Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 21
Nr. 4
Heima er bezt
117
Vandamál barnauppeldisins
Sjónarmið eins þekktasta barna-
sálfræðings, sem nú er uppi.
Arnold Gesell er maður nefnd-
ur. Hann er hár vexti og hressi-
legur, en nú er hann orðinn grár
fyrir hærum. Hann er frægur
vísindamaður. í síðastliðin
fimmtíu ár hefur hann lagt
stund á að athuga og rannsaka
framferði barna og börnin sjálf,
og það er óhætt að fullyrða, að
þekking hans á börnum til tíu
ára aldurs er meiri en nokkurs
annars manns. Rit hans um
uppeldi og barnasálfræði eru
þekkt um allan heim.
Er Jón litli farinn að stama?
Foreldrarnir líta í bók eftir Ge-
sell og sannfærast um, að eng-
in ástæða sé til að taka það há-
tíðlega, því að gennilega er þetta
aðeins venjulegt fyrirbrigði, sem
oft kemur fyrir börnin á fjórða
árinu. Er Anna litla orðin ýk-
in upp á síðkastið? Bókin skýr-
ir frá því, að það sé einmitt ein-
kennandi fyrir börn á hennar
aldri.
Gesell heldur því fram, að
„battaríi“, sem hinn handar-
vana ber við læri sér.
Fyrir nokkru var sýnd hér
kvikmynd, þar sem handarvana
maður lék aðalhlutverkið. Mað-
ur þessi heitir Harold Russel og
missti hann báðar hendur sín-
ar í stríðinu. Hann notaðist fyrst
við járnkróka, en nú, eftir
margra ára rannsóknir, hefur
hann smíðað sér nýjar hendur,
sem sumir telja mjög fullkomn-
ar.
Það er ekki langt síðan að
drengur fæddist handarvana,
hér á landi. Fólk hugsaði um
ævikjör hans og fann til með
honum. Ef til vill tekst að gefa
honum hjálpartæki, sem gera
honum fært að lifa sínu lífi og
starfa. En margir dveljast nú ut-
an lifandi starfs vegna vöntun-
ar og bæklunar. Vísindin halda
áfram að vinna. Og nauðsynlegt
er að fylgjast með afrekum
þeirra og tileinka sér þau.
R. F.
þekkingin á vexti barna og þró-
un, sé lykill til skilnings á eðli
þeirra og þörfum. Þeir foreldr-
ar, sem láta undir höfuð leggj-
ast að afla sér slíkrar þekking-
ar, eru gjarnir á að krefjast of
mikils af börnum sínum, og gera
tilraunir til að bæta um fram-
komu þeirra með ströngum aga,
ávítum og jafnvel barsmíðum.
Gessell leggur áherzlu á, að
barnið sé ekki smækkuð mynd
af hinum fullorðna manni, held-
ur lifandi vera á öru þróunar-
skeiði.
„Hin eðlilega þróun líkamans
og herradæmið yfir honum,
meðvitundarinnar og siðferðis-
kennda, fer fram í áföngum,“
segir Gesell. „Þegar vér vitum,
að það er á engan hátt óeðlilegt
fyrir fjögurra ára barn að segja
furðulegar, tilbúnar sögur, dett-
ur oss ekki í hug að refsa því fyr-
ir að „ljúga“. Og þegar vér vit-
um, að hugmýndir sjö ára barns
um eignarréttinn eru mjög
þokukenndar, munum vér skilja,
vegna hvers það „stelur".
Dr. Gesell hefur lagt mikla
vinnu í að gera mönnum ljósa og
skiljanlega framkomu barnanna
á hinum mismunandi aldursstig-
um. Rétt eftir að hann hafði
tekið doktorsgráðuna, hafði gift
sig og eignazt barn, sagði hann
upp hinni þægilegu mennta-
skólakennarastöðu sinni og tók
að lesa læknisfræði við Yale-
háskólann. Auk þess, sem hann
stundaði námið eins og krafizt
var, tók hann þá þegar að rann-
saka hátterni barna. Áður en
hann var búinn að ljúka prófi,
hafði hann komið á stofn rann-
sóknarstofnun fyrir barnasál-
fræði, sem síðar hefur orðið
heimsfræg. Nú er hann forstöðu-
maður Gesell-stofnunarinnar
fyrir barnauppeldi í New Haven,
Connecticut.
Dr. Gesell hefur verið braut-
ryðjandi nýrra aðferða við upp-
eldi barna. Hann varð fyrstur
til að fylgjast með líkamlegum
og andlegum viðbrögðum barn-
anna, með því að fylgjast með
þróun þeirra frá degi til dags,
já, frá mínútu til mínútu. Hann
studdi kenningar sínar með
kvikmyndaupptökum og viðtöl-
um við þúsundir af foreldrum.
Með því að rannsaka viðbrögð
barnanna hjá hverjum einstakl-
ingi fyrir sig, þegar þau voru á
fyrsta árinu, og gera það síðan
mánaðarlega, gat hann til dæm-
is leitt rök að því, að ungbarnið
skoðar hlutina í kringum sig, áð-
ur en það gerir tilraun til að
grípa þá með höndunum. Þeg-
ar barnið er orðið þriggja mán-
aða, getur það haldið augunum
föstum við litaða kúlu, og tíu
mánaða gömlu tekst því að taka
kúluna með þumal- og vísifingri.
Þegar það er um fimmtán mán-
aða, getur það stungið kúlunni í
flösku. Ársgamals barn tekur
kubbana sína upp af gólfinu,
einn í einu — þetta lítur út eins
og æfing í að telja. Hálfsannars-
árs gamalt barn getur búið til
turn úr kubbunum sínum;
tveggja ára getur það byggt
vegg, en þriggja ára tekst því að
búa til dyr eða brú.
Dr. Gesell dregur árangur
rannsókna sinna saman í eitt í
eftirfarandi orðum: „Allar hlið-
arnar á barnseðlinu verða að
vaxa og þroskast: Persónuvitund
þess, hræðslukennd, einlægni og
forvitni, tilfinningar barnsins,
bæði jákvæðar og neikvæðar,
gagnvart pabba og mömmu og
leikfélögunum, kynferðisáhugi
og kímnigáfan. Vér megum ekki
láta hugfallast, þótt hálfsannars
árs barn taki leikföngin frá fé-
lögunum, þó að það ýki, þegar
það er fjögurra ára, gorti og strái
um sig með „ljótum“ orðum, eða
þegar það er orðið sex ára og
verður ágengt í orðum og gerð-
um, með skjótri breytingu frá
ofsa til viðkvæmni. Margt af
slíku tagi er algerlega eðlilegt og
eins og það á að vera.
Þegar barnið er orðið sjö ára,
kemur vaxandi réttlætistilfinn-
ing í ljós hjá því og skilningur
á heiðarleika. Hugsanir þess
sveiflast samkvæmt lögmálinu
rétt—rangt, gott—illt. Þegar það
er orðið tíu ára, fær það áhuga
á þjóðfélagslegum vandamálum,
og fyrstu frækornum þjóðfélags-
legrar og persónulegrar sam-