Bjarmi - 01.12.2000, Qupperneq 26
U2: All That You Can 't Leave Behind
Kristin trúarstef
á nvrn plötu U2
GunnarJ. Gunnarsson
Q /"V I . sl. kom úc ný
JU. OKt • plata meó írsku
rokksveitinni U2 og ber hún heitið All
That You Can 't Leave Behind. Ný plata
með hljómsveitinni telst alltaf til nokk-
urra tíðinda í poppheiminum og aðdá-
endur hennar bíða gjarnan með mikilli
eftirvæntingu eftir nýrri plötu. í nóvem-
berblaði Bjarma árið 1997 var ítarleg
umfjöllun um U2 þar sem einkum var
fjallað um textana við lög sveitarinnar og
þá sérstaklega kristin trúaráhrif í þeim. í
Ijós kom að slík áhrif eru mjög víða í
textum söngvarans Bono. Nýja platan er
þar engin undantekning. Þótt tónlistin
sé töluvert ólík því sem gerist á síðustu
plötum U2 eru víóa svipaðar áherslur í
textunum. Astandið í veröldinni, ófriður
og ranglæti eru kunn hugleiðingarefni
U2 og þráin eftir friði, frelsun og sátt. f
textum All That You Can 't Leave Behind er
einnig að finna kristin trúarstef og vísan-
ir til Biblíunnar og kristinnar trúarhugs-
unar.
Platan hefst á grípandi lagi sem ber
heitið Beautiful Day. Þar er meðal annars
vísað til sögunnar um Nóa-flóðið. Bono
hvetur þá sem eru fastir í hringióu og
streitu borgarlífsins, þar sem ekkert rúm
er fýrir hjartað til að blómstra, og vita
ekki hvert skal stefna, aó staldra við og
horfa á feguró lífsins. I því samhengi
nefnir hann m.a. fuglinn með laufblaðið
í gogginum og alla litina sem komu í Ijós
eftir syndaflóðið:
See the bird with a leafin her mouth
After the flood all the colours came out
It was a beatiful day
Beautiful day
Don’t let itget away
Textinn er því jákvæð hvatnig um að
láta ekki fegurð lífsins framhjá sér fara.
Sem slíkur felur hann I sér bjartsýni og
von.
Hins vegar eru ekki allir textar plöt-
unnar á jafnjákvæðum nótum. Glíma ef-
ans í heimi styrjalda og þjáningar er á-
leitió yrkisefni á þessari plötu U2 eins og
oft áður. Hugsanirnar í lokalagi Pop,
Wake Up Dead Man, enduróma hér, eink-
um þó í laginu Peace On Earth. Hér er eig-
inlega á feró „jólalag", þ.e.a.s. í textan-
um er vísað til jólaguóspjallsins og orða
englanna á Betlehemsvöllum um frið á
jörð. Bono er greinilega orðinn langeyg-
ur eftir friði:
Heaven on Earth
We need it now
I 'm sick ofall ofthis
Hanging around
Sick ofsorrow
Sick ofpain
Sick ofhearin again and again
That there 's gonna be
Peace on Earth
I ráðaleysinu andspænis endalausri
bió eftir friði biður Bono Jesú um að
gefa sér tíma til að grípa inn í og kasta
björgunarhring til drukknandi manns:
Jesus couldyou take the time
To throw a drowning man a line
Peace on Earth
To tell the ones who hear no sound
Whose sons are living in the ground
Peace on Earth
Nokkurs biturleika og vonleysis gætir í
Ijóðinu. Bono játar að orðin sem hann
heyrir á hverjum jólum sitji föst í hálsin-
um. Vonin og sagan rími alls ekki sam-
an. Loks spyr hann hvers virói friðurinn
sé.
I beinu framhaldi af þessum hugleið-
ingum er texti næsta lags, When I look at
the world, áhugaveróur. Þar virðast þeir
26