Heima er bezt - 01.01.1955, Qupperneq 10
6
Heima er bezt
Nr. 1
Helgi Valtýsson:
A hreindýraslóðum
Endurminningar Geitdælings
IX.
Kúluriffillinn kemur til
sögunnar.
Riffil fékk ég árið 1892 hjá
Stefáni Th. Jónssyni, kaup-
manni á Seyðisfirði. Var hann
norskur, í alskefti og merktur
uppí 800 m. og átti að hitta mark
á þeim vegi. Og nokkur dýr
skaut ég með honum á 600 m. og
eitt á 700, eftir að ég kunni orðið
að fara með hann. En heldur
illa gekk það framan af, og það
svo, að ég hafði enga trú á hon-
um og fór heldur með byssuna,
en oft þó með hvort tveggja.
Þetta kom aðallega til af
tvennu: fyrst því, að ég var ekki
nógu viss að sjá út veginn til-
sýndar, en á eftir var hann stig-
inn, og kom þá í ljós skekkjan
sem olli því, að ég hitti ekki
nógu vel með honum. Þetta lag-
aðist smátt og smátt með því,
að ég notaði hvert tækifæri, sem
mér gafst til að mæla út veg, er
ég var á gangi fyrst með því að
gizka á, hve langt væri í þennan
steininn eða hinn, eða þá önnur
kennimerki, börð eða þúfur. Síð-
an steig ég þetta, og tafði það
lítið ganginn, en það kenndi mér
að komast nær markinu með út-
reikninginn, svo ég hitti betur.
En svo var einnig annað, að kúl-
urnar vildu síga úr honum, væri
vegurinn nokkrum mun lengri,
heldur en upp var dregið, og
hittu því ekki. Skotin voru of lin.
Stefán hafði látið mig fá púð-
urmæli með rifflinum, og þegar
púðrið var komið í skothylkin
(patrónurnar), sem voru með
öxlum, og kúlan komin í, var bil
á milli kúlu og púðurs. Þessu
breytti ég, fyllti skothylkið af
púðri og rak svo kúluna ofaní.
Þetta hafði þá afleiðingu, að
skotið varð miklu sterkara, og
sígið miklu minna, svo að nú
skipti orðið um fyrir mér, að ég
hitti miklu betur, þegar hægt
var að sjá út veginn á annað
borð. En stundum var það alls
ekki hægt, bæði fyrir drífu og
þoku, og svo var hitt, að lands-
lagið var mjög óslétt, dældir á
milli ása, sem ekki sást, hve
breiðar voru. Skaut ég honum
því óspart til máls, og einnig
byssunni, og hafði börð á bak
við markið í auðu, eða skafl, er
snjór var á. Flestum kúlunum
og rennilóðunum náði ég því
aftur, bæði þegar skaflinn þiðn-
aði, eða ég gróf þær út úr barð-
inu og steypti upp aftur.
Komið gat það fyrir, er skot-
ið var mjög mörgum skotum úr
riffli í einni lotu, að snúning-
arnir í hlaupinu fylltust af
brunapúðri og stundum blýi, svo
kúlurnar fóru ekki eftir snún-
ingunum heldur beint fram úr
hlaupinu eins og á byssu, og
skófst þá úr þeim á vafnings-
brúnunum, svo engin leið var að
hitta með þeim. Maksturinn á
kúlunum var ekki nægilegur til
að smyrja hlaupið nógu vel að
innan, og gott hefði því verið
að hafa með sér járnolíu eða
vasilín að bera í hlaupið til að
halda því nægilega hreinu og
hálu. Ég man sérstaklega eftir
þessu einu sinni, mér til skap-
raunar.
Það kom líka nokkrum sinn-
um fyrir, þegar ég skaut með
þeim Jóni Þorsteinssyni og Elíasi
Jónssyni á Aðalbóli, að þeirra
kúlur hittu ekki, en mitt dýr lá,
og var sökin sú, að þeirra kúlur
sigu meira og fóru undir kvið-
inn á dýrunum og misstu þannig
marks, og gat þetta ekki komið
til af öðru en því, að þeirra skot
voru linari en mín, og tel ég
víst, að þeir hafi alltaf notað
sama púðurmagn og það, er
Stefán Th. gaf þeim upp, því
rifflarnir voru frá honum, en
ekki aukið púðrið, eins og ég
gerði......
Einu sinni sem oftar var ég á
veiðum með bæði byssuna og
riffilinn og var að skjóta á dýra-
hóp. Skaut ég þá eitt dýr á 260
m. og annað á styttra færi. Svo
kom breiðan nær, og sagði þá
maðurinn, sem með mér var: —
Taktu nú þá gömlu. Lét ég ekki
segja mér þetta tvisvar, greip
byssuna og sendi þeim, og lá þá
fallegur boli. í byssunni hafði ég
6 rennilóð, og voru þau það stór,
að þau komust ekki samhliða í
hlaupið. Var þetta mikill blý-
þungi, svo að við púðurspreng-
inguna varð mótstaðan svo mik-
il, að byssurnar slógu, sem kall-
að var. Var því ekkert tilhlökk-
unarefni að skjóta úr þeim.
Eitt sinn bað mig maður, sem
með mér var á veiðum, að lofa
sér að skjóta úr byssunni, og
sagði ég, að það gæti hann fengið
á sína ábyrgð, en hann skyldi sjá
um sig, að slys yrði ekki af, og
halda fast á móti henni, er hann
hleypti af, því þær kipptust aft-
ur við skotið og slægju, eins og
kallað væri. Maðurinn lagðist á
knén við stein, sem byssan hvíldi
á að framan, en hún skellti hon-
um flötum aftur á bak á fönn-
ina, og hlógum við báðir að
þessu á eftir.
Annar skaut með henni á ref
á stuttu færi og missti hann, en
sjálfur var hann með lamaða
öxl og blóðugan fingur undan
gikkhúsinu. Komið hefur fyrir,
þegar slíkum byssum er illa
haldið, að þær hafa brotið við-
beinið eða sett skyttuna úr liði
um öxlina.
Eftir fá ár lét ég riffilinn fyrir
þrábeiðni manns, sem allt vildi
eiga, en kunni ekki að fara með
hann. Skömmu seinna fór ég
norður að Kleif í Fljótsdal. Þar
var þá Þórarinn Ketilsson,
tengdasonur Guðna Arnbjörns-
sonar, bónda þar. Hann var ný-
búinn að fá riffil, sem mér leizt
vel á. En riffilinn hafði hann
fengið hjá Andrési Rasmusen
kaupmanni á Seyðisfirði. Hafði
hann keypt riffilinn á uppboði
í Kaupmannahöfn. Riffill þessi
var með 9 silfurskjöldum, sem