Heima er bezt


Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 9

Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 9
Nr. 4 Heima er bezt 105 hólms og dvaldist þar við nám hjá séra Sigurði Gunnarssyni. Þaðan fór hann svo aftur austur á Vopnafjörð og vannínokkur ár við verzlun Örum & Wulfs. Um þær mundir var hann og á nám- skeiði hjá Ræktunarfélagi Norð- urlands á Akureyri. Komst hann þá í kynni við þá Sigurð Sig- urðsson og Stefán Stefánsson skólameistara. Urðu þau kynni til þess, að ákveða aðalstarf hans í lífinu. Skógrækt hófst hér á landi upp úr aldamótunum. Var Ein- ar, ásamt 4 öðrum ungum mönn- um, sendur til Danmerkur til að stunda skógvarðarnám. Árið 1908 kom hann heim að loknu námi og var þá settur skógar- vörður að Vöglum í Fnjóskadal. Þar starfaði hann í tvö ár, en var þá kallaður suður á land og skipaður skógarvörður í Sunn- lendingafjórðungi, og gegndi því starfi til 1944, er hann lét af því vegna heilsubrests. Valt á ýmsu í skógræktarmálunum framan af, og var allur aðbún- aður þeirra manna, sem við þau fengust, mjög af skornum skammti. Einar kom mörgu í verk á þessum árum, vann að gróðursetningum og mörgu fleiru. Hann hafði óbilandi trú á möguleikum skógræktarinnar, en í þeim efnum var við marg- víslegan vanskilning að ræða hjá öllum aimenningi. Einar kenndi snemma vanheilsu og átti lengst ævinnar við hana að stríða. — Kvæntur var hann Guðrúnu Guðmundsdóttur frá Hrafnhóli í Skagafirði. Eignuðust þau tvö börn, Guðrúnu og Einar. Auk starfa sinna í þjónustu skógræktarinnar lagði Einar stund á margt annað. Talsvert liggur eftir hann af ritstörfum. Um 1920 tók hann þátt í þjóð- málum, og var ritstjóri Þjóðólfs um skeið, sem þá var gefinn út á Selfossi. Eftir að hann fluttist til Reykjavíkur 1920, starfaði hann nokkuð við Morgunblaðið, og lengi var hann ritstjóri Dýra- verndarans. Á þessum árum samdi hann bókina Hesta á- samt Daníel Daníelssyni. Og fyr- ir örfáum árum tók hann sam- an bókina Fák, sem Hesta- mannafélagið „Fákur“ gaf út í tilefni aldarfjórðungsafmælis síns. Er það mikið rit og vand- að, og öndvegisrit í sinni grein. Auk þess ritaði hann fjöldann allan af blaða- og tímaritsgrein- um um margvísleg efni og gróf upp úr gömlum skjölum marg- víslegan fróðleik um háttu fyrri tíma manna. Merkilegar eru rannsóknir hans á fjallvegamál- um íslendinga. Komu þær grein- ar út í ritinu Hrakningum og heiðavegum, sem þeir Jón Ey- þórsson og Pálmi Hannesson rektor stóðu fyrir. Einnig tíndi hann saman efniísögu skóganna hér á landi. Hann sá og um bók- ina Menn og málleysingja að mestu leyti. Bjó hann einnig ýmsar aðrar bækur undir prent- un. Það er mikið, sem eftir Einar liggur af ritstörfum, þrátt fyrir nauman tíma og annasamt starf lengstum ævinnar, en það, sem mest er um vert, er, að allt, sem hann skrifaði, er með afbrigð- um vandað og hefur þýðingu í menningarátt. Einar var mjög orðhagur og málvandur í öllu, sem hann lét frá sér fara. Einar E. Sæmundsen var mjög góður hagyrðingur og fékkst lít- ið eitt við smásagnagerð, með- an sú listgrein var fremur fá- breytt hér á landi. Smásögur hans birtust í tímaritum á fyrsta og öðrum tug aldarinnar. Er lík- legt, að hann hefði náð langt í þeirri grein, ef hann hefði lagt það fyrir sig. Einar E. Sæmundsen var hestamaður af lífi og sál. Átti hann marga og snjalla gæðinga um ævina, sem urðu honum kærir vinir og leikfélagar. í bók- inni „Aldrei gleymist Austur- land“, er út kom 1949, birtust ýmis úrvals kvæði Einars og lausavísur. Þar er m. a. að finna hið gullfagra kvæði, er hann orti til æskustöðva sinna „um dal- inn ljúfa í austurátt“ og einnig hið snjalla ljóð hans til íslenzka hestsins, sem hann tileinkaði Hestamannafélaginu „Fáki“. Hestavísur háns voru með á- gætum, eins og t. d. þessi: Brestur vín og brotnar gler, bregðast vinir kærir, en á Blesa eru mér allir vegir færir. Einar E. Sæmundsen var fjöl- hæfur maður, en það hefur jafn- an verið einkenni okkar beztu manna. Hann varð snemma brautryðjandi á sínu sviði, og nafn hans mun geymast í sög- unni meðal þeirra manna, sem helguðu fagurri hugsjón ævi- starf sitt af óeigingirni og trú- mennsku. Spakmæli Það er gott, að fólkið beygi sig undir leyndardómsfull, æðri máttarvöld. Með því venst það á að sýna sínum jarðnesku herr- um hlýðni. C. Hauch. Fjöldinn elskar meðalmennsk- una mest af öllu. Louise Hegermann-Lindencrone. Fólk, sem veit lítið, talar venj u- lega mikið, og þeir, sem vita mikið, tala lítið. Sá, sem lítið veit, heldur að allt sé rétt. J. J. Rousseau. X

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.