Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 7
Nr. 5 Heima er bezt 135 afhjúpuð og um kvöldið sat hún konunglega veizlu er ríkisstjórn- in efndi til á Flöyfjallinu. Margt er að sjá í hinum forna Hansa- stað. Bændaskólinn 'að Steini var heimsóttur. Þar hafa margir ís- lenzkir piltar lært búfræði og var Jón forseti Sigurðsson fyrsti hvatamaður þess. Gaman var að fara í gegnum fjöllin frá einum dalnum til annars. Á Flámbrautinni eru 20 jarðgöng og liggur brautin víða um kleifar og hengiflug. Langt niðri í gljúfrinu sér í ána, þar sem hún fellur um þröngar skor- ur og háa stalla. Bruna um Sogn- sæ á gufubát og „halda svo til hafnar,“ hafa góða gisting á Leirdalseyri og sitja þar í rósa- máluðum skálum úr heilum trjá- bolum. Fara síðan að morgni austur um fjöll, upp til hinnar auðu og snauðu náttúru, sem minnir á afréttina heima. En frjálst er í fjallasal og hin víða útsýn er tilbreyting, sem víðast hvar verður að hafa nokk- uð fyrir í þessu landi. Loks fer að halla und- an fæti. Síðan koma aftur dalir og skógar meiri en nokkru sinni fyrr. Komið er í tilrauna- búið Löken, sem er hátt til fjalla. Þar er notið góðs beina í góðu hóteli við Vælbu- fjörðinn. — Þaðan er haldið á Upplönd. Þar er skoðað til- raunabúið Apelsvold. Á búi þessu eru fram- kvæmdar ýmsar til- raunir með ræktun bit- haga og hagnýtingu beitar. Bændaskólinn á Valle er heimsóttur og kartöfluræktarbúið á Hveem. Gistingu tök- um við í Gjövik, sem fræg er af hestsskó- naglaframleiðslu og ís- lendingum að góðu kunn. — Ferðin meðfram Mjösen til Litlahamars er ógleymanleg, ekki siður en margt ann- ag — í Litlahamri ferðamannabænum, er margt að sjá. Þar er byggðasafn- ið fræga, sem sýnir þróunina í Noregi (Guðbrandsdalnum) í húsagerð, húsbúnaði, heimilis- iðnaði o. m. fl. allt frá fornöld. Og þar eru til sýnis selin og sel- stúlkurnar. í stórselinu er setin veizla ævintýraleg við arineld og fornleg húsgögn, en á borðum er geitarostur og annað góðgæti, sem of langt yrði upp að telja. Mikið sungu íslendingar í sel- inu og um margt var rætt, enda þótt eitthvað kunni að hafa skort á, að málið væri skilið til hlýtar. En það var hér sem alls staðar í Noregi, að bróðurhugur og vinátta bætti það upp. svo að báðir aðilar undu við hið bezta. Þegar komið var til Osólar, bauð Noregs Bondelag til veizlu í Osló-Handelstand. Þar var form. bændafélagsins Arne Ro- stad þingmaður og margt annað þingmanna og stórmenna. Norsk stafakirkja. Margt mætti segja um heim- sóknina að landbúnaðarháskól- anum að Ási, en þess er ekki hér kostur. Þá var stórfróðlegt að sjá á- burðarverksmiðjurnar í Rjúkan og allt umhverfi þar. Á Jaðrin- um skoðuðum við Kvernelands- verksmiðjurnar og dáðumst mjög að allri umgengni þar. Hér var sama sagan, allt fínt og fág- að og gerólíkt því, sem tíðast er á íslandi að sjá á stöðum, þar sem iðnaður er rekin, þó að að- eins sé í smáum stíl. Norsk Hydro lét í té verkfræðing til leiðbein- inga og bauð að lokum til há- degisverðar á hóteli uppi á hárri fjallsbrún yfir bænum. Var ekið í bíl upp fjallið. Þangað upp gengur einnig loftferja, sem tek- ur 20 farþega og skilar þeim á 5 mín. í 500 m. hæð. Nokkuð var geigvænlegt að horfa niður úr ferju þessari, og til sanns vegar má færa, að lífið hangi þar á þræði. Síðasta kvöldið í Nor- egi var bændaförin í Osló í boði þáverandi sendih. Gísla Sveins- sonar. Og loks um morguninn áður en haldið var heim, var hinn frægi Vigelands- garður skoðaður. Vegna óveðurs og smábilunar á flugvél- inni, er komið var til Stokkhólms, en þar var komið við, var nokk- ur töf á heimförinni. Átti þó að heita, að staðið væri við áætl- unina, þó að heim- koman drægist fram á nóttina af fyrrgreind- um ástæðum. Endurminningar um för þessa eru hinar beztu. Væri óskandi, að sem flestir ættu þess kost að fara einu sinni á ævinni út yfir pollinn og auka sér svo víðsýni og þekkingu.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.