Bjarmi - 01.12.2000, Blaðsíða 12
Grein þessi birtist fyrst sem svar við aósendri spurningu á vísindavef Háskóla ís-
lands en var síóar birt í styttri útgáfu í Morgunblaóinu. Spurningin er: „Hvernig
túlka guófræóingar kenningar Erich von Dánikens um Biblíuna?"
Kenningar von Dánikens
Bjarni Randver Sigurvinsson
Kenningar von Dánikens um tengsl
trúarbragðanna við forna geimfara
hafa hvorki haft áhrif á guðfræðina né
aðrar fræðigreinar. Fjölmargir fræði-
menn hafa þvert á móti hrakið þær í
bæði tímaritsgreinum og bókum. Von
Dániken tekur Biblíuna fortakslaust trú-
anlega í tilteknum atriðum en hafnar
henni jafnafdráttarlaust í öórum, hvort
tveggja algerlega eftir eigin geðþótta.
Svisslendingurinn Erich von Dániken
vakti heimsathygli á sjöunda og áttunda
áratugnum fyrir þá kenningu, að fyrir
mörgþúsund árum hefóu geimfarar frá
Ijarlægum stjörnum komið til jarðarinn-
ar og lagt grunninn aó siómenningu okk-
ar. Tilgreindi hann fjölda fornminja og
trúarlegra sagna máli sínu til stuðnings,
en þær sagði hann oftar en ekki lýsa há-
þróaðri -tækni framandi vitsmunavera.
Þannig fuUyrti hann til dæmis að fornar
styttur, steintöflumyndir og hellamyndir
víðs vegar að úr heiminum væru í raun af
geimförum og helgitákn Inkanna á
Nazca-sléttunni væri flugvöllur.
Kenningar sínar sagðist von Dániken
hafa byggt á fjölda fræóirita um geimvís-
indi og fbrsöguleg fornminjafræói, en frí-
tíma sínum hefði hann til margra ára
varið í ferðalög um allan heim til aó
heimsækja kunna tæknimenn og kynna
sér þekktustu fornminjarnar. Von
Dániken er þó aðeins áhugamaður um
þessi fræðasvið því aó eina menntun
hans er á sviði gistihúsarekstrar.
Að mati von Dánikens varpa trúar-
brögðin Ijósi á samskipti mannanna við
geimfarana, sem þeir töldu vera guði, en
við það hefðu geimfararnir orðið að
sætta sig. Þannig greini elstu ritaðar
heimildir einatt frá guðum „sem sigldu
himneskum fleyjum“ og „komu frá öór-
um stjörnum, búnir ógurlegum vopn-
um“ (Voru guðirnir geimfarar?, bls. 34).
Von Dániken telur fjölda frásagna Biblí-
unnar renna stoóum undir þetta, jafnvel
þótt ekki sé hægt að treysta guðfræðileg-
um boðskap þeirra. Hann leggur því
jafnan bókstaflega merkingu í þau atriói
Biblíunnar, sem hann velursér, en túlkar
hana hins vegar að öóru leyti algjörlega
eftir eigin geðþótta.
Von Dániken segir, að geimfararnir hafi
ákveöið í fýrstu feróum sínum að flýta fýr-
ir framþróun mannkynsins með því að
stuðla að stökkbreytingum í erfðaefni
þess. Þannig hafi karlmaðurinn orðið til,
en konan síðan verið búin til úr honum,
sennilega með eimun. Geimfararnir hafi
því í raun skapað nýtt mannkyn, en til
þess aó kynbæta þaó enn frekar, hafi þeir
valið sér álitlegustu konurnar og getið
með þeim börn. Mannkynið hafi engu aó
síður sótt í gamla farió og tafið fýrir fram-
þróun sinni með sífelldum kynmökum vió
dýrin, en á það hafi geimfararnir litió sem
syndafall. Þeir hafi því ákveóið að eyða
öllum kynblendingunum, sem mennirnar
gátu af sér með dýrunum, en hlífðu þeim
sem náðu aó halda kyni sínu hreinu.
Von Dániken telur syndaflóðssöguna
greina frá þessum aógerðum geimfaranna
þegar þeir komu aftur til jarðarinnar til að
kynna sér árangurinn af ræktunarstarfi
sínu, en jafnvel það hafi ekki nægt til að
hreinsa mennina af erfðasyndinni. Því hafi
þurft að halda kynhreinsuninni áfram en
von Dániken segir frásögu Mósebókanna
af frelsun lýðs Guós úr þrældóminum f
Egyptalandi lýsa ákvörðun geimfaranna
um aó senda hina útvöldu í sóttkví út í
eyðimörkina til aó venja þá af kynmökum
við dýrin. Borgunum Sódómu og
Gomórru segir hann ennfremur hafa verið
eytt með kjarnorkusprengju, en fórna-
ákvæðin skýrir hann sem kvaðir um vistir
handa geimförunum.
Von Dániken segir að Mósebækurnar
séu náma af slíkum upplýsingum fýrir þá
sem hafi „sæmilega auðugt ímyndunar-
afl“ (/ geimfari til goðheima, bls. 129).
Hann hafnar því hins vegar að Guð hafi
átt þar nokkurn hlut að máli því að
hann geti hvorki talist almáttugur né al-
vitur eins og honum sé lýst í þessum rit-
um. Þau hafi verið stílfærð þegar afritun-
um fjölgaði og því sé hvorki hægt að
treysta þeim með öllu efnislega né aö
frásagnir þeirra hafi gerst á þeim tímum
sem fræðimenn halda fram. Von
Dániken segir geimfarana ennfremur
hafa yfirgefió jörðina löngu fyrir tíma
Nýja testamentisins og því geri hver sá,
„sem reynir að sjá geimfara að nafni
Jesús í frásögnum guðspjallanna", sig
„sekan um álíka dellu og dómari sem
dæmir sekt eða sýknu út frá fölsuóum
öktum“ (Sýnir ogvitranir, bls. 107).
Engu að síður telur hann geimfarana
fýlgjast enn með okkur en það geri þeir
meó því að lesa hugsanir okkar. Hann
afneitar hins vegar guðdómi Jesú Krists
og segir hann uppreisnarmann sem
gæddur hafi verið dulrænum hæfileikum
en verið tekinn af lífi fyrir undirróður
gegn rómversku hernámsyfirvöldunum.
Friðþægingarkenninguna skilgreinir hann
jafnframt sem hættulega og segir hana
sióvana heiðindóm. Kenningar von
Dánikens eru í raun tilraun til að færa
trúarbrögðin nær heimsmynd nútímans
með því aó útskýra hió yfirnáttúrlega í
trúarritunum sem veraldleg fyrirbæri í
tæknivæddu samfélagi.
Guðfræðilegar rannsóknir á textum
trúarrita á boró vió Biblíuna eru marg-
þættar. Öllu máli skiptir þó að þeir séu
ekki teknir úr menningarlegu og sögu-
legu samhengi sínu. Þess vegna er nauó-
synlegt að lesa textana með hliðsjón af
þeim ritum sem þeir tilheyra og bera þá
saman við þær heimildir sem tengjast
þeim. Þannig spyrja guðfræðingar hvern-
12