Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.04.1953, Qupperneq 26
122 Heíma er bezt Nr. 4 í Rökkrinu Framh. af bls. 111. kennilega heim við drauma Nikulásar, því að sjálfsögðu hafði Margrét aldrei heyrt þeirra getið, því að hún var öllu ó- kunnug þarna norður frá. „Hefur þú nokkurntíma séð huldufólk, þegar þú hefur verið vakandi?“ spurði ég Nikulás. „Ég get nú varla orð á því gert. Aðeins einu sinni hef ég séð menn á ferð, sem ekki voru mennskir menn, heldur ein- hverjar dularfullar verur. Ég kom af engjum utan af mýrinni síðla sumars. Komið var kvöld og byrjað að skyggja. í fylgd með mér voru vinnumaður minn og vinnukona. Er við nálguðumst bæinn, komu þrír menn ríðandi á móti okkur, einn karlmaður og tveir kvenmenn. Sveigði þetta fólk af alfaraleið og stefndi heim að Stekkjarbjarginu. Þótti mér þetta kynlegt ferðalag, en veitti þó ekki fólki þessu eftir- för. Þessa sýn sá stúlkan greini- lega, en vinnumaðurinn varð einskis var. Síðar hélt ég spurn- um fyrir um ferðafólk þetta kvöld. Enginn í nágrenninu gat gefið skýringu á þessu fyrir- brigði. — Frásögnum þessum er nú lok- ið. Er öðrum ætlað að taka hér upp þráðinn og bæta við, ef eitt- hvað markvert gerist í viðskipt- um Núpsbænda og huldufólks- ins í Stekkjarbjargi á komandi árum, sem í frásögur þætti fær- andi. Snjóflóð ... Framh. af bls. 120. hugun þótti það ekki ráðlegt, þar sem lítil von var um, að það bæri árangur; auk þess ekki hættu- laust, þar sem von gat verið fleiri ofanfalla, og ennfremur ég þannig á mig kominn, að ég gat ekki haldið áfram hjálparlaust. Héldu þeir því áfram með mér að Ósi. Morguninn eftir fóru margir inn á hlíð, til að grennslast eft- ir, hvort nokkuð fyndist. Grófu þeir upp kafla á stóru svæði, en fundu ekkert nema böggul, sem eitthvert þeirra hafði haft með- ferðis, og lugtina. Úr gömlum blöðum Árferði fyrir 65 „Tvennir verða tímarnir“, seg- ir máltækið, og sjaldan sannazt það betur, en þegar maður lít- ur í gömul blöð og kynnir sér ástand lands og lýðs í tíð afa okkar. Myndi fæsta fýsa nú á dögum að standa í sporum þeirra. Verða hér teknir upp tveir bréfkaflar úr Þjóðólfi í maímán. 1888, úr tveimur sveit- um sunnanlands. Skaftafellssýslu (Meðallandi): „Veturinn var yfir höfuð víð- ast hvar góður og hagar oftast nær, nema í Meðallandi, enda hljóp Kúðafljót hér um allt út Meðalland og lagði alla jörð undir í 1. viku þorra, svo að ein íshella varð, sem ekki tók upp fyrr en í 1. viku sumars. Og hef- ur víðast hvar hér verið gefið öllum fénaði síðan á jólaföstu. Á stöku stað er fari ðað brydda á heyleysi, sem verður því verra, ef þessir kuldar haldast lengi. Ekkert hefur fiskast hér í Með- allandi, en hér barst talsvert á land af rifnum fiski og sumstað- ar nærri heilum. Kom það í góð- ar þarfir, því að það hefur mest- part verið lífsbjörg manna, að minnsta kosti hinna bágstödd- ustu. — Um pálmasunnudag kól 3 menn í Öræfum í fjöruferð. Af 2 þeirra er nýbúið að taka mik- ið af fótunum, en einn mun ekki hafa misst nema tærnar. Voru að því verki læknar tveir hinir næstu, hinn nýi læknir okkar og læknir Austur-Skaft- fellinga. Skip fauk hér um dag- inn og brotnaði í spón.“ Undan Eyjafjöllum er skrif- að: .... Frakkneskt skip strand- aði hér fyrir Fjallasandi, mann- laust. Skip og farmur var selt 11. þ. m. Meðal farmsins var mikið af saltfiski og salti í tunnum og vanaleg matvæli skipshafnar- innar. Allt á uppboðinu komst í afarverð; bezt verð var á salt- fiskinum 100 á 16 kr. og þar í kring. Kartöflutunnan á 7—8 kr., brauðtunnan á 13—15 kr. og allt eftir því. Aðalheildin af skipinu, sem sjálft mölbrotnaði, komst í 109 kr. árum Að norðan fréttist um mikinn hafís, en hann hefði lónað lítið eitt frá, og hefði þá komið síld- arhlaup inn á Eyjafjörð, aflast um 1000 tunnur; nokkuð af sel og fiski hafi líka aflast þar. En svo rak ísinn að aftur og allir firðir fylltust. Bjargarskortur mikill í Húnavatns- og Eyjafj,- sýslum, og hafa menn orðið að sækja matvörur á Sauðárkrók. Var þar nægilegt af matvöru hjá kaupmanni Knudsen. Spakmæli Sársauki sjálfsafneitunarinn- ar helgar sálina. E. Marlitt. Þögnin er bezti vinur gleðinn- ar. Hamingja mín væri lítil, ef ég gæti sagt, hve mikil hún er. Shakespeare.

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.