Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.11.2002, Blaðsíða 31
Hjálpræði efnamanns eftir Klemens frá Alexandríu Hið íslenska bókmenncafélag hefur um margra ára skeið gefið út svonefnd Lærdómsric. Fyrr á þessu ári kom út í ritröð- inni merkt rit frá árdögum kirkjunnar, bókin Hjálpræði efnamanns eftir Klemens frá Alex- andríu (frá u.þ.b. 200 e.Kr.). Þýðingin er eft- ir dr. Clarence E. Glad sem jafnframt ritar ít- arlegan inngang og skýringar. Óhætt er að segja aó mikill fengursé að bókinni og þeirri kynningu á starfi og guðfræói Klemensar frá Alexandríu sem er að finna í inngangi ritsins. Ekki er mikið vitað um ævi Klemensar frá Alexandríu. Hann mun hafa fæðst um 150 e. Kr. og dáið um 215. Hann er talinn hafa lagt stund á guófræði og heimspeki á ýmsum stöðum áður en hann kom til Alexandríu. Þar nam hann hjá Pantaenusi sem veitti forstöðu guðfræðiskólanum í Alexandríu. Pantaenus var fýrsti þekkti kennari þess skóla en eftir- menn hans, Klemens frá Alexandríu og Orig- enes (185-254 e. Kr.) eru þeir þekktustu og undir þeirra forystu komst skólinn til veru- legra áhrifa. Merkustu rit Klemensar eru Hvatning til Grikkja, Fræðarinn ogSamtíning- ur. Ef til vill fáum við að sjá einhver þessara rita í fslenskri þýóingu því Clarence mun vera að vinna að þýðingu fleiri rita Klemensar. A vefsíðu Þjóðkirkjunnar (kirkjan.is) er að finna ritdóm eftir Kristin Ólason guðfræðing um útgáfu Bókmenntafélagsins á Hjálpræöi efnamanns. Hann segir þar meðal annars um efni ritsins: „Hjálpræði efnamanns er einskonar fyrir- lestur eöa áminningarræða þar sem lagt er út affrásögunni afríka manninum í Mk. 10.17- 31. Þaó má því taka undir meó höfundi þeg- ar hann segir, að hér sé í reynd fýrsta rit frum- kristninnar, sem fjallar sérstaklega um efnið „auðlegó og örbirgó." í riti sínu gerir Klemens greinarmun á ólíkum tegundum auós, s.s. á ytri og innri, eiginlegum og óeiginlegum eða annarlegum auði, auði viturra og ódygðugra. Þessi flokkun er síðan forsenda þeirrar for- gangsröðunar sem hann hvetur kristna ein- staklinga til að fýlgja í lífi sínu. í því skyni út- listar Klemens m.a. hvernig hægt er að hreinsa sál sína af ástríðum hennar og læra rétta notkun auós. Það er því kjarninn í útlist- ingu hans á sögunni um ríka manninn aó þar sé fýrst og fremst verið að hvetja kristna ein- staklinga til að hafna girndum sálarinnarsem orsaka misnotkun auðs, en ekki lifibrauðinu, sem er öllum nauðsynlegt, sbr. umfjöllun höfundar um efni ritsins. Þetta rit gefur ekki einungis mikilvægar upplýsingar um guófræði auðsins samkvæmt skilningi Klemensar, það er einniggóð heim- ild fyrir skiptingu félagslegra og efnalegra gæóa á 2. öld e. Kr., sbr. inngang bls. 105. Þá er líklegt aó efnivióurinn gefi til kynna aö kristindómurinn sé að fesca rætur í efri stétt- um hins keisaralega samfélags. Það er því vel við hæfi aó kynna slíkt verk í nútímasamfélagi þar sem auður og velmegun borgaranna vekja áleitnarspurningarum eiginlegt gildi og hlutverk kristinnar trúar." Inngangurdr. Clarence E. Glad erítarlegur og hefur aó geyma mikið af gagnlegum upp- lýsingum. Hann gerir m.a. grein fýrir æviferli Klemensar, upphafi kriscni og aóstæóum í Al- exandríu, auk