boóinn á tilboðsverði. Til frekari kynningar á tónlistinni standa Hljómar fýrir tónlistarþætti á Lindinni FM 102,9 alla laugardaga milli kl. 13 og 14 og við stefnum að því að gera tónlistarþátt fyrir sjónvarp þar sem við kynnum tónlistina á sama hátt nema þá getum við sýnt tónlistarmyndbönd. Núna erum vió aó vinna aó heimasíðu þar sem hægt verður að finna ýmsar upplýsingar og versla beint á netinu. Þangað til er hægt aó fara inn á www.gospel.is/hljomar. Hver eru viðbrögð fólks við Hljómum? Þau eru mjög góó. Þegar Verslunin Jata var að hætta sl. vor þá komu margir til mín og spurðu hvaó tæki við. Mig hafði lengi langað aó stofna tónIistarklúbb og þarna var þörfin til staðar og eftirspurnin eftir diskum, enda hafa viðbrögin verió eftir því. Hver er markaöurinn fýrir kristilega tónlist á Is- landi? Frekar lítill enn sem komið sem er, en borið saman við Noróurlöndin sýnist mér við á svip- uóum nótum miðað við fólksfjölda. Fer eftirspurnin vaxandi eða minnkandi milli ára? Tvímælalaust mjög vaxandi. Er eftirspurnin meiri vegna tilveru Lindarinnar? Já, það er engin spurning. Lindin skiptir mjög miklu máli í kynningu fyrir Hljóma. Ég tel aó Lindin skipti líka miklu máli fyrir kristið fólk á íslandi og þaó kristna starf sem hér er unnió. Hvers konar kristilega tónlist vill fólk? Það er boóskapurinn sem aðskilur kristílega tónlist frá annarri tónlist en eins og meó alla tónlist þá er það mjög persónubundió hvaða stíll verður fýrir valinu. Kristileg tón- list er gefin út í flestum tónlistarstílum. Ég gleymi seint þegar maður kom inn í búóina til mín og sá þar mörg hundruó diska og spurði: „Eru þetta allt sálmar?“ Þetta var algengur misskilningur en þaó hefur breyst. Þekkja Islendingar vel til erlendrar kristilegrar tónlistar? Það er mög misjafnt. Sumir fylgjast náið með því sem er að gerast í kristilega geiran- um erlendis á meóan aðrir láta sér nægja það sem borið er á borð hverju sinni. Er mikið gefið út afinnlendri kristilegri tón- list? Það hefur aukist og ég hef trú á að aukn- ingin verói meíri á komandi árum. Það er mjög mikilvægt að kaupa þá íslensku diska sem koma út og styrkja stoóir íslenskra út- gefenda. Hvaða gildi hefur kristileg tónlist fyrir þig? Ég hlusta nær stöðugt á tónlist og hef gam- an af og því skiptir mjög rniklu máli fyrir mig að boóskapur tónlistarinnar sé jákvæð- ur og uppbyggjandi. Hvernig kaupir maóur tónlist hjá Hljómum? Meó því að gerast meðlimur í tónlistar- klúbbn um. Umsóknarblöð liggja frammi í mörgum kirkjum og á Lindinni, þau þarf að fýlla út og senda til okkar. Einnig er hægt að gerast meðlimur í gegnum síma eóa á internetinu. Þeir sem eru ekki meðlimirgeta líka verslað vió okkur, en þá gildir önnur veróskrá. Vió höfum líka selt í heildsölu til þeirra sem eru með verslun en það eigum við eftir að kynna betur. Viðtal: Ragnar Schram

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.