Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.11.2002, Side 26

Bjarmi - 01.11.2002, Side 26
hjálpaó en þegar ég fór í kirkju fékk ég engin svör. Prestarnir töluðu um málefni sem höfðu ekkert meó daglegt líf mitt að gera. Þeir minntust aldrei á neitt af því sem er aó rífa migísundur. Égyfirgaf kirkjuna vonlaus- ari en nokkru sinni fyrr. Þess vegna reikna ég ekki lengur meó Guói eða kirkjunni." 2. Guðsþjónusturnar eru dauðar, leiðin- legar og fyrirsjáanlegar. Maóur nokkur sem var hættur aó sækja kirkju sagóist geta sagt fyrir um hvaó prest- urinn myndi prédika og hvaóa sálmaryróu sungnir. „Ef ég finn þörf fyrir aó fá eitthvaó af kirkjunni get ég séó þetta allt fýrir mér heima.“ 3. Prestarnir prédika niður til kirkjugest- anna, eru dcemandi ogjafnvel vondir. Kona sem haföi verió yfirgefin af eigin- manni sínum sagói: „Maðurinn minn stakk af meö samstarfskonu sinni. Hann skildi mig eftir bíllausa, meó húsbréfalán og þrjú börn undir skólaaldri. Ég hélt áfram að sækja kirkjuna mína af því aó ég hélt aó ég fengi uppörvun þar, andlegan styrk og von- arglætu. Þess í staó var ég sífellt dæmd fyr- ir skilnaóinn sem ég óskaöi ekki eftir að ganga í gegnum. Ég þoli þetta ekki lengur.“ 4. Kirkjurnar eru alltaf að biðja um peninga. Hvernig getur nokkur ætlast til þess aó maður gefi peninga til kirkju sem er leióin- leg? Fólkið sem svaraði var iöulega fullt af hryggð og reiöi. Þetta er sorgarsaga nútím- ans aö fólk yfirgefur kirkjuna meó þyngri byróar en þegar þaó kom þangaó. Bæn Bills til Guðs þegar könnuninni var lokið var: „Ef ég flyt einhvern tíma prédikun sem er úr tengslum vió líf fólks, boóa fagnaðarerindió þannig aó fólki leióist, eða tek lífskraftinn eða vonina frá þeim sem þurfa á henni aó halda, kipptu mér þá út úr þjónustunni." Bill og vinir hans tóku mió af svörunum er þeir byggðu upp Willow Creek söfnuðinn. Á nýjum stað Fljótlega eftir flutninginn bauóst stór lóð á ákjósanlegum staó til kaups í 16 kílómetra fjarlægó frá kvikmyndahúsinu fyrir 60 millj- ónir króna. Ákveðið var aó ganga að kaup- unum. Árió 1981 stóó ný kirkja tilbúin á lóóinni og hægt var aö flytja starfsemi safn- aðarins þangað. Söfnuðurinn óx hratt og stöðuglega. Frá 1991 þurfti að halda fjórar sunnudagsguösþjónustur og árió eftir sóttu um 17.000 manns kirkjuna um hverja helgi. Þó að vöxturinn væri mikill kom í Ijós aó margir hurfu einnig frá söfnuóinum. Þegar leiötogar hennar veltu fyrir sér hvaó væri til ráöa varð niðurstaðan sú aö leggja bæri áherslu á aö bjóóa öllu safnaóarfólki þátt- töku í smáhópum sem flestir hittast í heimahúsum. Nú getur fólk valió á milli fimm mismunandi geróa smáhópa: 1. Hópa fyrir nýkristið fólk sem vill læra að ióka trúna og temja sérgóðar venjur vió að ióka hana (disciple-making groups). 2. Hópa til aó hjálpa trúuöu fólki sem kemur inn í söfnuðinn til aó kynnast fólki í söfnuðinum og læra meira um hvaö eftirfylgd viö Krist felur í sér (community groups). 3. Þjónustuhópa sem veita þeim sem taka þátt í þjónustu af ýmsu tagi í söfnuðin- um umhyggju og eftirfylgd. 4. Hópa fyrir þá sem eru leitandi, einkum þá sem eiga ekki trúna en vilja fræðast meira um hvaó þaó felur í sér aó veröa kristinn. 5. Stuóningshópa fyrir fólk sem á í erfið- leikum afýmsu tagi erveita því uppörv- un og hjálp. í hverjum hópi eru að jafnaði fjórirtil tíu. Þeir eru opnir og nýju fólki er boóið aö vera með. Þegar þeir eru orðnir of stórir skipta þeir sér í tvennt. Hver hópstjóri hefur lær- ling sér við hlió sem tekur viö nýja hópnum. Hóparnir hindra aó fólk týnist í fjöldanum og þar eignast það nána vini sem oft veröa hluti af stórfjölskyldunni. Margvísleg fræðsla fer fram í hópunum. Smáhóparnir eru orónireinn af hornsteinum safnaðarins og þar nær fólk aó vaxa í trúnni í kærleiks- ríku og öruggu umhverfi. Árió 1994 voru um 1.000 smáhópar meó um 7.500 manns starfandi í söfnuóinum. Margs konar fræðsluefni hefur verið samið fyrir hópana. Markmió Willow Creek söfnuðurinn telur þaó vera tilgang sinn aó breyta fólki í heils hugar 26

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.