Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 16
V 144 Heima er bezt Nr. 5 Nr. 5 Heima er bezt 145 Paddy var ekki eingöngu eini vinur einmana manns, heldur og hjálparhella og bjarg- vcettur hans. Paddy lenti i umferðaslysi. í fyrstu leit ut fyrir, að hann hefði fótbrotn- að, en sem betur fór sýndu myndirnar, að fóturinn var ekki brotinn. Frú María Elisabeth Dickin, sem hér verður nokkuð sagt írá, er fædd 1870. Á æskuárum helg- aði hún störf sín þjáðu, fátæku fólki, ekki hvað sízt gamal- mennum og börnum, sem ólu aldur sinn í hj ágötum og skúma- skotum Lundúnaborgar. Við þessi störf kynntist hún aðbúð og hryllilegum þjáningum dýra þeirra, er þetta fátæka fólk átti, en enginn var til að hjálpa þeim sjúkum og hrjáðum, fólkið svo fátækt, að það gat ekki keypt læknishjálp eða lyf handa grip- um sínum, og svo miklir ein- stæðingar, að hvergi var hjálp- ar að vænta. Frú Dickin tók sárt að sjá, hve lítið var skeytt um líf og heilsu dýranna. Ef fólk veikist, eru til sjúkrahús handa því og sérfræðingar til að stunda sjúkl- ingana, en ef dýr veiktist, var ekkert hægt að gera nema láta það veslast upp og deyja, ef svo vill verkast, þegar heimilisá- stæður eigendanna voru svo bágbornar, að þeir gátu ekki goldið læknishjálp, og hvergi var vinar að vænta, sem hér gat hlaupið undir bagga. Slíkt mis- rétti gat frú Dickin ekki þolað. Hér varð að finna eitthvert ráð til úrbóta. Svo var það árið 1917, að hún gat með hjálp dýralæknis eins, sem var að góðu kunnur, opnað fyrstu lækningastofuna með ó- keypis lyfjasölu fyrir fátæka dýraeigendur. Stofnun þessi var til húsa í kjallara einum í Aust- ur-London og ærið fátækleg, en varð þó mikils vísir, því að til þessa starfs á L.L.S.D. (Lyfja- og læknishjálp fyrir sjúk dýr, á ensku: P.D.S.A.) rætur sínar að rekja. En sú hjálparstofnun heldur nú uppi víðtækri sjúkra- hjálp um gjörvallt Bretland og auk þess í mörgum öðrum lönd- um, og geta fátækir dýraeigend- ur fengið ókeypis læknishjálp fyrir dýr sín. L.L.S.D. starfrækir nú dýra- hjálp í meir en 200 borgum og bæjum í Bretlandi. Á 76 stöðum eru lyfjabúðir, þar sem jafn- framt er veitt bráðabirgðahjálp, auk þess eru 16 lyfjavagnar, sem ganga eftir áætlunum og ferðast með þeim læknar, sem veita aðstoð sína hvenær og hvar sem er. Auk þessa starfa Sjúkrahús fyrir dýr Grein sú, er hér birtist, íslenzkum lesendum til fróðleiks og umhugsunar, er tekin saman samkvæmt heimildum, sem líknarstofnunin „The People’s Dispensary for Sick Animals“ í London hefur góðfúslega látið „Heima er bezt“ í té. Vissulega væri brýn þörf á hliðstæðri stofnun hér á landi til líkn- ar og umhirðu á sjúkum og vanheilum, íslenzkum dýrum. nú á vegum stofnunárinnar sex „almenn“ dýrasjúkrahús, fimm heimili fyrir flækingshunda (strokuhunda) og sautján sjúkravagnar, og auk þess einn, ætlaður fyrir hesta eingöngu. En möndullinn, sem allt þetta snýst um, er heilsuhæli L.L.S.D., aðal- stöðvar og námsskóli stofnUnar- innar, sem er til húsa að Ilford í Essex. Nú munu um eða yfir ein milj- ón sjúklingar njóta læknis- hjálpar árlega, en ef sjúkratala stofnunarinnar erlendis er talin með, verður tala þessi mun hærri. Erlendis verður hvert land að byggja á þjóðlegum grunni, en vandamálin í hverju landi fara eftir landsháttum, þjóðfélagsvenjum og trúar- brögðum. Og allar þessar stofn- Það er hlutverk L.L.S.D. að veita dýrum hinna sarfátcckustu manna á meðal vor eins fullkomna lceknishjálp og frekast er völ á þessari tcekniöld. Þessi mynd sýnir uppskurð i skurðarstofu heilsuhcelisins, sem búin er öllum nýtízku tcekjum. Sjúklingurinn er hundur daglaunahonu. Myndin ber það með sér, að sjúkklingarnir eru svcefðir, rétt eins og háttur er i sjúkrahúsum fyrir menn. Á myndinni er hundur, sem gleypti teskeið, er húsmóðir hans var að gefa honum lýsi. Hcr getur og að lita Röntgenmynd, sem tekin var rétt áður en skeiðinni var náð. Stóra myndin sýnir aðgerðina. Lceknirinn er að búa sig undir að ná skeiðinni með þar til gerðu tæki. Með sérstakri gerð Röntgentcekja getur hann séð, hvað gera þarf til þess að ná tangarhaldi á þessum aðskotahlut. anir sækja fram, og nú hefur brezka þingið sett sérstök lög varðandi starfsemi þessa og þannig viðurkennt og stuðlað að eflingu þessarar mikilsverðu hjálpar í þágu manna og dýra. Þessi hjálparstarfsemi þrífst mest á samskotum og gjöfum einstakra manna, og safnast jafnan mikið fé, því að stofnun- in nýtur trausts og virðingar alls almennings. Nú er orðið algengt, að fólk, sem fær sér einhver húsdýr, leiti strax ráða hjá L.L.S.D. um meðferð þeirra, varnir gegn sjúkdómum og fóður handa þeim. Eftir styrjöldina hafa margir, sem gegndu herþjónustu, meðan á henni stóð, komið sér upp alifugla- eða kanínurækt, og ávallt eiga þeir góðan hauk í horni þar sem þessi stofnun er, ef farsóttir ógna bústofni þeirra, eða þeir eiga við erfið- leika að etja sökum skömmtun- ar og reglugerða, sem hið opin- bera hefur sett. Flestir eru sjúklingarnir hund- ar og kettir í eign verkafólks í borgum og bæjum. Gamalmenni, börn og einstæðingar hafa tek- ið ástfóstri við þessi dýr og reyna eftir megni að hlúa að þeim, þess vegna er það eigi lítið sorg- arefni, er þau veikjast. Þetta fólk finnur vel til ábyrgðar þeirrar, sem dýraeigendum er lögð á herðar, en eru hjálpar- vana sökum þekkingarskorts og kemur því með vini sina til L.L.- S.D. til skoðunar og lækningar, því að þar er jafnan hjálpar að vænta, og ekki þarf að hafa áhyggjur vegna kostnaðarins. Hér á eftir fer skrá yfir nokk- ur þau dýramein, sem til með- ferðar voru tekin: Beinbrot 6.680, húðsjúkdóm- ar 50.158, meltingarsjúkdómar 73.927, sjúkdómar í öndunarfær- um 21.768, sár 29.205, Meinsemd í eyrum 34.543, hjartasjúkdóm- ar 2.224, æxli 9. 148. Og til lækningar á þessum meinum notaði L.L.S.D.:

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.