Heima er bezt - 01.05.1952, Blaðsíða 11
Nr. 5
Heima er bezt
139
Gils Guðmundsson:
Islenzk ættarnöfn
tönnum í vörzlum sínum. Nokkr-
ar þeirra sendi hann til Parísar,
en aðrar tók hann með sér heim
til Lundúna. Vísindamennimir
bentu honum á beinagrind af
Iguana, en það er dýr, sem lifir
í skógunum í hitabeltinu. Dr.
Mantell tók eftir því, að tenn-
urnar úr þessu dýri líktust mjög
þeim tönnum, sem hann hafði
fundið, þó að þær síðarnefndu
væru miklu stærri. Þetta var
sigur fyrir hann, því að enda
þótt ekkert af skriðdýrum nú-
tímans geti tuggið fæðu sína (og
tennurnar sem hann fann, höfðu
án efa tilheyrt jurtaætu), hafði
hann ætíð verið á þeirri skoðun,
aö hann hefði fundið leifar af
ðþekktu skriðdýri. Og brátt
komu góðar fréttir frá París.
Hinn frægi Cuiver viðurkenndi
yfirsjón sína og lýsti því yfir, að
tennurnar væru úr óþekktu
skriðdýri, og gat þess til að það
hefði verið jurtaœta. Hann
hvatti dr. Montell til að leita að
leifum beinagrindar þess, því að
jafnvel einn neðrikjálki væri nóg
til að staðfesta tilgátuna.
Nokkur ár liðu áður en sönn-
un þessi fengist. Það var fyrst
árin 1841 og 1848, að menn fundu
brot úr neðrikjálka með tönnum,
er voru eins og þær, sem dr.
Montell hafði fundið. Hið ný-
uppgötvaða skriðdýr hlaut nafn-
ig Iguanoton, þ. e. a. s. dýrið með
Iguantennurnar. Menn hafa
fundið fleiri leifar af dýri þessu,
bæði í Evrópu og Ameríku, og
hafa getað ákveðið stærð þess,
sem hefur verið kringum 10 m.
á lengdina. Það hefur líkst mjög
mikið pokadýrunum, framfætur
smáir en afturfætur risastórir,
og auk þess sterklegur hali.
Bygging afturlimanna minnir á
fugla, og dýrið virðist hafa geng-
ið eða hlaupið svipað og fuglarn-
ir og tekið stór stökk svipað og
pokadýrið. Fullkomnustu leifar
dýra þessara fundust í Belgíu
árið 1878. í jarðlögum frá krítar-
tímabilinu fundust 23 nærri heil-
ir hlutar úr beinagrind. Getið er
til, að dýrin hafi lifað í nágrenni
við fljót eða á sandeyrum í vatn-
inu. Eyrin hefur skolazt burt og
dýrin hafa sokkið og hlotið
aumkunarverðan dauða. Ein-
kennilegt er, að aðeins leifar
Frh. á bls. 149.
FRÁ RÓMVERJUM er sá siður
kominn til vestrænna þjóða að
nota ættarnöfn. Meðal ger-
manskra þjóða tíðkuðust þau
ekki að fornu, en breiddust mjög
út á miðöldum, voru í fyrstu tek-
in upp óbreytt, alrómversk, bæði
að því er snerti merkingu og
endingar. En smám saman hvarf
að verulegu leyti af þeim róm-
verski blærinn og þau fengu æ
meiri séreinkenni meðal hverr-
ar þjóðar. Kom þar að lokum,
að ættarnafnasiðurinn náði fót-
festu í öllum löndum Norður-
álfu og varð víðast hvar rótgró-
inn. Hinn forni germanski sið-
ur, að kenna mann við föður
sinn — í einstaka tilfelli við
móður sína — hvarf víðast hvar
úr sögunni. Lengi hélzt hann þó
við sumstaðar til sveita, t. a. m.
í Noregi og Svíþjóð, og mun þar
ekki með öllu útdauður enn. En
ein var sú þjóð, sem hélt fast við
þá fornu venju, að karlar og
konur bættu riafni föður síns við
skírnarheiti sitt, til þess að ein-
kenna sig frá öðrum mönnum.
Það voru íslendingar. Er það
kunnara en frá þurfi að segja,
að svo er um allan þorra þjóð-
arinnar enn í dag. Hins vegar
hefur ættarnafnamálið oft ver-
ið ofarlega á baugi á síðari tím-
um og stundum valdið mjög
hörðum deilum. Mun ég víkja
nánar að þeim deilum síðar.
Saga ættarnafna á íslandi er
að mestu leyti ókönnuð enn. Það
er því engan veginn auðvelt að
segja með öruggri vissu, hvenær
fyrst fer að brydda hér á þess-
um erlenda sið. Eins og kunnugt
er, voru kenningarnöfn algeng
á íslandi í fornöld, og gengu þau
einstöku sinnum að erfðum, en
naumast lengur en í einn eða
tvo ættliðu. Á 13., 14. og 15. öld
virðist nafnið Hólmur hafa ver-
ið ættgengt í karllegg, og liggur
nærri að líta á það sem ættar-
nafn, þótt ef til vill megi einnig
telja það kenningarnafn, sem
sonur tók eftir föður. Sumir
fræðimenn telja, að Hólmarnir
hafi verið íslenzkir menn, en
aðrir hallast fremur að því, að
þeir hafi verið norskir, og er ekki
því að neita, að ættarnafnið
styður þá skoðun. Hitt er víst,
að handgengnir voru þeir er-
lendum höfðingjum og því eigi
ólíklegt, að þeim hafi þótt fínt
að taka upp útlendan nafnsið,
jafnvel þótt íslendingar væru.
Á miðöldum var títt, að lærð-
ir menn rituðu nafn sitt á lat-
ínu, svo og föðurnafn sitt, er
venjulega var haft í eignarfalli.
Á 16. öld komst á sá siður, að
bæta við lýsingarorði, til að
tákna átthagana. Þennan hátt
tóku upp flestir þeir íslending-
ar, er stunduðu nám við erlenda
háskóla. Þorkell Arngrímsson
hins lærða, síðar prestur í Görð-
um, faðir Jóns biskups Vídalíns,
er í innritunarskrá háskólans í
Leyden skrifaður Thorchillius
Arngrimi Melstadius, og Þórður
Þorláksson, síðar biskup í Skál-
holti, er við háskólann í Strass-
burg skrifaður Theodorus Thor-
lacius Hola Islandus.
Til þessa siðar eiga rót sína að
rekja hin latnesku ættarnöfn,
sem íslenzkir menn hafa borið
og bera sumir enn í dag. Arn-
grímur Jónsson hinn lærði rit-
aði nafn sitt á bókum Arngrim-
us Jonas (eða Jonæ) Islandus,
og stundum tvöfalt vaff (w) fyr-
ir aftan. Arngrímur var frá Auð-
unarstöðum í Víðidal, og átti w-
ið að tákna Widalinus. Þaðan er
komið Vídalíns-nafnið, sem
barnabörn Arngríms tóku upp
um aldamótin 1700. Thorlacius-
nafnið tóku upp afkomendur
Þorláks biskups Skúlasonar. Að
Hólms-nafninu frágengnu munu
þessi tvö ættarnöfn vera elzt á
íslandi.
Ýmsir fleiri íslendingar tóku
upp á 18. og 19. öld ættarnöfn
með latneskum endingum, t.a.m.
Johnsonius, Olavius, Thorkelín,
Espólín, Hjaltalín og Snókdalín,
svo að nokkur séu nefnd. Ann-
ars voru flest þau ættarnöfn,
sem íslenzkir menn tóku upp á