Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 28
Á Creation Fest 2002
Iviótali í sumar lýsti Óli Palli í Rokklandi
reynslu sinni á Hróaskelduhátíóinni
eitthvaó á þá leið að það ríkti svo mikil
gleói á svona útihátió að ekkert gæti topp-
aó það nema kannski þaó að fara í kirkju.
En hvernig ætli það sé að fara á útihátió
sem einnig er kirkja?
Creation Fest er ein stærsta útihátíó í
Bandaríkjunum þarsem um 100.000 manns
koma saman og allar helstu kristilegu hljóm-
sveitir og listamenn koma fram og gefa Guði
alla dýrð af því sem fram fer. Nú í sumar fóru
Hljómar með 20 manna hóp á þessa hátíð.
Þetta er ferðasagan þeirra.
Þaó var spenningur í hópnum sem hittist
á mánudagseftirmiódegi í flugstöóinni í
Kelfavík. Flestir vissu ekki hvernig
næstu dagar myndu veróa
enda erfitt að sjá
fýrir sér hvernig hátíð af þessari stærð fer
fram. Hins vegar voru sjö einstaklingar í
hópnum sem höfðu farið árió áóur því þá
fór Ivar Isak með 33 manna hóp á sömu
hátíó en þá voru ferðalangar félagar úr
unglingahóp Fíladelfíu. Hópurinn þetta
árið var mun blandaðri, á öllum aldri og úr
hinum ýmsu kirkjum. Þetta var hópur sem
átti eftir að ná vel saman næstu vikuna.
Flogió var til Baltimore og gekk flugið vel.
Hitinn var mikill sem tók á móti okkur. Vió
vorum komin á hótelið um kvöldmatarleyt-
ið og það var varla búið að koma sér fýrir
þegar ákveóið var aó drífa sig í næstu versl-
unarmióstöð og taka út staóinn. Ekki voru
nú allir jafnákafir í verslunarleiðangur og
gátu þeir sem ekki vildu fara að versla farið
út að boróa eða í kvikmyndahús sem var í
göngufæri við hótelið.
Á þriðjudag var haldið á útihátíðarsvæð-
ió ogvorum við mjög heppin með rútu því
við fengum 40 manna bíl meó góðri loft-
kælingu og salerni. Dagskrá hátíðarinnar
byrjaói ekki fýrr en næsta dag og því gafst
tækifæri til aó skoða svæðið og sitja við
varðeldinn í tjaldbúóunum okkar. Við vor-
um mjög heppin meó tjaldstæði, vorum vió
sundlaug og mjög stutt var í veitingabása
og salerni.
Á mióvikudag byrjaði dagskráin kl. 18 og
eitt af því sem vakti athygli mína var aó þaó
var nánast aldrei seinkun á dagskrá. Það
var alltaf byrjað á mínútunni og svo gekk
dagskráin snurðulaust áfram. Fimmtudag,
föstudag og laugardag var dagskrá allan
daginn og var hún uppbyggó á þá leið að
dagurinn byrjaói með lofgjörð og prédikun
fram aó hádegishléi. Frá kl. 13-15 var tón-
listardagskrá á stórasviðinu og á sama tíma
var lofgjörð í tjaldi sem á morgnana var
notað fýrir barnadagskrá. Frá kl. 12-18 var
einnig rokk í boói á „Fringe Stage“. Kvöld-
dagskráin hófst kl. 17.35 og stóð til um kl.
12 um kvöldið. Þá fóru flestir í tjaldbúðirn-
ar og kveiktu varðeld en þeir sem vildu gátu
farið í stóra tjaldió því þar var fjölbreytt
dagskrá í klukkustund lengur.
Dagskráin var fjölbreytt og gátu allir í
hópnum fundið eitthvað við sitt hæfi. Fyrir
mig var þó eitt atriði sem stóó sérstaklega
uppúr og það var M.W. Smith sem endaði
föstudagkvöldió. Nýjasti diskur hans,
Hrönn Svansdóttir