þess að fjalla allítarlega um hugmyndir Klemensar og túlkunarhefðir við upphaf kristni. Um þessa þætti inngangsins segir Kristinn Ólason m.a. í ritdómi sínum: „Þótt fremur lítió sé vitað um ævi Klemens- ar er óhætt aó fullyróa út frá verkum hans að hann sé einn elsti frumkvöðull ,vísindalegrar guófræði’. Hann er fýrst og fremst maóur samtalsins, opinn fýrir ólíkum sjónarmiðum í umhverfinu og gefur svör sem óneitanlega hafa sérstöðu í samanburði við margt annað í ritum kristinna samtímamanna hans. Þetta má að hluta til skýra út frá menningarborginni Alexandríu þar sem hann lifði og starfaði scór- an hluta ævinnar. Ólíkir straumar og stefnur höfðu sett svip sinn á andlegt líf borgarinnar f alda raóir. Af þeim þáttum, sem einkum mót- uðu Klemens við þessar aðstæóur, nefnir höf- undur gyðinglega heimspeki og túlkunarhefð (sbr. Fflon), platonska hefó svokallaðra mið- platonskra hugsuða þar sem gætir áhrifa stóuspeki og aristotelískrar heimspeki, gnóstíska kennimenn auk þeirra kristnu hefða sem hann haföi aógang að. Eins ogfram kemurí upptalningunni hérað framan gerir höfundur m.a. grein fýrir aðferð og áherslum í ritskýringu Biblíunnar á fýrstu öldum kristninnar (bls. 91-104). Óhætt er aó fullyróa að sú aðferóafræói hafði mótandi áhrif á túlkunarfræði kirkjunnar langt fram yfir miðaldir. Framsetning Klemensar sýnir að hann er tilbúinn til að tengja saman heim- speki og guófræði. í því sambandi tekur höf- undur dæmi á bls. 87 í inngangi þar sem hann lýsir túlkun Klemensar á miðlægum texta í sköpunarfrásögn Prestaritsins 1. Mós. 1.26. Til aó útlista þennan texta notar Klemens brot úr ritinu Þeaítetos eftir Platon þar sem sam- bærilegt orðalag ber á góma. Þá er augljóst að hann hefur oróið fýrir áhrifum af gyóinglegri ritskýringu (sjá m.a. inngang bls. 95) en þau eru oft stórlega vanmetin í úttekt og umfjöll- un fræóimanna um kristna rithöfunda á fýrstu öldum kristindómsins. Sú staðreynd að Klem- ens rökstyóur guðfræðilegar kenningar sínar út frá ritningunum segir talsvert til um gæói framsetningarinnar. í því sambandi vekursér- staka athygli að hann skírskotar einnig til texta Gamla testamentisins (= LXX, ,sjötíu- mannaþýóingin’, þýðing Gamla testamentis- ins á grísku), ekki sísc sköpunartexta þess, ólíkt Markíonítum, sem litu svo á aó Guð Gamla testamentisins samrýmdist ekki kenn- ingu kristindómsins um (al)góðan Guð, sbr. umfjöllun höfundar á bls. 84-85 í inngangi. Því miður eiga Markíonítar talsmenn innan kirkjunnarallt fram á þennan dagsem einkum sést á vanmati og misskilningi á hlutverki og eðli texta Gamla testamentisins í kristinni hefó.“ Vel virðist hafa verið staóió að verki við út- gáfu á Hjálpræði efnamanns og vandaó til útgáfunnar á allan hátt. Þaó er fagnaðarefni að Hió íslenska bókmenntafélag skuli „gefa íslenskum lesendum aðgang að kirkjufeðrun- um með ítarlegu yfirliti yfir þá strauma og stefnur sem einkum höfóu áhrif á kristna rit- höfunda á 2. öld e. Kr.“ eins og segir í ritdómi Kristins Ólasonar. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum. Lesendur Bjarma fá afslátt hjá útgefanda, Hinu íslenska bókmenntafélagi. 31

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.