Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 32
160
Heima er bezt
Nr. 5
Ég klæðist í skyndi og opna dyrnar.
Reykjarsvælu leggur á móti mér. Og þegar
ég opna dyrnar við stigann, kemst ég að
raun um, að leiðin er algjörlcga lokuð af
eldi og reyk.
Eg hleyp sem fætur toga að dyrunum, en
þær eru lokaðar. Ég heyri enga hreyfingu
inni. Og hvernig sem ég ber að dyrtim og
hrópa, fæ ég ekkert svar.
Ég hraða mér aftur til herbergis míns,
opna glugga og hrópa hástöfum: „Eldur,
eldur. Húsið brennurl" En enginn virðist
hcyra til mín og mig fer að gruna niargt.
Ég þríf exi, sem rís upp við húsvegginn
og ræðst að þeim glugga, sem næst mér er.
Inn í húsið skyldi ég komast, hvað sem það
kostaði. Vinum mínum verð ég að bjarga.
f skyndi b/ ég til björgunarlínu úr ræm-
um, sem ég ríf úr laki mínu. Eg snara
Mikka út um gluggann og hraða mér síðan
sjálfur niður.
Ég bið guð að hjálpa mér og skríð inn
um gluggann. Ég er mjög uggandi um fólk-
ið, sem inni er. Þegar inn í reykhafið kem-
ur verður ráðsmaðurinn fyrir mér og í
fvrstu xirðist mér, að hann hali kafnað ...
. . . í reykjarsvælunni. Ég hristi hann til
og hrópa nafn hans. Mér til mikillar glcði
kemst ég að raun uin, að hann er ekki dá-
inn. Hann rís upp með miklum erfiðis-
munum og studdur af mér reikar hann til
dvranna.
Þegar ráðsmaðurinn er kominn heilu og
höldnu út á grasflötina, hraða ég mér á ný
inn í húsið. í þetta sinn finn ég Línus
liggjandi á gólfinu í herbergi sínu, en það
er þegar tekið að brenna.
Reykurinn vex óðfluga og hitinn er ill-
þolandi. Mér sortnar fyrir augum og ég
næ ekki andanum, missi meðvitundina og
steypist áfram.