Bjarmi - 01.12.2000, Page 28
Rætt við Karl S. Guómundsson
forystumann samtakanna ...
Viótal: Haraldurjóhannsson
Menn með markmió
Það vakti nokkra athygli á vordögum
þegar hópur karlmanna tók sér
stöóu fyrir utan nektardansstaói og
dreifói bæklingum til þeirra sem hugðust
fara inn. Þarna var um að ræða samtök-
in Menn með markmið. Til að fræðast
nánar um þau fór Bjarmi á stúfana og
átti tal við forystumann samtakanna,
Karl S. Guðmundsson, tölvuverkfræðing.
Hann byrjaói á aó segja frá trúarlegum
bakgrunni sínum.
— Eg átti mína barnatrú en ég sá ekki
hinn þríeina Guð fyrr en ég var 28 ára.
Eg ólst upp í Reykjavík en flutti til Akur-
eyrar á þeim aldri. Fjölskyldan hafði flutt
á undan mér og þegar ég kom var konan
mín farin aó taka þátt í starfi hvíta-
sunnusafnaðarins. Eg var ekkert of hrif-
inn af því til aó byrja með. Mér fannst
Jesús vera fremur æðstiprestur en Guð.
Eg var vélstjóri á þessum tíma og tók
með mér Nýja testamentið út á sjó til að
geta svarað heilagsandahoppurum
Hvítasunnukirkjunnar þegar talið barst
að trúmálum. Þegar ég las það laukst
upp fýrir mér hver Jesús er og ég eignað-
ist smám saman lifandi trú á Guð. A
Kotmóti árið eftir gaf Guð mér svo trúar-
fullvissu.
En hvernig kynntist þú svo kirkjulegu starf
meðal karlmanna?
— Árió 1991 flutti égtil Bandaríkjanna
til aó fara í nám. Það eignaðist ég gott
samfélag í kirkju. Þar heyrði ég um sam-
tökin Promise keepers, raunar ekki hjá
söfnuóinum heldur í útvarpinu. Eg man
að ég var að keyra í bílnum mínum og
varð svo snortinn aó tárin flæddu og ég
varð aó stoppa. Eg bað Guó um tækifæri
til að komast á mót hjá samtökunum.
Næsta ár var ég í prófum en árið þar á
eftir komst ég fyrst á Promise keeper mót
ásamt 67000 öórum karlmönnum. Guó
ýtti við mér og ég fór að biðja fýrir kristi-
legu karlastarfi á Islandi en mér fannst
það ekki vera mitt hlutverk aó standa
fyrir því. Árió eftir fannst mér Guð aftur
vera að tala við mig en ég ýtti því aftur
frá mér. Haustið 1997 var stór ráóstefna
undir yfirskriftinni Stand in the gap.
Þangað komu 1,4 milljónir karlmanna.
Þar kom fram áskorun um að hittast á
ný 1. janúar árió 2000. Eg fylltist löngun
til að vera þar með en mér fannst Guó
hafa aóra áætlun.
Sem fjölskylda fórum við að biðja
saman og leita vilja Guðs. I febrúar 1998
kom ég svo til Islands í afmæli móður
minnar og sótti þá um starf á nokkrum
stöðum í leiðinni. Þegar vió vorum að
leita vilja Drottins, skömmu eftir að ég
kom heim frá Islandi, gaf Drottinn
hverju einasta af okkur í fjölskyldunni
Karl S. Guðmundsson.
sama versió þegar við drógum manna-
korn. Vió fengum öll sex sama versió á
einni viku. Það erjeremía 30:10: „Ottast
þú ekki, þjónn minnjakob — segir Drott-
inn — og hræðst þú ekki, ísrael, því að ég
frelsa þig úr fjarlægu landi og leysi niója
þína úr landinu, þar sem þeir eru her-
leiddir, til þess aójakob hverfi heim aft-
ur og njóti hvíldar og búi óhultur, án
þess nokkur hræði hann.“
Þá ákváðum við að þiggja það starf
sem ég hef nú og flytja aftur til íslands.
Þegar ég kom heim byrjaði ég með
karlastarf í Fíladelfíu. Hugmyndirnar eru
fengnar frá Promise keepers, en við
kennum okkur þó ekki við þau samtök,
enda þarf að uppfylla ýmis skilyrði til
þess og þaö er langt ferli. Við fórum
gegnum loforóin sjö sem Promise
28