Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Page 24

Heima er bezt - 01.04.1953, Page 24
120 Heima er bezt Nr. 4 Björn Daníelsson, Sauðárkróki: Vísur Þórdísar ir ofan okkur, í snjónum, sé eins og smáhnoðri, líkt og eftir stein, sem oltið hefði þar niður. Viss- um við, að slíkt gat verið merki þess, að snjór væri að losna of- ar í fjallinu. Stanzaði nú allur hópurinn, til að aðgæta, hvort við yrðum vör nokkurrar hættu. Allt í einu kvað við brestur. Gerðist nú allt í svo skjótri svip- an, að ég gerði mér ekki grein fyrir, hvað raunverulega var að gerast, enda hvarf meðvitundin strax. Þegar ég rankaði við mér, fann ég, að ég var að krafsa mig áfram í miklu vatni. Fljótlega náði ég þó utan um eitthvað hart; það var stórgrýtissteinn, sem stóð yzt í fjöruborðinu. Hafði ég ósjálfrátt gripið utan um hann, um leið og flóðið bar mig á leið til sjávar, og hefur það líklega orðið mér til lífs. Ég var ákaflega þrekaður, og með mestu erfiðismunum skreið ég upp úr fjöruborðinu, upp í bakkann fyrir ofan. Og nú tók ég að hugleiða, hvað gerzt hafði. Ástand mitt gat varla ömurlegra verið, ég var allur holdvotur frá hvirfli til ilja og dasaður eftir hina hörðu raun. Myrkrið grúfði yfir þessum ömurlega grafreit; það var eins og veggur eða slæða, sem breitt var yfir þessa ömur- legu auðn. Fyrsta hugsun mín beindist að því, hvort nokkrum ferðafélaga minna hefði orðið lífs auðið. Ég stóð lengi og horfði út í sortann. Ekkert hljóð heyrð- ist, nema niður haföldunnar, sem gnauðaði við stórgrýtið í fjörunni. Ég kallaði, en enginn svaraði. Var mér þá ljóst, að hér mundi ég ekki geta neitt hjálp- að og lagði því af stað heimleið- is. Var ég svo þrekaður og stirð- ur, að ég varð að skríða að mestu. Er ég var kominn út í Kálfadal, sá ég ljós framundan; voru þar komnir tveir Bolvíkingar, Kristj - án Sigurðsson, maður Þórunnar, og Jóhann Jensson, bróðir henn- ar. Hafði Þórunn hringt, úr Hnífsdal, til manns síns og lát- ið hann vita, hvenær við lögð- um af stað þaðan. Sagði ég þeim höfðu. Var nú ráðgazt um, hvort þeir skyldu halda áfram inn að nú frá tíðindum þeim, er gerzt slysstaðnum, en við nánari at- Framh. á bls. 122. Þórdís Pétursdóttir, dóttir hins landskunna fræðimanns Péturs Jónssonar frá Stökkum og konu hans Pálínu Þórðardóttur, fædd- ist á Þórisstöðum í Þorskafirði 20. nóv. 1887. Hún ólst upp með stórum systkinahóp á heimili foreldra sinna, fyrst í Þorskafirðinum, en síðar færðist búseta Péturs vest- ur Barðaströndina — allt vestur á Rauðasand. Snemma bar á því, að Þórdís var greind kona eins og hún átti kyn til, og fljót að koma fyrir sig orði, þótt hún lýsi sjálfri sér nokkuð á annan veg: Utanveltu á ýmsa grein, oftast hljóð og dreymin, verkanett og viðbragðssein, viðmótsstirð og feimin. Á sínum yngri árum mun hún hafa gert nokkuð að því að yrkja, og jafnvel semja sögur, en dult fór hún með þá iðju, enda varð sá skáldskapur henn- ar eldinum að bráð, án þess að hann kæmist fyrir annara augu. Alla ævi hélt hún þó áfram að kasta fram stökum við ýmis tækifæri, en í amstri dægranna hirti hún ekki um að halda þess- um vísum til haga, eða fága frá- gang þeirra. Sjaldan orti hún undir dýrum háttum, enda var hún ein af þeim, sem ortu ein- göngu sér til hugarhægðar, en hvorki til lofs eða frægðar. Skáldskapariðjan var smávægi- leg dægradvöl, fjaðrir, sem reynt var að fljúga með endrum og eins upp yfir flatneskju hvers- dagsleikans, á sama hátt og svo mörg íslenzk alþýðuskáld hafa gert öld fram af öld. Þórdís hvarf af æskustöðvum sínum um tvítugsaldur og dvaldi þar ekki síðan. Hún giftist Daníel Daníelssyni, og bjuggu þau allan sinn búskap að Vald- arási og síðar Þórukoti í Víðidal í Húnavatnssýslu. Mestan hluta ævi sinnar átti Þórdís heima í sínum um tvítugsaldur og dvald- ist þar ekki síðan. Hún giftist óbilandi trú á sigri hins góða. Hún var vinur gróðurs og dýra. Á búskaparárum sínum var hún oft árrisul, og kvað það vera sín- ar helgustu stundir, þegar hún á góðviðrismorgni kom út og leit yfir sveitina, meðan annað heimilisfólk var enn í svefni, aðeins fuglar himinsins sungu sinn dýrðaróð frá fjalli til strandar. Hvern sólskinsmorgun er messa há í musteri drottins víða. Ég stíg þar inn hjartanu frið að fá, fagnandi hlýði á tóna þá sem óma frá hafi til hlíða. Því miður er þetta aðeins brot, aldrei hirt um að bæta við það eða fullgera. Þó finnst mér að hvert meðalskáld mætti vera fullsæmt af þessum línum. Sum- ar og sól voru hennar yndi, og léttara er yfir öllu meðan Vorsól hátt á himni skín hlær við köldum breða. Áin liðast, ljóðin sín lóa og spói kveða. Eins er hinn róandi friður þreyttum góður. Kyrrðin faðmar allt og alla, áin raular, köld og hrein. Þokan beltar brúnir fjalla, báran kyssir fjörustein. Alltaf er það vorboðinn í ein- hverri mynd, sem verður hug- þekkastur. Syngur í gili svalur fosss, sjatnar á flúðum brimið. Sólin vekur vörmum koss viðkvæmt skógarlimið. Eftir að Þórdís hvarf úr Þorskafirðlinum, mun hún lítt hafa dvalizt í nánd við skóga, en eftir að hún fór að búa, lagði hún mikla alúð við að rækta nokkrar birki- og reynihríslur við gluggann sinn, og veittu þær henni marga ánægjustund, ekki síst eftir að þær voru orðnar svo stórar, að smáfuglar

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.