Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 22
118
Heima er bezt
Nr. 4
vizku hefur verið sáð í huga þess.
Aldurinn fimm og tíu ára eru
tiltölulega róleg tímabil. Fimm
ára gömul stúlka eða drengur
hafa fundið sinn stað í tilverunni
— og við hádegisverðarborðið.
Tíu ára gamalt barn er mót-
tækilegt fyrir frjálslyndar skoð-
anir, sem og alls konar þröng-
sýni í trúarlegum og öðrum efn-
um“.
Dr. Gesell vorkennir börnum
þeirra foreldra, sem hallast að
kenningunum um hinn sterka
föðurarm og aga, sem hefur ver-
ið notuð í margar kynslóðir án
hins minnsta árangurs. Hann
veit, að það er ekki unnt að
kenna smábörnum að matast
„fallega“ og sitja rétt á stólnum,
með því að ávíta þau eða löðr-
unga. Þetta kemur allt af sjálfu
sér þegar fylling timans er kom-
in, svo framarlega sem barnið
hefur gott fordæmi fyrir aug-
unum og finnur, að það er elsk-
að og fær þörfum sínum full-
nægt.
„Það er mikið illt til í veröld-
inni,“ segir Gesell, „en í barns-
huganum virðist hið góða hafa
völdin. Það er aðeins um að gera
að skilja barnið á þroskabraut
þess, og þá er hægt að innræta
því hið góða. Frumskilyrðið er,
að þekkja eðlilega þróun barns-
ins og þarfir.“
Kennarar og foreldrar viður-
kenna fúslega, að þróunin verð-
ur að gerast smátt og smátt,
þegar um er að ræða hagnýta
færni, álítur Gesell, en þegar um
er að ræða framkomu barnsins,
svo að dæmi sé nefnt, eða starf
þess í skólanum, er það mjög oft
misskilið. Það hlýtur ávítur og
jafnvel refsingu líka, vegna yf-
irsjóna, sem að mestu leyti eru
sprottnar af vanþroska þess. Vér
gerum oft tilraunir til að gera
barnið eins og vér, frá sjónar-
miði fullorðna fólksins, álítum
að barn eigi að vera, og vér
gleymum því, að barnið hegðar
sér eins og það gerir, einmitt af
því að það er barn.
Dr. Gesell segir ennfremur:
„Allt of oft krefst fólk hlýðni,
aðeins vegna hlýðninnar sjálfr-
ar, eða þá að það krefst þess, að
börn auðmýki sig og biðjist fyr-
irgefningar í tilfellum, þar sem
vinsamleg leiðbeining hefði átt
betur heima.“
Dr. Gesell leggur ríka áherzlu
á þörf barnsins til þess, að ást
þess sé endurgoldin glöggt og
beinlínis, svo að barnið finni, að
það sé elskað og mikils virt.
Rannsóknir sýna og sanna, að
þau börn, sem fara á mis við þá
ást og umhyggju, sem góðir for-
eldrar veita, læra seinna að tala
en önnur börn, og verða heldur
ekki eins fjörug og vakandi. Þau
eru gjarnari á að forðast ókunn-
uga og verða á eftir í þróun-
inni en þau börn, sem alast upp
við ást og umhyggju.
Dr. Gesell bendir á „hina þýð-
ingarmiklu undirstöðu erfðaeig-
inleika og meðfæddra einkenna,
sem erfast frá næstu ættliðum,
er ákveða fyrstu þroskaeinkenni
einstaklingsins. Jafnvel þótt vort
nútíma þjóðfélag verki mjög í
þá átt, að útjafna einstaklings-
einkennin, einkenna þó erfða-
eiginleikarnir hvert einasta
barn og persónuleik þess, og gera
það ólíkt öðrum börnum.“
Þegar foreldrum er orðið þetta
ljóst, mun þeim einnig skiljast,
að hvert einasta barn er engum
öðrum líkt, þegar um er að ræða
hæfni, og þá munu foreldrar
líka sýna skilning, og gera til-
raunir til að hjálpa þróuninni
inn á réttar leiðir.
