Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 25
Nr. 5 Heima er bezt 153 ■vera almennt viðurkennt, enda reiddust ýmsir Jónasi fyrir þann dóm. Þó má segja fulltrú- um gamla tímans það til hróss, að þeir viðurkenndu Jónas strax sem mikið skáld, enda þótt þeir gætu ekki fyrirgefið árás hans á Sigurð Breiðfjörð, og gætu hinar vígreifu bókmenntahetjur nú- tímans nokkuð lært af því. Raunsæisstefnan barst hingað til landsins með tímaritinu „Verðandi", sem þeir Gestur Pálsson, Einar Hjörleifsson Kvaran, Hannes Hafstein og Bertel E. Ó. Þorleifsson gáfu út árið 1882. Raunsæisstefnan átti formælendur fáa hér á landi í fyrstu, þar sem flest eldri skáld- in voru í andstöðu við hana. Hin ungu skáld, sem hneigðust að henni, höfðu þó ekki í hyggju að láta undan þeirri tregðu, sem mætti þeim, heldur gengu fram til sóknar. Hinn 14. jan. 1888 héit Hannes Hafstein fyrirlest- ur „um ástand íslenzks skáld- skapar nú á tímum“. Þjóðólfur segir svo frá fyrirlestrinum þ. 20. s. m.: „Fyrirlestur um ástand ís- lenzks skáldskapar nú á tímum hélt cand. jur. Hannes Hafstein 14. þ. m. Hann talaði fyrst um hin núlifandi skáld vor, Grím Thomsen, Benedikt Gröndal, Steingrím Thorsteinsson og Matthías Jochumsson; sagði að það væri að vísu margt gott í kvæðum þeirra, en fann þó sitt að hverjum; þótti Matthías taka hinum fram; talaði hlýlega um Jón Ólafsson, sömuleiðis Gest Pálsson fyrir Kærleiksheimilið, hnjóðaði í sögur Jónasar Jónas- sonar, sem mundi sjálfsagt telja sig „realista“, en það þyrfti meira til þess en að taka út- skriftir úr hreppsnefndarbók- um. Yfir höfuð voru þessir dóm- ar lauslegir og sannanalitlir, eins og geta má nærri, því að það er ekki hægt að taka fyrír svo marga menn og dæma verk þeirra með skýrum rökum á fá- einum mínútum. Hann sneri sér síðan að aðal- efni fyrirlestursins; talaði um að ljóðagjörð væri lögst í dá hér á landi, nema erfiljóð og graf- skriftir, og hvorttveggja næsta vesalt og fátæklegt. í síðari hluta fyrirlestursins talaði hann um hvers vegna þetta væri svo. Um það mætti koma með ýmsar tilgátur, svo sem að það væri eigi hlúð nógu mikið að skáld- unum; nú væri eigi eins góð samvinna á milli þeirra og stundum hefði verið áður, og litlar sem engar hreyfingar væru hjá þjóðinni. Þetta gæti þó eigi verið aðalástæðan, því að skáldin syngja oft nýjar hreyfingar inn í sína eigin þjóð. Aðalástæðan mundi vera, að gömlu hugmyndirnar, sem skáld vor hafa dýrkað og kveðið um, hugmyndir um þjóðerni og þjóð- arfrægð, væru úr gildi gengnar, en hagur einstaklingsins í þeirra stað orðinn efst á blaði, að rann- saka mein einstaklinganna, til þess að þau yrðu læknuð, gera þá sem sterkasta og gefa þeim kost á að nota krafta sína sem bezt, — það væri orðið efst á dagskrá í heiminum fyrir utan oss. Skáld vor hefðu veður af þessu og létu því ekki til sín heyra. Fyrirlesturinn var vel og á- heyrilega fluttur og vel sóttur. Á undan og eftir fyrirlestrin- um söng tannlæknir Nickolin nokkur lög „solo“, og þótti tak- ast vel“. Það var að vonum, að hinn helzti fulltrúi eldri stefnunnar (rómantíkurinnar) Benedikt Gröndal, léti ekki ádeilu Hann- esar Hafstein ósvarað. Þjóöólf- ur segir svo frá þ. 10. febrúar s. á.: „Hinn 4. febrúar hélt Bene- dikt Gröndal fyrirlestur, að nokkru leyti út af fyrirlestri Hannesar Hafstein (hinn 14. janúar), sem hafði talað um hnignun íslenzks skáldskapar og kennt því um, að of mikill þjóð- ernisátrúnaður hefði átt sér stað hér, og hefði það eyðilagt skáldskapinn; sömuleiðis hafði hann sagt, að hér væri enginn þjóðvilji, og yfirhöfuð lagt mjög harðan dóm á núlifandi skáld, að undanteknum Matthíasi og náttúrlega sjálfum sér og sínum flokki. Eftir tilmælum nokkurra manna talaði B: G. um þær stefnur andans, sem nú er einna mest um talað, nefnilega Ideal- ismus, Realismus og Rómantik, og sýndi, að allt þetta er sam- einað í öllum skáldskap, en eng- inn maður getur verið eintómur Idealisti, né eintómur Realisti. Hann talaði og um Atheismus (guðleysi), sem er alloft samfara Realismus. Hann lýsti hinu rómantíska eðli i skáldskapnum yfirhöfuð og sýndi fram á, að það væri ekki nýtt, heldur hefði átt sér stað frá alda öðli og væri mönnum meðfætt. Flest eða öll íslenzk skáld væru rómantísk skáld, og það væri einmitt þeirra ágæti; það hefðu þeir erft frá fornöldinni og ekkert lánað frá útlöndum að neinu ráði. Hann rakti og skoðanir manna og til- finningar á föðurlandinu frá fornöld og fram á vora daga og svaraði Hannesi þannig, að sú deyfð, sem nú ætti sér stað hér (sem raunar ætti sér einnig annars staðar stað og hefði oft átt sér stað víða um heim) kæmi einmitt af skorti á þjóðernistil- finningu (eða „þjóðernis-átrún- aði“ eins og Hannes kallaði það). og hinu núverandi pólitíska ástandi hér á landi . . . .“ Síð- an rekur blaðið nokkru nánar efni fyrirlestursins, en óþarft er að taka það upp hér, þar sem hann hefur verið gefinn út í heild og er væntanlegur í hinu nýja Ritsafni Gröndals. í sama blaði Þjóðólfs er getið urrr«fyrir- lesturinn, í fréttadálkinum, á þessa leið: „Fyrirlestur Gröndals var haldinn í Good-Templara- húsinu, húsið alveg fullt af á- heyrendum, og margir urðu frá að hverfa, sem ekki komust að. Fyrirlesturinn var áheyrendum til mikillar skemmtunar, enda var hann fluttur með hinu al- kunna fjöri og fyndni ræðu- mannsins“. ísafold gagnrýndi nokkuð fyr- irlestur Gröndals, og spunnust út af því deilur nokkrar, sem nánar verður vikið að í næsta blaði Heima er bezt. Blaðaummæli þau, sem birt hafa verið hér að framan, sýna, að almennur áhugi hefur verið á skáldskap og skáldskapar- stefnum i Reykjavík á þessum árum. Munu og margir úti um sveitir landsins hafa fylgzt af áhuga með hólmgöngu þeirra skáldanna í blöðunum.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.