Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 21
Nr. 5 Heima er bezt 149 Hallgrímur frá Ljárskógum: MORGUNN Það var verk frú Dickin að stofna þessa deild, sem nú hef- nr sína eigin stjórn innan sam- takanna og gefur út tímarit til þess að geta haldið uppi sem nánastri samvinnu við félögin erlendis, og ber tímaritið nafn- ið Busy Bees News. — Börnin vinna og ötullega að því að safna fé til stofnunarinnar. Þau gangast fyrir söngskemmtun- um og sjónleikjum, safna silfur- pappír og öðru slíku, sem fólk jafnan fleygir, og koma aftur í verð, en andvirðið rennur í sjóð. Það segir sig sjálft, hve hollt það er fyrir börnin að fá að helga sig mannúðarmálum, meðan þau eru að þroskast og mótast, slíkt hefur þau áhrif á skapgerð þeirra, að fullvíst er, að þau verða síðar í lífinu nýt- ari þjóðfélagsborgarar. Ekki hvað sízt er það og mikilvægt í stórborgum, að börnin fái tæki- færi til að kynnast dýrunum, því að þar er svo margt, sem glepur og spillir. Starf L.L.S.D. utan Bretlands. Frú Dickin lét sér ekki nægja að gangast fyrir þessum samtök- um í heimalandi sínu. Hún vann kappsamlega að því, að útibúum yrði komið upp erlend- is eftir því sem efni og ástæður leyfðu. Fyrsta deildin erlendis var opnuð í Tangier í Norður-Af- ríku, og hélt hún árið sem leið upp á 25 ára starfsafmæli. Á þessum starfstíma hafa miklar breytingar orðið þar í landi. Farartækjum hefur fjölgað ffijög, og að sama skapi slysum á stórum dýrum sem smáum. í Kairó er sjúkrahús, lyfjabúð og hjálparstöð, auk áætlunar- vagna. Árið 1950 voru þar tekn- ir til meðferðar 18.970 sjúkling- ar. í Frakklandi er líka útibú og hefur það haft til meðferðar 30.000 sjúklinga. Auk þess eru og deildir starfandi í Suður-Afríku og Japan, og vinna þær mikiö verk. Enn þarf stofnunin að færa út kvíarnar, og er raunar unnið ó- sleitilega að því máli, en fátækt- in, sem siglt hefur í kjölfar styrj aldarinnar síðustu, hefur hvarvetna tafið störfin, en þá Gilið í gljúfravegum gjálfrar í morgunblænum, hoppandi stein af steini, - stefnan er fram að sænum, - leiðin er kröpp og krókótt kastbrot og lygna mætast, — áfram er eilíft haldið, ósgjafans hvíldir rætast! Úðinn frá Iðufossi óðbjörtum geislum merlast, sólstafir glæstir glóa, glitreifað vatnið perlast, regnbogans litróf ljómar, leiftrar í skyggðum eldi, litauðgin hugann hrífur, — hafning að æðra veldi! verður þess að gæta, að því meiri, sem fátæktin er, er raun- veruleg hjálparþörf þeim mun meiri. Hér á undan hefur verið gerð nokkur grein fyrir störfum frú Dickin, því að mest og bezt hef- ur hún ætíð barizt fyrir þessum málum, auk þess sem hún var upphafsmaðurinn. Brezka stjórnin hefur líka vel kunnað að meta verk hennar, og hlaut hún æðstu heiðursmerki sinnar tegundar, auk þess sem þing og stjórn hefur stutt starfsemi hennar, en það þótti henni mest um vert. Enginn getur gert sér í hugar- lund alla þá erfiðleika, sem hún átti við að etja framan af, er hún á stríðsárunum fyrri reyndi að afla fjár til að halda lífinu í búpeningi fátækrar alþýðu í Bretlandi og styrkja með því af- komu þjóðarinnar. Brautryðj- endastarfið er ávallt erfitt, en þessi kona hefur sýnt og sann- að, hve miklu má til leiðar koma, ef ekki skortir baráttuþrek og góðvild. Margir söknuðu hennar, er hún lézt 1. marz 1951, þá á 81. árinu. En starfi hennar verður haldið áfram, framtíð þess er tryggð, því að augu alls almenn- ings hafa opnazt fyrir nauðsyn þess. Blágresi brekkur þekur, — bláminn er himinfagur, reifaður yndis-unan! — Alheiður sumardagur! Daggperlur elfarúðans yndisleik blómsins nærir. Ástgjöf og fegurð fléttast! Framvindan lífmögn bærir. Mannsbarn í brekku brosir, breiðir mót geislum arma, sálblik hið innra sindrar, sólstafir lýsa hvarma! Hugsæiseldar hefjast, — hlýja frá töfra-arni! Þann morgunn var fegurð frjóvguð, fátæku, litlu bami.------ — Risaskriðdýr Frh. af bls. 139. fullorðinna dýra fundust á þess- um stað. Menn gátu sér því til, að ungviðið, sem var léttara á sér og liðugra í snúningum, hefði getað bjargað sér úr hættunni, þegar hin þyngri og stærri dýr fórust. Beinagrindurnar voru fluttar til Brussel og settar í náttúrugripasafnið þar, og eru einhverjir mestu dýrgripir safns- ins. Fleiri dýr en þessi líkjast poka- dýrunum að líkamsbyggingu. Dýrategund ein, sem heyrir til sama tíma, hafði ættingja, sem sumir voru á stærð við kött og aðrir eins og fíll og allt þar á milli. Bein þeirra eru einkenni- lega létt, enda eru þau öll hol innan. Þetta byggingareinkenni hefur gert dýrið létt á sér og skjótt í hreyfingum. Sum þess- ara fornaldardýra hafa verið friðsöm, en önnur rándýr, og líf- ið á þessum löngu horfnu tíma- bilum í jarðsögunni hefur verið eilíf barátta milli tegundanna. Vísindamenn allra landa leggja hina mestu áherzlu á að rannsaka dýralífið á þessum fjarlægu tímum og enn telja menn víst, að nýjar tegundir komi fram í dagsljósið.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.