Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2002, Síða 15

Bjarmi - 01.11.2002, Síða 15
Á miórí leió Amióri leið eftir veginum sem við göng- um frá vöggu til grafar vaknaói ég upp og sá að ég var staddur í dimmum skógi og rétta leiðin var horfin, týnd. Þannig hefst Hinn guðdómlegi gleðileik- ur Dantes. - Það var ekki tilviljun að hann hrökk upp á mióri leið. Lífsgangan var hálfnuó þegar hann lauk upp augunum til að litast um. Og vegurinn var týndur. Sá sem tók aó sér aó leióa hann áfram leiddi hann um stigu þjáningar, örvæntingar og sársauka, þar til komió var á leiðarenda, í hina týndu Paraís. Dante hrökk upp á mióri leið og uppgötv- aói sér til skelfingar að hann vissi ekki hvert hann var aó fara. Um suma er sagt að þeir fljóti sofandi að feigðarósi. Aðrir hrökkva upp á leiðinni og taka að spyrja til vegar. Öll þörfnumst vió samfýlgdar. Einhvers sem vísar veginn þegar vió villumst, vinar sem grípur hönd okkar til hughreystingar og uppörvunar. Einhvers sem hjálparokkur aó Ijúka upp augunum og horfast í augu vió okkur sjálf og spyja: Hvaðan kem ég? Hvert er ég aó fara? Að hverju er ég aó leita? Þessir samfýlgdarmenn ganga ekki veginn fýrir okkur, en verða - ef við erum heppin - á vegi okkar þegar við hrökkvum upp. Þeir ganga með okkur spölkorn, spjalla við okkur, og hverfa svo af vettvangi, sumir eftir skamma stund, annarra njótum við lengur. Minnistu slíkra? Eg stari, spyr og svara, en ekki veit ég hvaóan ég kem eða hvert ég er að fara, var einhvern tíma sagt. Eg horfi á fræðslumynd um þroskaferil fósturs í móóurlífi og fýrst eftir fæðingu. Eg heyri reglulegan hjartslátt móðurinnar og suðið er blóðið streymir um æðarnar. Fóstrið liggur öruggt í skauti móður sinnar með þennan jafna hjartslátt sem eina hljóðið sem það skynjar. Bamið fæðist fullþroska til að taka til við að lifa á öórum forsendum í öðru og haró- neskjulegra umhverfi. Þegar barnið tók að gráta bjuggu vísindamenn sig undir aó gera tilraunir sínar. Þeir lögðu hljóðupptöku af hjartslætti móóurinnar við eyra barnsins - gráturinn þagnaði og ró færóist yfir. En þetta bar ekki árangur nema í nokkra daga. Hlutskipti mannsins er annað en að liggja í paradísarástandi og hvílast vió hjartslátt móöurinnar. En er þaó kannski þrátt fýrir allt svo, aó allt frá því að hjart- sláttur móðurinnar víkur frá eyrum okkar, erum við að leita aó hjarta sem slær (ýrir okkur? Sumt fulloróið fólk leggst í fóstur- stellingar þegar það dreymir. En það er engin leió til baka - en draumurinn um hjarta sem slær okkar vegna er löngunin eftir því sem einu sinni var. Aó trúa er að leita eftir hjarta sem slær mín vegna. Trú er heimþrá. Sumir hafa sagt: Trúin er aóferð til að leita lífi sínu merkingar. Leit, spurn, glíma, - glíma við fleiri spurningar en svör gefast við. En áður en vió getum farið aö leita, - áður en við getum farið að spyrja, veróum við að vakna upp og skyggnast um og uppgötva að við höfum misst sjónar á veginum. Bob Dylan söng á sinni tíð: Hvernig finnst þér að vera á eigin vegum og þekkja ekki leiðina heim? Söng hann fýrir hönd samtíðar sinnar, samtíðar okkar? í samtíó okkar og á seinni hluta síðustu aldar fóru margir að heiman bæði í eiginlegri og óeig- inlegri merkingu. Sneru baki viö gildum yf- irborðsmenningar og neysluhyggju, valds og ofbeldis. Sneru baki vió trú foreldra sinna og trúarstofnana, til aó geta lifað af, og lögóu afstaó til að leita. Og sumir voru svo illa settir að eiga enga trú, engan Guö til að afneita. Þverstæóan í þessu öllu er kannski sú aó þaó er þá fýrst sem ganga okkar veróur markviss leit, þegar vió áttum okkur á aó við vitum ekki hvert vió erum að fara. Kreppan er sá staður þar sem allt verður raunverulegt. Er þetta saga mannsins: Eins og hindin þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð. Tár mín eru fæöa mín dag og nótt, af því að menn segja vió mig lió- langan daginn: Hvar er Guð þinn? (Davíð konungur). - Hjarta mitt er órótt, uns það hvílist í þér (Ágústínus kirkjufaðir). Á miðri leið eftir veginum sem við göng- um frá vöggu til grafar vaknaði ég upp og sá að ég var staddur í dimmum skógi og rétta leióin var horfin, týnd (Dante). Hvern get ég spurt vegar? Oró eru hættuleg. Sum oró loka dyrum. Trúarlegur orðavaðall, sem hefur misst merkingu sína og veldur ógleði. Orð sem eru ósögð, jafnvel oró sem ekki eru til. Sumir hafa týnt oróaforóa trúarinn- ar til aö geta fært í oró hugsanir sínar og þrár. Við þörfnumst oróa sem opna, oróa sem eru lyklar aó nýrri merkingu, orða sem geta vísað til vegar. Á leiðinni aó heiman og heim. Við erfiðum og leitum, sökkvum okkur nióur í leitina. Týnum veginum. Gerum uppreisn, flýjum, svíkjum og vitum ekki hvað við viljum. Vió yfirgefum heimilið, en okkur langar heim og formælum fjarver- unni. En daginn sem augu okkar opnast - þó ekki sé nema lítið eitt - kunnum vió aó sjá að við erum þar sem við höfum alltaf verið: I hendi Guös. Hin dulda návist verð- ur sýnileg návist. Hin dulda samfýlgd verð- ur sýnilg samfýlgd. Að heiman og heim. Sr. Sigurður Pálsson er sóknarprestur í Hallgrímskirkju. 15

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.