Bjarmi - 01.11.2002, Side 7
Nafn hins útvalda er annar lykill. Thom-
as þessi gengur almennt undir nafninu Neo,
sem merkir nýr. Við komumst aó því í
myndinni aó Neo er einræktaður. Hann
deyr, gengur meira aó segja út í opinn
dauðann, til aó frelsa mannkynió, án þess
að eiga von á einhverju endurgjaldi fyrir
þaó. Hann deyr fyrir framan herbergi 303,
sem er enn einn lykillinn, tilvísun í aó Krist-
ur reis upp á þriója degi.
Afar mikilvægt er aó hafa í huga að þó
margt í persónu Neo og sögu hans svipi til
Jesú þá hefur Neo ekki sama sess í mynd-
inni og Kristur í kirkjunni. Neo er ekki Krist-
ur.
Neo rís upp frá dauðum fyrir tilstuólan
kærleika konu sem ber nafnió Trinity, eóa
Þrenningin. Þegar hann hefur risió upp frá
dauóum hefur hann allt vald, bæói í þeim
veruleika sem vió þekkjum, sem er Matrix,
og í handantilverunni, Guós ríkinu. Eftir aó
hann er risinn frá dauðum og hefur allt vald
á himni og á jöróu, gefur hann síóustu fyr-
irmælin til heimsins og stígur upp til himna.
Fyrirmælin eru svohljóóandi: „Petta er upp-
hafió aó nýjum heimi, án landamæra og
takmarka. Ég mun sýna þeim það sem þió
(hið illa) viljið ekki aó þau sjái.“
Þetta eru aðal lyklarnir. Þegar þú hefur
uppgötvað að skráargötin sem þessir lyklar
ganga að leynast í Biblíunni þá skynjar þú
sögu Matrix á nýjan hátt, að heimurinn er
fallinn og þarfnast frelsara. I Matrix kemur
fram aó trúarbrögó heims eru mörg hver
góð og hafa ýmislegt aó kenna okkur en
vantar þenna mikilvæga þátt kristninnar
sem er frelsarinn sem er tilbúinn til þess aó
deyja skilyróislaust fyrir þig svo þú eigir
möguleika á aó lifa. Hann gefur þér þann
sama valkost og hann stóð sjálfur frammi
fyrir, aó lifa þínu lífi sem grandvör og góó
manneskja án þess að þekkja skil þess að
guósríki ertil (bláa pillan í Matrix), eóa aó
taka áhættu og þora aó horfast í augu við
heiminn eins og hann raunverulega er.
Þetta val (rauða pillan) að taka afstöðu til
þess aó tilheyra Guós ríkinu felur í sér end-
urfæðingu og þaó gerist í myndinni þegar
þú hefur valið, sem er bein skírskotun til
skírnarinnar. Þetta er aóeins brot af öllu því
sem Matrix hefur aó mióla okkur. Enn eru
ótaldar ýmsar smærri tilvísanir, svo sem
sviksemi Júdasar, staóa Síonar í heiminum
og nöfn og hlutverk ýmissa persóna í mynd-
inni.
Master í Matrix!
Og pú hyggur á mastersritgerð um Matrix?
,Já, já. Ég hef þegar sett mig í samband
vió dr. Einar Sigurbjörnsson og dr. Amfríói
Guómundsdóttur um aó vera kennarar
mínir og þau hafa tekió vel í þaó. Ég ætla
aó hefja þessa vinnu fljótlega. Ég fer til
dæmis til Danmerkur í febrúar, aó Logum-
kloster, þar sem ráðstefnan Film og
kristendom verður haldin fyrir norræna
guófræóinga. Matrix veróur meginstefið í
þeirri ráóstefnu. Annars fara hlutirnir fyrst
aó skýrast almennilega þegar tvær seinni
myndirnar verða sýndar. Wachowski bræó-
ur hafa sagt aó þær séu einnig hasarmynd-
ir með boðskap sem á aó vera augljós þeim
sem þekkja til gyóingdóms og kristindóms,
þannig að maóur bíóur bara spenntur,"
sagói sr. Gunnar aó lokum.
7