Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 23
Nr. 5
Heima er bezt
151
skurði. Hún er talin um það bil
800 ára gömul og það er álitið,
að hún hafi staðið lengur í
Kirkjubæ en reykstofan, sem rak
á fjöruna.
Milli prestaskólans og reyk-
stofunnar eru göng og upp úr
þeim stigi upp í hina fornu skrif-
stofu biskupanna, sem var uppi
yfir prestaskólanum. Kóngs-
bændurnir hafa hana enn þá
fyrir skrifstofu, og hún er eins
og hún var, heldur sínum gömlu
einkennum og forna sniði.
Með norðurhlið reykstofunn-
ar eru löng göng, og þar er
hlemmur einn í gólfinu. Þar var
farið niður í fangélsið eða
myrkvastofuna. — Þangað niður
kemst engin glæta af dagsbirtu.
Sunnan við reykstofuna eru
nýju stofurnar. Við nefnum þær
svo, því að þetta er yngsti hluti
hússins, byggður 1773. Stofurn-
ar, sem voru þarna áður, fóru í
snjóflóðið 1772. Flóöinu fylgdi
mold og grjót, sem fyllti kjallar-
ana undir þeim. En raunar eru
margir fleiri grunnar með opn-
um kjöllurum umhverfis Kirkju-
bæ, sem einnig fylltust í flóðinu.
Fyrr á tímum voru miklu fleiri
hús í Kirkjubæ en nú.
Kjallararnir undir nýju stof-
unum hafa nú verið tæmdir að
mestu. Við uppgröftinn fundust
ýmsir munir, þar á meðal gömul
vígöxi og gullhringur með gljá-
flögusteini. Hringurinn er talinn
vera frá því um ellefu hundruð.
Ef um það væri að ræða að
grafa upp og tæma hina kjallar-
ana frá biskupatímanum — eða
frá því áður en snjóflóðið kom,
verður að fjarlægja fimm til sex
þúsund rúmmetra af mold og
grjóti. Þetta verk er áformað að
hefja nú í ár (1952).
Þessi gamla bygging, sem sagt
hefur verið frá hér að framan,
var fyrrum liðlega 50 metrar á
lengd, en er nú aðeins 30 metrar.
Breiddin er mismunandi — þetta
frá tólf til sextán metrar. Kjall-
araveggirnir eru um tvo metra
á þykkt og fimm metra háir,
hlaðnir úr blágrýti lögðu í kalk
úr brenndum skeljasandi, sem
var hrært út í mjólk í stað vatns.
Suðaustur frá bænum standa
múrveggir dómkirkjunnar. Tóft-
in er 38 metra löng, 12 metra
breið og veggirnir 10 metra háir
og tveggja metra þykkir. Hún er
öll hlaðin úr blágrýti á sama
hátt og áður er sagt, þar sem
minnst er á kjallaraveggina. í
austurhorninu er ferhyrnd við-
bygging, sem kölluð er Nunnu-
klaustrið.
Þessi kirkja var helguð Orkn-
eyja-jarlinum, Magnúsi helga,
en því miður hefur smíði henn-
ar aldrei verið lokið. Áður en
hún var vígð er sagt að bráða-
birgðaþak hafi verið sett á hana,
er síðan fúnaði og féll niður og
siðan hefur tóftin staðið þak-
laus.
Höfundur þessarar grein-
ar er sonur Jóannesar
Paturssonar kóngsöónda i
Kirkjubæ og konu hans,
Guðnýjar Eiríksdóttur,
Björnssonar frá Karlsskála
í Reyðarfirði. Jóannes Pat-
ursson var lengst œvi for-
ingi þjóðar sinnar i sjálf-
stæðisöaráttunni, auk þess
sem hann var gott skáld og
merkur frœðimaður. Hans
verður lengi minnzt sem
eins djarfasta forystu-
manns, sem saga nútímans
þekkir.
Magnúsar-dómkirkjan var
gerð í gotneskum stíl með við-
eigandi oddbogum og auðsjáan-
lega hefur verið áformað, að
þakið yrði í sama stíl og úr
steini. Aðeins á nunnuklaustrinu
var þakið fullgert, en það féll
niður í snjóflóðinu 1772.
Allar þær mörgu aldir, sem
kirkjan hefur staðið þaklaus,
hefur hið fagurlega gerða stein-
skraut, sem prýðir veggina, og
líkneski, sem hún hefur að
geyma, veðrast og máðst. Þó hafa
tvö líkneskjanna haldið sér
sæmilega. Annað þeirra, sem er
uppi yfir syðsta gluggaopinu, er
af Erlendi biskupi. Á biskupsár-
um hans 1269—1308, var kirkjan
byggð að mestu leyti — eða það,
sem upp komst af henni. Hitt
líkneskið er af Hákoni V. Magn-
ússyni, Noregskonungi (Hákon
háleggur). Var mikil vinátta
með þeim Erlendi biskupi og
kóngi. Af steinskrautinu innan á
veggjum kirkjunnar má nefna
meðal annars Maltesarkrossa
greypta í sandstein, tólf að tölu.
-— Þessir steinar staðfesta sögn-
ina um það, að kirkjan hafi ver-
ið vígð.
Á austurgafli kirkjunnar að
utanverðu er „gullskápurinn“.
Það er tálgugteinn (þvelju-
steinn), sem er felldur í múrinn.
í hann er skorinn mynd af kross-
festingu Jesú, Maríu mey og
Maríu Magðalenu. 1904 var
steinninn losaður og tekinn úr
veggnum í rannsóknarskyni.
Kom þá í ljós, að ferhyrnt hólf
var greypt í miðja þá hlið steins-
ins, sem inn sneri. í hólfinu voru
blýöskjur og í þeim sjö helgir
dómar og búið um þá hvern um
sig. Við hvert knýti var fest bók-
fellsræmu og á þær ritað með
rúnaletri á latínu, hvað knýtin
hefðu að geyma. Fjórar þessara
áletrana var unnt að lesa og
þýða:
1. tréflís úr krossi Krists.
2. pjatla úr klæðnaði jómfrú
Maríu.
3. bein úr íslenzka dýrlingnum,
Þorláki biskupi.
4. bein úr Orkneyja-jarlinum,
Magnúsi helga, sem kirkjan er
helguð.
Þrjár áletranir voru ólæsileg-
ar.
Ekki er kunnugt um, að þessi
steinn hafi verið tekinn úr
veggnum nema í þetta eina sinn.
Þá skall líka hurð nærri hælum,
að munirnir væru teknir og
farið með þá á þjóðminjasafnið
í Kaupmannahöfn. Það var
meira að segja farið af stað með
þá og þeir voru komnir til Þórs-
hafnar, en þá kom faðir minn því
til leiðar með góðs manns að-
stoð, að þeir fóru aldrei lengra og
voru sendir aftur til Kirkjubæj-
ar. Síðan voru öskjurnar látnar
aftur á sinn stað, steinninn fest-
ur á ný í veggnum, og þar eru
hinir helgu dómar á sínum stað
enn í dag.
Magnúsar-dómkirkjan er
yngsta kirkjan í Kirkjubæ; samt
er hún frá byrjun 14. aldar. Þeg-
ar Erlendur biskup andaðist,
1308, var hætt við smíði hennar.
Kirkjan, sem við notum hér
nú, sóknarkirkjan okkar, er Ól-
afskirkja — Munkakirkja er hún
stundum nefnd — var tekin í