Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 11
Nr. 4
Heima er bezt
107
í hirðingum stóð. Svo gekk fyrsta
árið. Næsta vor var Grímur orð-
inn 13 ára og Sigga 10 ára. Þá
bættist á þau að smala ánum;
skyldi hann smala einn á
morgnana, en svo mættu þau
smala bæði á kvöldin, ef Sigga
vildi leggja það á sig, og Sigga
lét sig ekki vanta. Það gekk lika
vel. Þau leystu störf sín prýði-
lega af hendi og höfðu líka þegj-
andi samþykki til að sinna sínu
búi líkt og áður, svo að þar fór
ekkert í niðurníðslu. Það gekk
sinn gang. Þriðja árið gekk allt
til likt og áður, og þó munaði
alltaf meira og meira um störf
þeirra fyrir heimilið. Grímur var
líka fermdur. Og við sín störf
voru þau lika samrýmd og sæl.
Sigga litla var eftirlætisbarnið á
Brekku, eins og áður, og Grímur
kom sér vel, góður matvinnung-
ur. Hann var líka orðinn 15 ára.
Nú skyldi hann því smala einn í
bæði mál, en Sigga mátti smala
með á sunnudögum, ef hún vildi,
og sjálfsagt þótti, að þau færu
bæði á milli, þegar í hirðingum
stóð, enda var borið á 10—12 hjá
Birni óðalsbónda.
Þarna voru þau komin á
þrettánda og sextánda ár og
vaxin upp úr bænum sínum;
héldu þó tryggð við hann og
þótti vænt um að vinna stund
og stund að viðhaldi hans. Á
honum byrjaði samhyggð þeirra
og samvinna. Og við frístunda-
verkin þar byrjaði líka sam-
dráttur milli þeirra, vaxandi
væntumþykja, sem þau gerðu
sér óljósa grein fyrir sjálf, en
fullorðna fólkið þóttist sjá, að
þeim væri betur til vina, en þá
þótti við hæfi barna á ferming-
araldri og þar yfir. Og það fór
að hafa orð á þessu hvað við
annað á heimilinu og vaka yfir
háttum barnanna. Þau voru ó-
skiljanlega lengi að smala á
sunnudögum og ekki var það
góðs viti, hve oft þau fóru upp
í hlíðarnar á kvöldin.
Næsta ár var Sigga fermd,
þótti þá vel vaxin og myndarleg,
jafnvel flestum fermingarstúlk-
um fremri, enda átti hún ætt til
þess, sagði fólkið. Sama vorið
varð Grímur 17 ára, stór og
stæltur og frár á fæti og um allt
hinn mannvænlegasti. En hann
var tekinn í gustukaskyni sem
matvinningur og sonur hans
Fúsa, sem hvergi gat bjargast.
Það var lóðið, sem færði allt
jafnvægi úr skorðum. Þó að
þeim hjónum hefði líkað vel við
strákinn, þá náði það ekki
nokkurri átt, að Sigga yrði orð-
uð við hann. Og það var víst, að
Björn hafði hugsað henni hærra
gjaforð. Halldóra var á sama
máli og taldi ekki seinna vænna
að taka í taumana. Ennþá væri
sjálfsagt nóg ráð. Þetta væri
eins og önnur börn.
Frá þessum tima var þess
vandlega gætt að stía Grími og
Siggu í sundur og var því líkast,
sem allt heimilisfólkið, 14—16
manns, væri með í þessu. Svo
gerðist það, þetta sumar í slátt-
arbyrjun, að Elin Björnsdóttir,
systir Siggu, var manni gefin og
haldin vegleg veizla á Brekku á
kostnað foreldranna. Brúðgum-
inn var sonur stórbónda í næstu
sveit, en Björn hafði lengi haft
augastað á að tengjast því fólki.
