Bjarmi - 01.12.2000, Síða 10
Ég hef oft hugsaö um
þaó aö þaö skiptir
ekki hö föuómáli hvort
við erum hcef heldur
hvort við erum viljug.
Það er Guð sem vinn-
ur verkið. Enginn skal
geta miklast af því.
tali við mann sem hafði komið á eftir mér
út á bílastæói vegna þess að honum
fannst Guð segja honum að tala við mig.
Síðar bað Vörður fýrir mér og talaói ná-
kvæmlega sömu orðin til mín. Þarna var
ég búinn að vera að horfa ájoyce Meyer
og reyndar fleiri, en hún sagði aó maður
yrði að leyfa Guði að leiða sig inn í þann
söfnuð þar sem maður ætti aó vera, því
hann vissi það miklu betur en maður
sjálfur. Ég ákvað aó panta mér tíma hjá
Verði til að spjalla við hann. Ég mætti hjá
honum á föstudegi og það endaði meó
því að ég tók skírn á sunnudegi. Ég var
það „heitur“ aó það þurfti ekki annað en
að bjóóa mér þaó og hann skynjaói þaó.
Ég held alveg örugglega að ég sé sá fyrsti
sem tók skírn hér árið 2000. Þarna geng
ég sem sagt í söfnuðinn. Síóan líður
fram í mars og þá var mót sem „Menn
með markmið“ stóðu fyrir og ég var beð-
inn að koma í lofgjörðarsveitina þar, sem
ég svaraði játandi. Þar voru aóallega
menn úr Veginum. Þegar ég mætti á æf-
ingu fannst mér áherslan vera meira á
eitthvað annað en aó æfa. Ég ákvað aó
hætta vió því mér fannst þetta vera fyrir
neðan mína virðingu. Án þess aó ég gerði
mér grein fyrir því þá var Guð þarna að
vinna í mér. Allan mánudaginn var ég
síóan aó berjast við þetta, reiður og
svekktur og rosalega stoltur. Ég kveikti
þrisvar sinnum á Lindinni þennan dag og
í öll skiptin var verið að flytja þáttinn
hennar Sheilu, „Tíu dropar". í þættinum
var hún að tala um stolt. í þriðja skiptið
sagói ég vió sjálfan mig: Guð er greini-
lega að reyna að segja mér eitthvaó.
Hann var auðvitaó að segja mér aó ég
var að springa úr stolti. Þarna gerði Guð
mér grein fyrir því hvað ég var í rauninni
ennþá hrokafullur og stoltur. Ég ákvað
því að kyngja þessu og gera eins og
Naaman þegar hann fór og þvoði sér
upp úr ánni Jórdan til að læknast. Hann
sagói fyrst: Á ég að fara og baða mig upp
úr þessu grútskítuga vatni, er ekki nóg af
ám heima hjá mér? En hann hlýddi og
læknaðist. Ég ákvaó að gera það sama
og hringdi og bað um að fá að vera meó
í lofgjörðinni á mótinu og fékk það. Þetta
mót varð mér síðan til mjög mikillar
blessunar og ég upplifði nærveru Guðs
mjög sterkt. Þarna var líka talaður spá-
dómur inn í líf mitt um aó ég ætti að
nota trommurnar sem tæki til að nálgast
Guó og biója í gegnum trommurnar. Ég
upplifði líka mikla andlega blessun á
þessu móti og helgun sem margir geta
vitnað um þegar vió tökum þannig frá
tíma fyrir Guð.
Á sunnudeginum spiluðu strákarnir úr
Veginum hér á samkomu með mér og ég
fór síðan með þeim upp í Veg um kvöld-
ið. Þessa helgi var hér lofgjörðarsveit frá
Bandaríkjunum sem heitir World Wide
Worship Band. Hún var að spila í Is-
lensku Kristskirkjunni þegar trommuleik-
arinn varó bráðkvaddur þar, 39 ára gam-
all. Þegar beióni barst upp í Veg um að
biðja fyrir honum var ég beðinn um að
koma upp og biðja fyrir honum í gegnum
trommurnar. Ég spilaði í þó nokkurn
tíma þar til mér fannst ég vera búinn og
ekki geta meira. Samt fann ég fyrir algjör-
um friði og mér fannst ég vera í friðar-
hjúp. Þarna var mikið beðið fyrir honum
en samt dó hann. Þá fékk ég algjört
bakslag. Á leióinni heim í bílnum brotn-
aði ég algjörlega saman og fór að gráta.
Ég varó að stoppa bílinn. Ég sagði við
Guð: Hvað meinar þú með þessu? Ertu
til? og fleira í þeim dúr. Þá fannst mér
Guð tala inn í hjarta mitt: Haf þú frið fyr-
ir þessu því þú breytir ekki vilja mínum.
Þú getur bara stigið fram og verið í vilja
mínum en ég ræó. Ég frétti síðan seinna
að þessi maður var búinn að fara í marg-
ar hjartaaógerðir og læknar höfðu aldrei
búist við að hann lifði þetta lengi. Hann
hafði lýst því yfir að hann óskaði þess
helst að fá að deyja vió trommurnar lof-
andi Guð.
Ferðu síðan að taka meiri þátt í lof-
gjörðinni hér eftir þetta?
— Já, þegar tónleikarnir með Glen
Kaiser voru haldnir hér var talaður spá-
dómur til mín og eftir það bað Vörður
mig að vera með í lofgjörðinni hér, sem
ég og gerði. Á mótinu sem „Menn meó
Markmið" voru meó kenndi ég lag sem
heitir: Gef mérjesú, þar sem ég spilaói á
gítar og eftir það var mér boðið að spila
á gítar í Marita-lofgjörðarsveitinni. Guð
hafði áður talað til mín þegar ég var hér
úti í sal á samkomu að ég ætti eftir að
stjórna lofgjörð. Ég hugsaói ekkert meira
um það þá en eftir að Erdna og Óli
buóu mér í Marita-hópinn, stjórnaði ég
lofgjörðinni fjóra mánudaga í röð af því
aó Erdna hafði eignast barn. Svo hef ég
ekkert velt því fyrir mér hvort mér tókst
vel eóa illa upp, þaó skiptir ekki öllu
máli. Ég hef oft hugsað um það aó það
skiptir ekki höfóuómáli hvort við erum
hæf heldur hvort við erum viljug. Það er
Guð sem vinnur verkið. Enginn skal geta
miklast af því.
Þú ert þá sem sagt virkur í lofgjörðinni
hérna í dag?
— Já, ég spila hér aðra hvora helgi.
Hina helgina er pabbahelgi hjá mér en ég
á tvær dætur, 10 og 6 ára. Það er mér
mjög mikið kappsmál að þær læri aó
kynnast Orði Guðs og að biðja og aó þær
eigi Jesú í lífi sínu sem ég átti ekki. Ég trúi
því líka að Orð Guðs snúi ekki aftur við
svo búið fyrren það hefur unnió sittverk.
lO
Á