Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.12.2000, Page 5

Bjarmi - 01.12.2000, Page 5
Soli Deo Gloría Lífsferill Johanns Sebastians Bachs, tónskálds og trúmanns Halldór Hauksson egar kantor Tómasarskólans í Sax- nesku kaupstefnuborginni-Leipzig lést þann 28. júlí árið 1750 var nokkru fargi létt af borgaryfirvöldum. Þau höfðu þegar valió sér eftirmann í stöðuna og vonuðu vafalaust að hann yrði meðfæri- legri en fyrirrennari hans. Enginn hinna heiðvirðu og háttvirtu borgarráðsmanna gat gert sér í hugarlund aó stormasöm tíð Johanns Sebastians Bachs í kantors- stöóunni yrði álitin merkasta tímabil í sögu þýskrar kirkjutónlistar tveimur og hálfri öld síðar. Þeim hefur örugglega ekki heldur dottið í hug að tengsl gamla kantorsins við borgina yrði eitt helsta aðdráttarafl hennar í framtíðinni og til- efni mikilla tónlistarhátíóa. Það benti Iíka fátt til þess. Menn drógu að vísu aldrei í efa yfirburðahæfileika gamla mannsins á sviði orgelleiks. Sagt var að hann gæti leikið hraóar með fótunum en venjulegur organisti gæti afrekað með fngrunum. Hinsvegar þóttu tónsmíóar hans með öllu úr sér gengnar og stíll þeirra yfirmáta gamaldags. Sól upplýs- ingaraldarinnar skein yfir Þýskalandi og sagði fyrir um einfalda og skýra tónlist. Kontrapunktur, kanonar og fúgur voru góss gamla tímans. Sú augljósa og alkunna staðreynd að tónlist Bachs er vinsælli og útbreiddari nú 250 árum eftir andlát hans en nokkru sinni fyrr nægir til að afsanna þá kenn- 'ngu fyrri aldar manna að þróun listanna se í formi beinnar línu og að listaverk hverrar kynslóðar taki verkum hinna fyrri fram. Við skulum því ekki kippa okkur upp við skeytingarleysið sem mætti tón- list Bachs eftir að hann skildi við, heldur líta rétt sem snöggvast yfir æviferil hans. Bach fæddist þann 21. mars árið 1685 í Eisenach íThuringen, eða Þýringalandi, eins og þetta fallega héraó Þýskalands er stundum nefnt á íslensku. Hinn frægi kastali Wartburg, þar sem Marteinn Lút- er fór huldu höfði í tvö ár og þar sem hann hóf þýðingu Biblíunnar á þýsku, gnæfir yfir þessum litla bæ. A sama hátt sveif minning og arfleifð Lúters yfir vötn- um í héraðinu og hafði djúp og varanleg áhrif á hinn ungajohann Sebastian. For- feður hans voru allir Lúterssinnar. Ætt- faðirinn, Veit Bach, sem hafði sest að í Ungverjalandi, varð aó flýja aftur til Thuringen vegna stuðnings síns við mál- staó mótmælenda. Hann var bakari að ión, en hafði yndi af því að leika á zítar, að því er Bach skýrir sjálfur frá í ættartali sínu. Kannski getur nútímaerfðafræði skýrt þann ótrúlega fjölda tónlistar- manna sem ættin gat af sér um aldir. Vitað er um yfir sjötíu Bacha sem höfðu atvinnu af tónlistariðkun. Margir þeirra skildu eftir sig ágæta tónlist. Á árunum 1693-95 varjohann Sebast- ian nemandi í Latínuskólanum í Eisenach, sem Lúter hafði sótt tveimur öldum áður. Níu ára gamall missti hann móður sína og ári síðar lést faðir hans. Elsti bróðir hansjohann Christoph, org- anisti og skólastjóri í Ohrdruf, skammt frá Eisenach, tók hann að sér og leiddi hann inn á tónlistarbrautina. Hinum unga Bach hefur örugglega aldrei komið annað í hug en að feta sömu braut og svo margir forfeóur hans höfðu gert. Fimmtán ára gamall fluttist hann aó heiman og hóf nám í menntaskóla klausturs heilags Mikjáls í Luneburg. Söngrödd hans þótti einkar falleg og hann vann fyrir sér með messusöng þar til hann fór í mútur (sem gerðist seinna á þessum tíma en nú á dögum). Þá gerð- ist hann fióluleikari í hljómsveit skólans á meðan hann lauk námi sínu. I Lúneburg komst Bach í kynni við mörg af mikilvægustu verkum þýskra kirkjutónbókmennta, en hann heyrði einnig ítalska og franska tónlist. Þegar hann kom því við fór hann fótgangandi til Hamborgar til að hlusta á hinn aldna orgelmeistara, Johann Adam Reincken, sem hafði verið nemandi mesta meistara hollenska orgelskólans, Sweelincks. Þótt Bach hafi alió allan sinn aldur á tiltölu- lega litlu svæói og aldrei farið í náms- feróir út fýrir þýsku landamærin, eins og t.d. Schútz og Hándel, kynntist hann með þessu móti mikilvægustu straumum evrópskrar tónlistar strax á unglingsár- um. í mars árið 1703 var hinn átján ára gamli Bach ráðinn „þjónn og fiðlari" í hirð Johanns Ernsts, yngri bróður her- togans af Saxe-Weimar. Hann staldraði þó stutt við í Weimar þaó skiptið. í ágúst sama ár tók hann við stöðu org- 5

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.