Brúðguminn hét Einar og var
Einarsson. Á brúðkaupsdegi gaf
Björn líka dóttur sinni eignar-
jörð sína, Bakka, búsældarjörð,
skammt frá Brekku og skyldi
hún vera úr ábúð og ungu hjón-
unum tiltæk á næsta vori. Þang-
að til mundu þau búa í föður-
húsum brúðgumans, búa í hag-
inn fyrir sig.
Nokkrum sinnum hafði Einar
komið að Brekku síðustu árin og
hann hafði miklar mætur á
Grími eftir þá kynningu. Og
Grími gazt vel að Einari. Séra
Jón, sóknarprestur Brekkuhjóna,
var alúðarvinur þeirra; þótti því
umtalsvert, að séra Guðmundur
á Stað gaf brúðhjónin saman,
og var hann þó ekki sóknar-
prestur Einars. En hann var
gamall maður og Birni á
Brekku kunnur frá fyrri árum. í
fylgd með presti var kona.hans,
talsvert yngri og unglegri, og
sonur þeirra hjóna, Sigurður, á
þrítugsaldri. Vakti hann litla at-
hygli á sér og þótti ekki taka
öðrum fram á hans reki. Hann
var ókvæntur, en talið var, að
hann stjórnaði Staðarbúinu ut-
an dyra síðustu árin.
III.
Það var kominn sláttur; hann
gekk sinn vana gang. Það var
slegið og rakað og snúið og
drýlt, breitt, sætt og bundið. Lát-
ið upp og farið á milli, eins og
fyrr. En nú fóru þau ekki á milli,
Grímur og Sigga. Björn bóndi
fór á milli og hafði nýjan snún-
ingsdreng með sér. Grímur sætti,
batt og lét upp á lestina með
hinum vinnumönnunum.
Að loknum slætti komst Sigga
að því, að henni væri nú ætlað
að fara til vetrardvalar hjá
prestskonunni á Stað; skyldi
hún læra þar ýmislegt nytsamt
til handanna. Hana grunaði þó,
að annað mundi jafnframt búa
undir. Bæði foreldrarnir og hús-
bóndaholl hjú þeirra, voru sam-
taka um að ljúka takmarkalausu
lofsorði á frúna og séra Guð-
mund, og margt vissu þau um
mikla kosti Sigurðar prestsson-
ar. í brúðkaupi Ellu fannst
Siggu, hann af fæstum ungum
mönnum bera. Annars þekkti
hún ekkert til hans, var sama
um hann og trúði svo að segja
engu af hrósi og hólsyrðum, sem
fólkið gaf honum.
Þó að reynt væri að koma í
veg fyrir tveggja tal, hennar og
Gríms, þá tókst henni, þar sem
fólkið sá til þeirra, en heyrði
ekkert vegna fjarlægðar, að
segja honum frá þessu, þar sem
þau gengu eftir gilbarminum sín
megin, meðfram Langagili. Þá
sagði Sigga að síðustu, að hún
skyldi aldrei með öðrum ganga
en honum. Hún vissi vel, hvað
á seyði var, og fann nú til þess
í fyrsta skipti, hve föðurástin og
jafnvel móðurástin getur verið
eigingjörn, vond og viðsjál með
köflum. Sigga var að sækia
hross suður í Hagamýri, austan
við gilið. Eftir vestri gilbarmin-
um fór Grímur, sendur til næstu
bæja. Þar sem gilið beygði til
austurs, skildi með þeim og þau
kvöddust þar svo heitt og ástúð-
lega, sem verið getur yfir gil eða
gljúfur.
Þetta var á sunnudegi. Áður
en vikan var liðin, var Sigga far-
in frá Brekku og var Grímur
uppi í heiði að smala, þegar hún
fór. Allir aðrir voru heima,
kvöddu hana með söknuði og
báðu henni góðrar ferðar og
góðrar líðanar í nýju vistinni —
aðeins Grímur einn vissi ekkert
hvað var að gerast þá stundina.