Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 27
Hinn mikli vöxtur safnaóarins í Willow Creek vakti fljótt athygli og um árabil hafa kirkju- leiðtogar flykkst þangað hvaðanœva að til að kynna sér starfsemi hans og reyna að tileinka sér lykilinn að velgengninni. Bill Hybels og samstarfsfólk hans halda sífellt námskeið, bceði í heimakirkjunni og víða um heim, um starf safnaðarins og hugmyndafrœði hans. fylgjendur Jesú Krists í umhverfi sínu og út um allan heim. Lögð hefur verið áhersla á eftirfarandi þætti sem markmið bæði fyrir kirkjuna sem söfnuó og einstaka safnaðar- meðlimi: 1. Lofgjörð, tilbeiósla í einrúmi og í sam- félagi safnaðarins. 2. Trúboð, að ná í fólk svo að það geti mætt konunginum, Jesú Kristi. 3. Kennslu, svo að líf fólks breytist. Lögð er áhersla á góða Biblíufræðslu, kennslu í eftirfylgd og trúboói. 4. Utvíkkun, að ná til fólksins í þjóðfélag- inu með kærleika og réttlæti Guðsríkis- ins. Kirkjan á aó vera samviska heimsins með því að sýna kærleika og réttlæti Guðs í orói og verki. Aóferóafræói Aðferðafræði Willow Creek kirkjunnar er fólgin í sjö skrefum. 1. Aó skapa tengsl við fólk. Þessi aðferð hefur verió kölluó vináttu- trúboð, að vingast við fólk og sýna því áhuga. Fólk á miklu hægara meó aó heyra róttækan boðskap frá fólki sem það þekkir og treystir en frá ókunnugu fólki. 2. Að vitna um trúna með orðum. 3. Bjóóa fólki á samkomur fyrir þá sem eru leitandi. Sunnudagsguðsþjónustan hefur þjón- að þessu hlutverki. 4. Að verða hluti af nýju samfélagi. Fólk sem hefur ákveðió að lifa sam- kvæmt trúnni þarf aó sækja samveru- stundir sem byggir það upp í trúnni. Slíkar safnaðarsamkomur eru haldnar á miðvikudagskvöldum. Þær eru með talsvert öóru sniói en sunnudagsguðs- þjónustan. 5. Aó vera í smáhópi. Slíkir hópar hittast að minnsta kosti tvisvar í mánuöi. Þar deilir fólk trúnni hvert meó öóru, lærir Guðs orð í um- ræóuformi og þjónar hvert öðru. Oft taka hóparniraó sér ákveóin þjónustu- verkefni í söfnuðinum um lengri eða skemmri tíma. 6. Að þjóna líkama Krists. Heilagur andi útbýtir náöargjöfum sín- um til alls trúaós fólks sem nota á í þágu heildarinnar. Allirvita að þeir eru hluti afkirkjunni þegar náðargjöf þeirra nýtist henni og jafnvel út fyrir mörk hennar. 7. Ráðdeild. Aö heiðra Guó meó því að veita honum aðgang aó því sem við eigum og gefa með gleði til málefnis hans. Það er ábyrgð starfsfólks og leiötoga safn- aðarins að aðstoða safnaóarfólk við að ná þessum markmiðum. Þaó er gert fyrir tilstilli um 100 starfsgreina sem eru kjarninn í starfi kirkjunnar. Kennsluefni hefur verið útbúió fyrir hvert hinna sjö skrefa. Lögð er áhersla á að fólk líti ekki á kirkjuna sfna sem þjónustu- miðstöó heldur aó það sé gefendur. Gerð er krafa um að allir sem eru í leiðtogahlutverk- um í söfnuóinum taki þátt í starfi hans. Tíu grundvallargildi Þar sem margt ólíkt fólk myndar Willow Creek söfnuðinn og þaó lítur mismunandi augum á hvernig haga beri þjónustu þar hafa leiðtogar hans lagt áherslu á að safn- aðarfólk standi saman um eftirfarandi grundvallargildi: 1. Góó Biblíukennsla er farvegur fyrir um- breytingu á lífi einstaklinga og safnaóar. 2. Guð lætur sig varða fólk sem býr í and- legu myrkri og því ætti kirkjan einnig að gera það. 3. Form kirkjunnar ætti aö vera í samræmi við menningu þeirra sem hún höfóartil en samt verður að halda kenningunni hreinni. 4. Kristió fólk ætti að leitast við að sýna að trú þess sé ekta og þrá að halda áfram aó vaxa í trúnni. 5. Kirkjan ætti að starfa sem samfélag sem einkennist af einingu manna og kvenna sem nota náðargjafir sínar í þjónustu þess. 6. Kærleikur í samskiptum fólks á að móta allt starf safnaðarins. 7. Líf fólks breytist fyrst og fremst í smá- hópum. 8. Guð er heiðraóur þegar trúin mótar líf fólks þannig að eftir því er tekió. Slíkt hvetur einnig annað fólk til sams konar eftirfylgdar. 9. Leiótogar kirkjunnar eiga að vera fólk með leiðtoganáðargáfu. 10. Markmið alls trúaós fólks á að vera að leitast við að fylgja Kristi heils hugar og vinna í þeim anda aó málefni hans. Hinn mikli vöxtur safnaðarins í Willow Creek vakti fljótt athygli og um árabil hafa kirkjuleiótogar flykkst þangaó hvaðanæva aó til aó kynna sér starfsemi hans og reyna að tileinka sér lykilinn aó velgengninni. Bill Hybels og samstarfsfólk hans halda sífellt námskeið, bæói í heimakirkjunni og víða um heim, um starf safnaðarins og hug- myndafræði hans. A Norðurlöndum hafa verið stofnuó Willow Creek samtök og ár- lega eru haldin Willow Creek námskeió þar. Aósóknin er mikil og oft komast færri að en vilja. I nóvember á þessu ári veróa til dæm- is tvær stórar Willow Creek ráðstefnur haldnar í Kaupmannahöfn og Gautaborg. Fastráðið starfsfólk Willow Creek safnaðar- ins er um 220. Utgáfustarfsemi safnaóarins eykst stöðugt og hið útgefna efni breiðist sí- fellt víóar um lönd. Willow Creek kirkjan er einn af þeim söfnuóum sem áttuðu sig fyrst á hinum miklu breytingum sem áttu sér stað í menn- ingu Vesturlanda á 8. áratug síóustu aldar og árunum þar á eftir og brugóust við meó þeim hætti að láta markhóp hennar hafa áhrif á starfsaðferóirnar. Leiðtogar hennar skildu að umgjörð kristindómsins er ekki heilög og getur breyst frá einu menningar- svæói til annars og einu tímabili til annars en að boðskapurinn sjálfur breytist ekki og aó honum má ekki breyta. Starfsaðferðir Willow Creek safnaóarins hafa borió meiri árangur en flestra annarra safnaða á Vest- urlöndum. Á tímum þegar kirkjusókn minnkar stöðugt eru kirkjuleiðtogar víða á Vesturlöndum fúsari en áður til aó setjast í lærdómsstellingar gagnvart söfnuóinum. Islensk kirkja getur lært margt af þessum merka söfnuói. Kjartan Jónsson er framkvœmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.