Heima er bezt - 01.04.1953, Blaðsíða 28
124
Heima er bezt
Nr. 4 ■
hvarf sjónum eins og reykur, og svo tók sama kyrrð-
in við og áður. Hún gerði tilraun til að hrópa, en
það var engu líkara en að hljóðið kafnaði í þok-
unni. Þetta var óhugnanlegt, og nú fann hún allt
í einu sárt til þess, hve einmana hún var. Ef eitt-
kvað kæmi fyrir núna, þá-------—.
Eitt sinn bar fyrir hana eitthvað, sem líktist kýr-
bauli úti í myrkrinu það hlaut að vera langt, langt
burtu. Annars heyrði maður svo mörg undarleg
hljóð, þegar maður var á gangi í þoku og hlustaði.
Það var ekkert döggfall. Grasið og lyngið straukst
um fótleggi hennar, og angan birkilaufsins var
þung og sterk. Nóttin virtist vera nálægari nú en
nokkru sinni fyrr. Það var orðið dimmt, en samt
var dalurinn vakandi. Það var nærri því eins og
lífið lifði sterkar en ella á þessari hlýju nóttu.
Það var víst nærri miðnætti, þegar hún loks náði
upp að mýrinni. Hinn brúngrái mýrarfláki virtist
óendanlegur í skuggsýninu. Hann líktist mest sof-
andi forynju. Góðri og vingjarnlegri forynju. En
mýrin gat stundum fundið upp á því að draga lif-
andi verur til sín. Hún setti hendurnar eins og
trekt fyrir munninn og hrópaði út í mýrina. Svo
stóð hún með opinn munninn og hlustaði.
Þá heyrir hún eitthvað einkennilegt. Það er engu
líkara en að henni sé svarað einhversstaðar utan
úr myrkrinu.
— Línrós! Línrós!
Og aftur er svarað. Þungt og sársaukakennt hljóð
berst að eyrum hennar utan úr mýrinni.
Hún staulaðist áfram eftir hljóðinu, óð gegnum
sefið og yfir dýin, sem gengu í bylgjum undir fót-
um hennar. — Línrós, Línrós, aumingja Línrós mín!
Hvernig gaztu farið svona að?
Þarna liggur kýrin! Rétt við fætur hennar. Hið
stóra, þolinmóða höfuð kýrinnar snýr að henni,
hún kveinkar sér. Vesalings Línrós lá á kafi í feni,
lá á kviði. Og því meir, sem skepnan brauzt um,
því dýpra sökk hún ofan í leðjuna.
— Hvað er að sjá þetta? Hvað getum við nú gert?
Henni fannst hún verða að tala við kúna, ráðfæra
sig við hana. Ingibjörgu lá við gráti. Kýrin mátti
ekki fá hugmynd um, að björgun var nærri von-
laus. Ingibjörg greip í hornin á henni og togaði af
öllum kröftum. Og Línrós reyndi að hjálpa til, en
allar tilraunir til að koma kúnni upp úr urðu ár-
angurslausar. Kýrin sökk dýpra og dýpra ofan í
leðjuna.
— Við reynum aftur! Við megum ekki gefast
upp. Tökum á eins og við getum, svona nú---------.
Línrós rykkir sér til og kemur öðrum framfæt-
inum upp úr leðjunni. En mýrin er fúin, og þegar
Línrós sekkur ofan í aftur, vill svo illa til, að Ingi-
björg steypist ofan í leðjuna. Hún greip um háls
kýrinnar. Svo virtist, sem nú væri úti um þær báðar.
Línrós fer allt í einu að baula, snýr höfðinu í
norður, baular á hjálp. Ef til vill hefur skepnan
heyrt nærri hljóðlaust fótatak í mýrarjaðrinum;
að minnsta kosti birtist grannvaxinn maður með
bakpoka og byssu i hendinni allt í einu. Nú sæk-
ir hann þurrar greinar, sem hann varpar út í dýið
við fætur kýrinnar.
Ingibjörg lá með andlitið við hálsinn á kúnni.
Hún varð einskis vör, og á sér einskis von fyrr en
greinarnar slást utan í hana. Hún hrekkur þá allt
í einu upp af mókinu. Hún sér manninum bregða
fyrir rétt sem snöggvast. Hún æpir hátt, sveiflar
handleggnum út frá sér eins og í varnarskyni----
og svo varð allt niðamyrkt. Eins og niðdimm nótt.
Hún hneig niður og lá eins og líflaus böggull í
dýinu.
Línrós stóð í mýrarjaðrinum þegar Ingibjörg
rankaði við sér. Sjálf lá hún í fangi ókunnuga
mannsins. Hann hagræddi henni gætilega upp við
lyngþúfu.
— Líður þér betur? Rödd hans var mild, en
ákveðin.
— Já, sagði hún og andvarpaði lágt. Hún var
dauðþreytt og henni leið vel, þar sem hún var. Og
nú hafði hún fengið óvænta hjálp; nú var engin
hætta á ferðum.
— Ég býst við, að þú hafir orðið hrædd?
— Já, svaraði hún lágmælt.
— Það er víst bezt, að við reynum að komast
ofan eftir. Ef þú hefur þá krafta til þess.
Nú loks fór allt að skýrast fyrir henni. Nú mundi
hún, hvar hún var stödd og það, sem komið hafði
fyrir. Hún rétti honum hendina og hann hjálpaði
henni á fætur. Línrós hafði lagzt niður, en nú
stóð hún líka upp.
— Þetta hefði hæglega getað farið illa, sagði
hann alvarlega. En kúnni varð þó bjargað sem
betur fór. Jæja, þá er bezt að halda í áttina! Hann
tók undir hönd hennar og leiddi hana alla leið úr
mýrinni og heim í selið. Hún var vesöl og krafta-
laus og það var engu líkara en að harmurinn ætl-
aði að kæfa hana. Hún gekk eins og í leiðslu.
Ókunni maðurinn sagði fátt. Hann var raunar ein-
kennilegur! Hann nam oft staðar og litaðist um.
Og hann stóð og litaðist um, áður en hann gekk of-
an í lægðirnar. Hvað gat það verið, sem hann ótt-
aðist? Þessi maður var ekki úr sveit. Það heyrði
hún strax á málfari hans. Það var hreint og skýrt.
Henni flaug í hug að spyrja um nafn hans, en
hætti við það. Hún gat beðið, þangað til hann sagði
henni það af sjálfsdáðum. Hún fann á sér, að þetta
var að minnsta kosti ekki hættulegur náungi.
Þá er þau loks komu svo langt, að þau sáu hús-
in, sleppti hann hönd hennar. — Nú geturðu
kannske komizt ein það sem eftir er? sagði hann
spyrjandi.
— Já, ójú!
— Já, því að nú verð ég að snúa við! Hann stóð
í sömu sporunum, leit í kringum sig og var sýni-
lega órólegur.
— Ég þakka þér kærlega fyrir hjálpina! Hún
rétti honum höndina. Hönd hennar hvarf næstum
því í hinum sterka hnefa hans.
Hann sneri við og gekk til skógar, en nam aft-
ur staðar. — Þú þarft ekki að nefna þetta við neinn.
Ég á við, að þú hafir hitt ókunnuga.
— Nei, nei! Hún lagði höndina á hálsinn á Lín-
rós og þannig gekk hún þau fáu skref, sem hún
átti eftir heim að fjósinu. Hún var svo þreytt, að