Nú er dr. Gesell 72 ára, en
hann er ekki af baki dottinn,
því að nú ætlar hann að hefja
nýjar rannsóknir. Hann segir:
„Nú hefur barnið verið rann-
sakað nákvæmlega fram að tíu
ára aldri, en ennþá hefur eng-
inn tekið næstu tíu árin í lífi
einstaklingsins til vísindalegrar
meðferðar. Vér vitum enn ekki,
hvað teljast verður eðlilegt og
einkennandi fyrir gelgjuskeiðið
og æskuárin.“
Hann minnir á, að þessi ald-
ur sé sá erfiðasti, bæði fyrir börn
og foreldra. Þá koma ný vanda-
mál til sögunnar, sem krefjast
úrlausnar. Þítta er mikið verk
fyrir mann á áttræðisaldri, en
ekki er ástæða til að efa, að
hann mun leysa það af hendi
með ágætum, ef honum endist
líf og heilsa.
(Lausl. þýtt).
Bessastaðir
Framh. af bls. 114.
stöðum. Skúli var, eins og kunn-
ugt er, ótrauður forystumaður
í sjálfstæðisbaráttunni. Hann
hafði bú á jörðinni, og auk þess
setti hann þar upp prentsmiðju
og gaf blað sitt, „Þjóðviljann“,
út þar. Eftir dauða Skúla keypti
Jón H. Þorbergsson, nú bóndi á
Laxamýri, jörðina og bjó þar í
nokkur ár. Þá tók Björgúlfur
Ólafsson læknir við, og er hann
flutti þaðan, komst staðurinn í
eigu Sigurðar Jónassonar, sem
afhenti ríkinu hann fyrir aðset-
ursstað hins nýkjörna íslenzka
þjóðhöfðingja.
Það má deila, og er deilt, um
margar eða jafnvel flestar á-
kvarðanir hins opinbera, enda er
ekki unnt að gera svo að öllum
líki. En óhætt er að fullyrða, að
sú ákvörðun, að hafa Bessastaði
fyrir þjóðhöfðingjasetur íslend-
inga, mun vera einhver giftu-
drjúgasta ákvörðun, sem tekin
hefur verið lengi. Ber margt til
þess, og ekki sízt þáttur þessa
staðar í sögu þjóðarinnar. Á
rústum hins erlenda valds bygg-
ir þjóðin nýtt ísland og táknar
þetta viðreisnarstarf sitt með
því að gera aðsetursstað yfir-
drottnunarinnar að þjóðhöfð-
ingjasetri sínu.
Bessastaðir hafa tekið miklum
stakkaskiptum. Hinar gömlu,
stílhreinu byggingar standa þar
enn, og ýmislegt er þar gamalla
minja. Þar er rekinn fyrirmynd-
arbúskapur, eins og vera ber, en
allt látlaust og blátt áfram.
Sveinn Björnsson, hinn fyrsti
forseti íslenzka lýðveldisins, sat
á Bessastöðum frá því er hann
var kosinn ríkisstjóri. í tíð hans
urðu Bessastaðir tengdir loka-
þættinum í baráttu þjóðarinnar
fyrir fullu sjálfstæði, í hugum
fólksins. Var honum mjög annt
um staðinn, og vildi gera allt
til að bæta hann og prýða. Eft-
irmaður hans í þessu tignasta
embætti þjóðarinnar, Ásgeir Ás-
geirsson og frú hans, Dóra Þór-
hallsdóttir, láta ekki sitt eftir
liggja til að gera þetta virðulega
embætti að því, sem hinn eigin-
legi tilgangur þess er: samein-
ingartákn sundraðrar þjóðar.
Samhugur allra íslendinga fylg-
ir þeim í því mikla starfi.