Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 18
114
Heima er bezt
Nr. 4
Bátur í Bessastaðanesi.
hans. Öll þessi saga er svo kunn,
að eigi er ástæða til að rekja
hana hér.
Á þessum árum eru Bessa-
staðamenn oft harðir i kröfum
sínum. Fóru þeir brátt að ásæl-
ast jarðir í kringum sig, og eigi
leið á löngu áður en fjöldi jarða
lá undir kóngsgarðinn. Urðu
leiguliðar að inna af hendi alls-
konar kvaðarvinnu á sjó og
landi. Verða hér eigi taldir upp
höfuðsmenn á Bessastöðum á
þessum tíma. Voru þeir upp og
ofan, eins og gerist og gengur,
sumir hreinustu ofstopar, en
innan um víðsýnir og frjáls-
lyndir menntamenn, sem vildu
láta margt gott af sér leiða fyr-
ir land og lýð.
Höfuðsmennirnir stóðu oft fyr-
ir talsverðum framkvæmdum á
Bessastöðum, og voru ýmsir
fógetar þeirra duglegir menn.
Reistu þeir bæði íbúðarhús og
kirkjur og létu gera virki, sem
enn sér merki. En þær bygging-
ar, sem nú eru á Bessastöðum,
Bessastaðastofa og kirkjan, eru
reistar um miðja átjándu öld.
Um aldamótin 1800 er sögu
Bessastaða sem landstjóraseturs
lokið. Héðan af verður Reykja-
vík höfuðstaður landsins.
Árið 1805 hefst nýtt og glæsi-
legt tímabil í sögu Bessastaða.
Þangað til hafði staðurinn ver-
ið höfuðvígi erlenda valdsins á
íslandi, en nú verður hann höf-
uðstaður þjóðarinnar í menn-
ingarlegum skilningi. Þetta ár
var Latínuskólinn fluttur frá
Reykjavík til Bessastaða. Var
hann á Bessastöðum í 40 ár eða
til 1845, er hann var aftur flutt-
ur til Reykjavíkur, í hið nýja
hús, þar sem hann er enn þann
dag í dag.
Þó að margvíslegir annmarkar
hafi án efa verið á skólahaldinu
á Bessastöðum, eins og allt var
í garðinn búið hér á landi á þeim
árum, verður þýðing skólans
aldrei ofmetin í viðreisnarstarfi
þjóðarinnar. Að skólanum komu
hinir ágætustu menn, sem mót-
uðu hina yngri kynslóð, og gerðu
hana hæfa til að taka upp nýtt
merki framsóknar og þjóðrækni.
íslenzk tunga átti ekki upp á há-
borðið hjá mörgum helztu ráða-
mönnum landsins á átjándu öld-
inni. Sumir tæptu meira að segja
á, að réttast væri að leggja hana
niður með öllu. Meðal ágætis-
manna, sem störfuðu við skól-
ann, eru Sveinbjörn Egilsson
rektor, Hallgrímur Scheving og
fleiri. Sveinbjörn Egilsson á
mestan þátt allra sinna sam-
tímamanna í því, að efla og
auka virðinguna fyrir ís-
lenzku máli. Hefur hann
með ritum sínum, Hómers-
þýðingunum og skálda-
málsorðabókinin, reist sér
þann minnisvarða, sem
lengi mun standa. Telja
má víst, að áhrifin frá
þessum ágætismanni hafi
ekki hvað sízt orðið til að
hrinda hreyfingu Fjölnis-
manna af stað. Áður fyrr
var mönnum gjarnt að
láta sér yfirsjást hið mikla
starf Sveinbjarnar, vegna
ljómans af Fjölnismönn-
um. Nú virðist svo, að ljósi
og skugga sé jafnar skipt
rnilli þessara aðila. Svein-
björn var ágætt skáld, og
málfegurð og góður smekk-
ur einkenndi allt, sem hann
ritaði. Á Bessastöðum eru
skáldin Grímur Thomsen
og Benedikt Gröndal fædd
og dvöldust þar æskuár sín.
Er margan fróðleik að
finna um skólalífið á staðnum
í endurminningum Gröndals,
Dægradvöl.
Flestir hinna helztu manna í
menntamannastétt á 19. öldinni
eru útskrifaðir úr Bessástaða-
skóla og andinn þaðan setti
svipmót sitt á menningu fyrri
hluta aldarinnar.
Þegar skólinn var fluttur frá
Bessastöðum, dofnaði yfir staðn-
um um skeið. En árið 1868 flutti
Grímur Thomsen þangað. Hafði
hann þá dvalizt erlendis í nærri
þrjá áratugi og aflað sér mikils
lærdómsframa. Auk þess komst
hann í miklar virðingarstöður
hjá dönsku stjórninni. En hann
mun alltaf hafa fýst að dveljast
heima á íslandi, og auk þess
mun samkomulag við yfirboðara
hans ekki hafa verið upp á hið
bezta. Grímur keypti Bessastaði
og setti þegar upp bú. Bú hans
varð aldrei mjög stórt, en þó var
þar mikil umsýsla bæði við
landbúnað og útgerð. Grímur
var höfðingi heim að sækja, og
oft var þar glatt á hjalla. Á
Bessastöðum orti Grímur mörg
af sínum beztu kvæðum, og
flestar þýðingarnar úr grísku,
sem eru hið mesta afreksverk.
•— Eftir andlát Gríms Thomsens
tók Skúli Thoroddsen við Bessa-
Frh. á bls. 118.