Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 4
132 Heima er bezt Nr. 5 hann í þrjátíu ár bátinn hérna utan við gluggann, og skrepp út á honum á hverju sumri. Mér finnst mikil hressing að því.“ „Var ekki bókalestur mikið stundaður á heimili þínu þrátt fyrir miklar annir?“ „Jú. Heima voru alltaf kveðn- ar rímur eða lesnar sögur á kvöldin. Magnús hét niður- setningur hjá okkur, mesti ágætiskarl, las öll kvöld heima og var listalesari. Og vorum við krakkarnir sérlega hændir að honum. — Foreldrar mínir voru ljóðavinir, enda hagmælska í ættum beggja, og eitthvað mun móðir mín hafa verið hagmælt. Ég get t. d. getið þess, að Eirík- ur Einarsson alþm. frá Hæli var frændi minn. Hann þótti góður hagyrðingur og glettinn í kveð- skap sínum. — Ég mun hafa verið eitthvað kringum tía ára aldurinn, er ég fór að bulla.“ „Hvernig stóð á því, að þú lentir austur á fjörðum og átt- ir þar heima um skeið?“ „Þegar Norðmenn fóru að veiða síldina fyrir austurland- inu, flykktist fólk þangað, sem áður hafði farið í kaupavinnu upp í Borgarfjörð eða norður í land. Þannig flaut ég með aust- ur, og eitt haustið urðum við, tveir félagar, að ganga austan úr Mjóafirði heim í Leiru. Þann- ig stóð á því, að skip, sem við höfðum ætlað með, strandaði við Færeyjar og kom því aldrei, en þá voru færri flutningatæk- in en nú, og ekki eins auðgert að bæta í skarðið, ef einhver heltist úr lest. — Félagi minn hét Jakob Þorvarðsson frá Skúrhúsum í Garði, giftur mað- ur, miðaldra. Við höfðum verið sumarvertíðina á Mjóafirði, en henni lauk um miðjan septem- ber, og fór þá flest aðkomufólk til síns heima. Okkur Jakobi kom saman um að vera þarna haustvertíðina líka, af því að okkur bauðst vinna, en heim- ferðin, að okkar hyggju, tryggð með þessu færeyska skipi, sem ég nefndi áðan, þótt annað yrði ofan á. Haustvertíðinni lauk um miðjan nóvember, og í þann mund átti skipið að koma. Er við vorum úrkula vonar um, að það kæmi, ákváðum við að leggja af stað fótgangandi, því að skipaferðir voru fáar, strjál- ar og dýrar, ef lengi var beðið skipskomunnar. Við kusum að halda suðurleiðina niður í Skaftafellssýslu og vestur það- an. Er við lögðum af stað var hægviðri með dálitlu frosti og hélzt sú veðrátta förina á enda. Ekki höfðum við nesti eða far- angur meðferðis, utan nærföt og hlífðarföt, og þann hátt höfð- um við að kaupa okkur nestis- bita á bæjum, er á leið okkar urðu, en létum í því efni hverj- um deginum nægja sín þjáning, ef svo má segja. Á Djúpavogi keyptum við að vísu eina flösku brennivíns, og létum kamfóru saman við eins og flaskan tók á móti. Varð flaska þessi okkur hinn bezti förunautur, stútuð- um við okkur á henni, er við höfðum lent í vosi og vazli í ám og vötnum, og það var ósvikin hressing, því að innihaldið var hreinasti eldur. Við stautuðum þetta bæ frá bæ og sveit úr sveit og könnuð- um áður ókunna stigu. Þá var engin spræna brúuð, og var stundum hálfnöturlegt að koma upp úr ísvatninu, og þá var að bragða á brjósthýrunni og kuld- inn gleymdist. í Suðursveit var um þessar mundir bóndi, er Eyjólfur hét. Hann hafði styrk úr sýslusjóði til þess að leiðbeina þeim, sem þurftu að komast yfir Breiða- merkursand eða jökulinn. Þrjár leiðir sagði hann til mála koma, fara sandinn og yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi, fara jökul- inn og í þriðja lagi að fara yfir á undirvarpi, eins og hann nefndi það, en það er skör, sem leggur yfir ána upp við jökul- inn. Og í þetta sinn kvað hann aðeins koma til mála að fara jökulinn. Hann lánaði okkur vinnumann sinn, Þorleif að nafni, til fylgdar, og var nú haldið upp að jökli. Ég spurði Þorleif að því á leiðinni, hvort jökullinn væri ekki oft var- hugaverður. „Jú, hann er stundum eins og lifandi kvikindi, helvítið að tarna,“ svaraði hann. „Það, er hægt að fara með lest yfir hann í dag, en svo er hann ófær gang- andi manni á morgun.“ Er upp kom að jöklinum, fengum við brodda. Jakob setti broddana á sig, en ég ekki; aftur á móti fyllti ég vettlinga mína með vikursandi og stráði síðan, og var nokkur bót að. Víða urðu „dauðadjúpar sprungur“ á vegi okkar, víðar að ofan, en mjókk- andi niður, golgrænar eða blá- ar niður í að líta. En slysalaust gekk ferðin, enda varlega farið. Loks komum við þar að, sem tvær gjár lágu samhliða, en ör- mjór, kúftur hryggur á milli. Gekk okkur klaklaust að kom- ast yfir þá gjána, er nær okk- ur var og yfir á hrygginn, en sá- um þá, að hin gjáin var svo breið, að ófært var með öllu yfir að komast á þessum stað. Þor- leifur skipaði okkur þá að setj- ast klofvega á íshrygginn og ýta okkur þannig niður eftir, unz gjáin mjókkaði, svo að yfir yrði komizt. Og við settumst í þenna kynlega hnakk, slógum í Jökla og héldum af stað, með sína löppina yfir hvoru Ginnunga- gapinu. Þetta ferðalag gekk eins og í sögu, og komumst við yfir gjána nokkru neðar. Við vorum þrjár stundir að fara yfir jökulinn, en er yfir var komið, hvarf húskarl Eyjólfs aftur, eftir að hafa tjáð okkur, að ekki mundu allir erfiðleikar yfirstignir enn, því að nú ætt- um við eftir að fara yfir tvær ár, sem hétu, að mig minnir, Breiðá og Hrútá. Báðar þessar ár óðum við á milli skara, aðra í klof, en hina í mitti. Um kvöld- ið komumst við svo að Tvískerj- um, blautir og slæptir. Enga á komumst við á ís, þótt jafnan væri nokkurt frost, en ein áin var brúuð, Ölfusá. Ég man, að ég var svo hrifinn af henni, að ég nam staðar og starði lengi hugfanginn á hana. Slíkt mann- virki hafði ég aldrei fyrr aug- um litið, og furðaði ég mig á, hvernig þeir hefðu komið strengjunum milli stöplanria. Nú eru brýr orðnar svo hvers- dagsleggr, að enga hrifningu vekja, en fyrir hartnær 60 árum, er það gerðist, sem ég hef frá sagt, var annað uppi á teningn- um. Segi ég svo ekki frekar af ferð okkar félaga, hún gekk vel, en mánuð vorum við á leiðinni. En

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.