Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 8
104
Heima er bezt
Nr. 4
Einar E. Sæmundsen,
fyrv. skógarvörður
sér bönd vetrarins, jakarnir
risu á röndum, hrúguðust í
hrannir, mynduðu djúp uppi-
stöðulón í gilskorningum. Regn-
ið streymdi úr loftinu; læknum
óx ásmegin, geystist áfram,
hamefldur, — spýtti jakahröngl-
inu langt út á eyrafláka niður
hjá Glanna. Þannig komst birki-
hríslan inn á draumalandið.
Rætur hennar voru óskaddaðar
í stórri, frosinni moldarfyllu.
Og það var líkast kraftaverki,
hve stórslysalaust hríslan hafði
borizt í gegnum jakaburðinn:
Það var eins og lækurinn, æsku-
vinur hennar og elskhugi, hefði
borið hana á gullstóli.
Um sumarið þreifst birkihrísl-
an sæmilega á eyrinni við
Glanna. En hún varð fyrir sár-
um vonbrigðum. Beljandi
straumniðurinn lét ekki lengur
yndislega í eyrum. Vatnið var
ekki silfrað, heldur skolgrátt,
blandað daunillum jökulleir.
Hún mændi oft til bernsku-
stöðvanna, þangað, sem æsku-
vinur hennar leyndist. Hún
saknaði hlýrra og svalandi at-
lota. Hún minntist þess, hvern-
ig hann glettist við lyng og fjall-
drapa í bakkabrúnum, eða
hvernig hann steypti sér koll-
hnís af klappahyrnum, raulandi
kliðmjúk ljóð.
Um veturinn var næðingssamt
við Glanna. Stórhríðar og fár-
viðri misþyrmdu birkihríslunni
á berangrinum, löskuðu nokkr-
ar veikgerðar greinar; þegar
voraði, var börkur víða flagnað-
ur af stofni. Og í liminu voru
kalsár. í leysingunum hreif
Glanni hana af eyraroddanum,
molaði sundur moldarhnausinn
á rótum hennar, gróf hana í lím-
kennda leðju af sandi og jökul-
mori.
Síðar um súmarið bar vatns-
flaumurinn sprekið út í gínandi
gljúfrin; þar festist það í stór-
grýtinu, kurlaðist í örsmáar
agnir, er flutu ásamt öðru rusli
í froðuskúmi, sem myndaðist í
fossum og hávöðum. Glanni
féll í stríðum streng fram úr
klettaþregslunum, hávær og
brúkinn, bergið nötraði undan
átökum hans. Hann keppti flas-
fenginn að flæðarmáli — til að
týna sjálfum sér í óminni sæv-
arins.
lézt hér í Reykjavík í febrúar-
mánuði síðastliðnum. Lesendum
Heima er bezt er Einar að góðu
kunnur, því að hann skrifaði
stundum í blaðið. Má nefna yf-
irlit yfir sögu hestavísnakveð-
skaparins á íslandi, fróðlega
ritgerð og sérstæða, en því
miður auðnaðist honum ekki
að ljúka henni. Er þetta eina
yfirlitið, sem til er, um þessa
grein íslenzks alþýðukveðskapar
frá upphafi.
Einar E. Sæmundsen fæddist
á Hrafnabjörgum í Jökulsárhlið
7. okt. 1885. Faðir hans var Ein-
ar Sæmundsen hattari i Brekku-
bæ í Reykjavík, en móðir Guð-
rún Jónsdóttir, ættuð frá Surts-
stöðum í Jökulsárhlíð. Var Ein-
ar hattari kunnur maður á sinni
tíð. Móðir Einars var komin af
kunnum bændaættum á Austur-
landi. Einar ólst upp í Syðri-Vík
í Vopnafirði með móður sinni og
hálfsystkinum. Eru flest þeirra
enn á lífi þar eystra. Um ferm-
ingaraldur fór Einar til Stykkis-
Einar E. Sœmundsen.