Bjarmi - 01.12.2000, Side 32
Rætt vió Jenný Guómundsdóttur myndlistarkonu
Sköpun Guós
í heilögum anda
Viótal: Henning E. Magnússon
Fyrir nokkrum vikum var haldin mynd-
listarsýning í Geróarsafni í Kópavogi
sem bar titilinn: „Sköpun heimsins — I
nafrii Guðs, föður, sonar og heilags
anda.“ Þaó er ekki oft sem svo áber-
andi trúarlegur tónn heyrist í titli list-
sýningar og því fór tíðindamaóur
Bjarma og tók listakonuna sem að
sýningunni stóð tali.
Hvernig stendur á þessum trúarlegu
áherslum í sýningunni?
— Ég hef alltaf verió leitandi í minni
myndlist og mér finnst ekki vera hægt aó
skapa án þess að hafa hið andlega meó,
hafa Guó meó. Þessar myndir sem ég er
að vinna, þessi sýning, er því eitthvað sem
Guð hefur lengi verió að vinna í mér.
Ég man að sem barn var ég aó ganga
úti á götu og var að horfa upp í himininn
á stjörnurnar og var að hugsa um Guð. Ég
hef alla tíð verið trúhneigð. Ég missi
pabba minn tíu ára gömul og tók þá af-
stöðu að ég ætti mér föður í Guói. Ég bað
á hverju kvöldi. Ég man síóan aó þegar ég
var aó fermast fannst mér það vera stórt
skref en ég geröi mér samt ekki alveg grein
fyrir því hvað kristin trú er. Það var eins og
fræóslan hafi ekki alveg náð í gegn. Ég
gerði mér heldur ekki grein fyrir því hvort
það væri almennt munur á trúarbrögóum.
Eftir myndlistarnámió fór ég að vinna í
grafíkinni og öllu mögulegu meó og eign-
aóist um svipað leyti þriója barnið og ég
keyrði heilsuna í kaf. Þetta var alltof mikið
vinnuálag.og þá fór ég aó pæla í því hvern-
ig ég gæti náð jafnvægi og friði í líf mitt. A
þeim tíma var margt í gangi í þjóðfélag-
inu, t.d. jóga og slökun, og ég leitaði inn á
það svið. Ég lærði jóga og það endaði
með því aó ég varó jógakennari. Ég var
jógakennari í sex ár. Einhvern veginn var
þetta samt aldrei nóg. Ég náói kannski á-
kveðnu jafnvægi en það nægði mér þó
ekki. Eftir á að hyggja hugsa ég stundum
um það af hverju Guð sendi ekki strax ein-
hvern með fagnaðarboóskapinn, en mað-
ur veit ekki sína ævi fyrr en öll er.
Einhvern tíma var ég aó ræða við vin-
konu mína sem var í svipuðum pælingum.
Hún var að tala um aó hið illa vaði yfir
mann á skítugum skónum en aó hið góða
verði maóur aó bjóða velkomið. Og þá fór
ég að hugsa: „Hvað er hið góða?“
Ég hef alltaf signt mig, ég var alin upp
við það. Ég signdi mig því alltaf áður en ég
gerði jóga. Einhvern tíma var ég aó signa
mig og hugsaði þá: „Heilagur andi, þaó er
ábyggilega eitthvað gott.“ Ég byrjaói því
að bjóða heilagan anda velkominn. Mér
brá mikió við þetta því ég fann snertingu
andans. Mér leið vel á eftir. Ég hélt áfram
að gera þetta í eitt til tvö ár áður en ég
steig trúarlega skrefið að fullu.
Þegar ég fer að hugsa um vinnuna með
myndirnar þá er um sjö ára tímabil að
ræða. Þetta var mikill umbreytingartími.
Guö hefur alla tíö gefið mér myndir, ég sé
í myndum. Guó er skapari og upphaf allr-
ar sköpunar. Þegar hann skapaði jörðina
vissi hann nákvæmlega hvað hann ætlaði
að skapa, hann var búinn að sjá hvaó
hann ætlaði að skapa. Síðan talaði hann
og þaó varð. Guð talar í myndum. Jesús
talar mjög myndrænt. Ég finn hvernig Guó
hefur gefið mér myndir, hvernig hann hef-
ur verió að vinna með mér.
Hvernig vinnur þú myndirnar?
— Þegar ég er á vinnustofunni bið ég
stöðugt um handleiðslu Guðs. Margir
32